SÍBS blaðið - 01.11.2000, Síða 17

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Síða 17
Ef venjulegt hámarksþolpróf dugir ekki til má bæta við mælingum á súrefnisupptöku, koldíoxíðútskilnaði, öndun og stundum einnig blóðgösum. Súrefnisupptaka er einmitt mælikvarði á þol og í vísindalegum rannsóknum er það nauðsynleg mæling til að sýna fram á árangur af þjálfun. Svona viðamikil þolpróf gefa góða mynd af samspili mismunandi þátta (öndunar, hjartsláttar, blóðþrýstings, súrefnisupptöku og blóðgasa) í viðbrögöum líkamans við álagi. Eins og áður hefur komið fram þarf sérstakan tækjabúnað til þess að gera þessar viðbótarmælingar. Starfsfólkið þarf því sérstaka þjálfun á tækin og eins þarf sérþekkingu til að lesa út úr niöurstöðum prófsins. Einföld þolpróf meta þrek Hámarksþolpróf segja til um þrek og viöbrögö hjarta- og blóðrásarkerfis undir álagi. Flóknari hámarksþolpróf segja til um allt ofangreint auk þess aö mæla þol og sýna samspil öndunar og blóörásar. Þessi flóknari útgáfa af hámarksþolprófi nýtist íyrst og fremst fýrir: - Rannsóknarverkefni þar sem mæla þarf þol, hvort sem um er að ræða heilbrigða einstaklinga eða sjúklinga hvaða sjúkdómi sem þeir eru haldnir. Eina skilyrðið er að þeir sem eru prófaðir geti hjólað eða gengið á göngubretti. - Sjúkdómsgreiningu þegar fólk er haldið mæöi (og úthaldsleysi) af óþekktum orsökum. - Eftirfylgni t.d. með sjúklingum með fíbrósusjúkdóm í lungum eða hjarta- og lungnaþegum. - Mat á sjúklingum fyrir skurðaðgerð t.d. lungnasmækkun eða krabbameinsaðgerð. - Örorkumat (ekki algengt hérlendis). Á Reykjalundi fara allir þeir, sem innskrifast í hjartaendurhæfinguna og langflestir í lungnaendurhæfingunni, í hámarksþolpróf. Velflestir fara í venjuleg hámarksþolpróf en í ákveðnum tilvikum er flóknari gerðin notuð. Eins kemur alltaf ákveðinn hópur af öðrum sviðum s.s. af geðsviði, verkjasviði, miðtaugakerfissviði og gigtarsviði og er þá oft um að ræða fyrri sögu um hjartasjúkdóm. Vísindarannsóknir Fyrir rúmum 13 árum gáfu Landssamtök hjartasjúklinga Reykjalundi tækjabúnað til að gera hámarksþolpróf af flóknari gerðinni og var það fyrsta tækið sinnar tegundar á landinu. Þessi höfðinglega gjöf var upphafið aö þeirri sérhæfingu í þolprófum sem orðið hefur á Reykjalundi. Prófin hafa nýst vel til sjúkdómsgreininga auk þess að vera mikilvæg forsenda ýmissa rannsóknarverkefna sem unnin hafa verið á Reykjalundi þar sem m.a. hefur verið kannað hvaða áhrif endurhæfing hefur á þol sjúklinga með langvinna lungnateppu og áhrif lungnasmækkunar hjá sama sjúklingahópi. Eins hefur verið gerður samanburður á þoli og lungnastarfsemi heilbrigðra og einstaklinga með hiyggikt. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið kynntar á vísindaþingum bæði hérlendis og erlendis. Fleiri rannsóknarverkefni hafa verið gerð og eru i undirbúningi og verður spennandi að fylgjast með þeim málum í framtíðinni. ISLANDSBANKIFBA Olíufélagiðhf www.esso.is Pharmaco Hörgatúni 2, 210 Garðabær Pósthólf 200, 212 Garðabær Sími 565 8111, Telefax 565 6485 ¥

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.