SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 20

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 20
F ramundan hjá LHS: lVlerkjasala í maí og þing í september Við náöum tali af Rúrik Kristjánssyni, skrifstofustjóra Landssamtaka hjarta- sjúklinga, og báðum hann aö segja frá því helsta sem vceri framundan hjá samtökunum. Merkjasala fer fram á okkar vegum 4., 5. og 6. maí nk. og þá ætlum viö aö selja hjartað okkar með þeirri breytingu þó að það verður ársett með árinu 2000 og á að kosta fimm hundruð krónur. Við ætlum að verja ágóöan- um til að koma upp endurhæfingu sem víðast um landið og til tækjakaupa í því sambandi. Merkjasalan er aðaltekjulind félaganna úti á landi því þau fá 25% af andvirði merkjanna til eigin nota og eru það umtalsverðar tekjur fyrir mörg félaganna. Aðalfundur Reykjavíkurfélagsins verður 25. mars í Arsal Hótel Sögu. Þá verða aðildarfélög LHS, tíu talsins (Neistinn er yngri, stofnaður i maí ’95), tíu ára í haust. Við eigum Súlnasal Hótel Sögu frátekinn 16. september nk. og er hugmyndin að dagskrár- efnið verði saga hjartalækninga á íslandi. Reykjavíkurfélagið stendur fyrir vikulegri hjartagöngu, hópurinn hittist við Perluna laust fyrir kl 11 á laugardagsmorgnum og það er lagt af stað stundvíslega 11. Þátttaka hefur oft verið góö og við hvetjum fleiri til aö mæta. Þá hefur verið rætt um aö halda hjartagöng- una í ár á Þingvöllum og munum við hvetja félögin í nágrenni Reykjavikur að mæta á Þingvöllum. Næsta þing LHS verður haldið dagana 22. og 23. september í Rúgbrauösgerðinni. Þetta er 6. þing samtakanna og þingfulltrúar verða um 6o talsins. Þri'r framémenn hjá LHS - Rúrik Kristjánsson nælir gullmerki LHS í barm Ingólfs Viktorssonar. Til vinstri er Sigurður heitinn Helgason. Jólakortasalan gekk vel og skilaði okkur dágóðum tekjum. Næsta tölublað af Velferð kemur út um miðjan apríl og veröur eflaust hið glæsilegasta. Þá er nýkominn út bæklingurinn Eru Ijón í veginum. Hefur hann verið sendur öllum félagsmönnum og til heilsugæslustöðva, sjúkrahúsa og endurhæfingarstöðva. Bæklingurinn þykir mjög góður og hafa margir pantaö viðbótarupplag. Við eigum nóg til eins og stendur og munum prenta viöbótarupplag þegar þess gerist þörf. Ingólfur Viktorsson hætti störfum hjá LHS um síðustu áramót vegna aldurs. Hann var fyrsti formaður samtakanna og hafði veriö starfsmaður þeirra í ein tíu ár. í hans stað var ráðinn Asgeir Þór Arnason, en hann er mjög kunnugur þessum félagsskap og hefur verið í stjórn Reykjavíkurfélagsins um langa hríð. Sigurjón Jóhannsson atvinnulIfsins hf BYKO w

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.