SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 5
Örorku- og húsaleigubætur
þurfa að hækka
Við raunum aldrei geta sinnt leiguíbúðaþörf-
inni þótt við myndum leggja allt okkar fé í
þær framkvæmdir, því að öðru óbreyttu yrði
biðlistinn alltaf jafn langur og hann er í dag,
eða lengri ef eitthvað er. Mér finnst vera
kominn tími til að stjórnvöld hætti aö
mismuna kaupendum og leigjendum húsnæðis
- húsaleigubætur þurfa að hækka og þaö á að
hætta að skattleggja bæturnar. En umfram
allt á að hækka örorkubætur svo okkar fólk
geti eignast eða leigt húsnæði að eigin vali,
rétt eins og aðrir.
Höldum áfram að tala við
stjórnvöld á jafnréttisgrundvelli
Við höfum á síðustu árum reynt að koma fram
af hógværð í samskiptum við stjórnendur
landsins, en ég tel að stjórnvöld hafi misnotað
sér þá aðferð okkar. Síðan hafa þau brugðist
illa við gagnrýni okkar vegna þess að þau eru
óvön gagnrýni af þessu tagi. Það þykir vart
við hæfi að öryrkjar, sem ekki hafa verkfalls-
rétt eða pólitískt bakland, brýni raustina eins
og aðrir í þjóðfélaginu. Við munum samt
halda áfram að tala við stjórnvöld á jafn-
réttisgrundvelli og við munum aldrei fara
aftur í gamla farið. Þaö mun eflaust taka
stjórnvöld einhvern tíma að átta sig á þessu
því þau eru óvön því að heyra þessa rödd frá
Öryrkjabandalaginu, en það er bara tíma-
bundinn vandi enda margir stuðningsmenn og
framámenn í stjórnarflokkunum þegar farnir
að skilja og virða baráttuaðferðir okkar.
Kynna sig kinnroðalaust sem
öryrkja
- Þaö er vaxandi umrœöa í fjölmilum um
málefni öryrkja og þaö gœtir sársauka og
reiði í þessum skrifum. Menn virðast vera að
þjappa sér saman í andófi gegn stefnu
ríkisstjórnarinnar.
- Það ánægjulega við þessa baráttu er að fólk
er farið að kynna sig kinnroðalaust sem
öryrkja og skrifar t.d. greinar um sín mál
undir fullu nafni. Þetta er verulegur sigur í
baráttu okkar allra. Fjölmiðlar hafa sýnt
málefnum okkar vaxandi áhuga og skilning
og Morgunblaðið hefur ítrekaö vakiö athygli
á málstað okkar og tekið undir með okkur.
Það er gríðarlega mikilvægt. Þá hefur kirkjan
komið inn í þessa umræðu með biskup
fremstan í flokki. Sá stuðningur er líka mjög
dýrmætur. Þá hefur Ólafur Ólafsson, fyrr-
verandi landlæknir, talað tæpitungulaust um
þetta mál og ég vil að íslenskir læknar bætist
almennt í hópinn, láti að sér kveða sem stétt
eins og prestarnir.
ta
Vissir þú?
Að hvergi á Norðurlöndum eru
öryrkjar hlutfallslega færri en á
íslandi. í Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi er hlutfall þeirra um
tvöfalt hærra.
Að hvergi á Norðurlöndum eru
öryrkjum greiddar eins lágar
bætur og á íslandi. Að jafnaði eru
þær um tvöfalt hærri hjá
frændþjóðum okkar.
Að ísland hefur um árabil verið í
hópi fimm tekjuhæstu ríkja OECD.
Að á síðustu 5 árum (1993-1998)
hafa lágmarkslaun hækkað um
52°/o, launavísitalan um 30°/o, en
örorkulífeyrir og tekjutrygging
einungis um 17,4%.
(Úr bæklingi frá ÖBÍ)
Átakiö kostar 3-4 miljaröa
- Hvað eiga stjórnvöld að gera að þínu mati?
- Stjórnvöld ættu íyrst og fremst að viður-
kenna vandann, sem verður ekki leystur nema
með auknum útgjöldum. Það mun kosta a.m.k
á bilinu 3-4 miljarða króna á ári að gera það
átak sem bætir úr brýnasta vandanum. Menn
verða að horfast í augu við þessar stað-
reyndir. A undanförnum tveimur árum höfum
við verið að sýna fram á hve langt aö baki
við stöndum nágrannaþjóðum okkar í þessum
málum. Bókin hans Stefáns Ólafssonar,
íslenska leiðin, staðfestir rækilega það sem
við höfum verið að segja um hag öiyrkja. Það
er líka vitað að um helmingur þeirra sem leita
aðstoðar Hjálparstofnunar kirkjunnar og
Rauða krossins eru öryrkjar.
Það getur ekki verið þjóðfélagslega hagkvæmt
að hafa hlutina í þessum farvegi. Ef við
virkjum öryrkja til atvinnuþátttöku, til aukins
félagslífs og auðveldum þeim að ala upp börn
sín á sama hátt og venjulegir foreldrar gera -
gefum börnunum kost á að sækja tónlistar-
skóla og taka þátt í íþrótta- og tómstunda-
starfi þá byggjum við upp ánægðara og