Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016 www.husgagnahollin.is 558 1100 EM-TILBOÐ AFSLÁTTUR 20% EM-TILBOÐ UMBRIA Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða dökkgrátt áklæði. Stærð: 330 × 265 × 78 cm. Aukahlutur á mynd: Hnakkapúði. 335.990 kr. 419.990 kr. Þú finnur nýja EM-tilboðsbæklinginn á www.husgagnahollin.is EM-STÓLLINN FRÁ ADAM Stílhreinn La-Z-Boy hægindastóll. Fáanlegur í leðri og áklæði. Leðurútgáfan fáanleg bæði rafdrifin og án rafmagns. Stærð: B: 82 × D: 98 × H: 104 cm ADAM Í ÁKLÆÐI 97.990 kr. 139.990 kr. ADAM í leðri 132.990 kr. 189.990 kr. ADAM rafdrifinn í leðri 216.990 kr. 309.990 kr. AFSLÁTTUR 30% EM-TILBOÐ Hafðu það smart ... … með smávöru úr Höllinni NÚ ER VEISLA Í HÖLLINNI Deilur Sundlaugarverðir óttuðust að þrír menn hefðu verið að mynda gest laugar- innar „Þarna var kona sem hélt að þeir hefðu verið að elta sig og mynda með Go Pro vél,“ segir Árni Árna- son, tækjavörður í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, en þrír rússneskir karlmenn voru gómaðir með Go- -Pro myndavél í lauginni síðasta mánudag. Samkvæmt gesti laugarinnar sem Fréttatíminn ræddi við, tóku aðr- ir gestir eftir því hvernig Rússarn- ir stóðu hálf kindarlegir við sund- brautina, þar sem ung kona var að synda. Mennirnir fóru meðal annars fyrir hana og urðu einhver örstutt orðaskipti á milli þeirra þar sem konan bað þá um að vera ekki fyrir á brautinni. Gestir tóku svo eftir því að mennirnir voru með myndavél og grunaði þá konuna að þeir hefðu verið að mynda sig. Lét hún þá sund- laugarvörð vita sem brást hratt við. „Við fórum og tókum vélina strax af þeim og þetta uppgötvaðist,“ seg- ir Árni sem bætir við að Rússarn- ir hafi gefið þeim leyfi til þess að skoða myndefnið. „Við hefðum nú annars bara hringt á lögregluna,“ segir Árni sem gaf mönnunum engan afslátt, enda ekki vitað á þessum tímapunkti hvað þeir vildu með vélina í laugina. Í ljós kom að mennirnir höfðu eingöngu verið að mynda hvorn annan í lauginni. Árni segir að það hafi verið litið svo á að aðstoð lögreglu væri ekki þörf. „Það er nú sem betur fer ekki algengt að ferðamenn eða aðrir útlendingar séu að taka með sér myndavél í laugina, en við leyfum stundum ferðamönnum að mynda hvorn annan, svo lengi sem þeir eru ekki að ónáða aðra gesti,“ útskýrir Árni en reglur lauga á landinu eru þó skýrar; þar eru engar myndavél- ar leyfðar. | vg Með Go-Pro vél í Suðurbæjarlaug Mennirnir þrír voru í Suðurbæjarlaug í blíðskaparveðri þegar þeir voru að mynda með Go Pro myndavélinni. Imaminn ósáttur við að vera rekinn út og segir aðstæður sambærilegar við það að ef Bónus tæki yfir kirkju og henti út söfnuðinum Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Við ætlum að opna menningaset- ur, þar sem verður meðal annars boðið upp á nám og frístund fyrir börn,“ segir Karim Askari, fram- kvæmdastjóri Stofnunar múslima sem bar út Menningarsetur múslima í gær. Imam (leiðtogi) Menningarset- ursins, Ahmad Seddeeq, gagnrýnir Karim harkalega, meðal annars fyr- ir að hafa tekið 1,2 milljónir dollara, eða um 155 milljónir króna, í gjöf frá Sádi-Arabíu til uppbyggingar á mosku hér á landi. Karim heldur því þó fram að engar kvaðir hafi fylgt fjárframlagi Sádanna. Mennirnir neita að um trúarleg átök sé að ræða og Ahmed segir mál- ið sambærilegt ef Bónus myndi taka yfir kirkju og reka söfnuðinn út. Það er þó ljóst að Karim er hóf- samari í skoðunum þegar kemur að íslam. Hann gagnrýndi sjónar- mið imamsins sem birtust meðal annars í viðtali Spegilsins á RÚV árið 2013 þar sem Ahmad sagði að samkynhneigð ýtti und ir barn srán og man sal. Þessi hugmyndafræðilegi ágrein- ingur virðist meðal annars undir- liggjandi í skoðunum þeirra þegar kemur að áherslum á hverskyns starfsemi á að vera í húsinu. Ahmed lætur að því liggja að Karim notfæri sér aðstoð Sádi-Araba undir því yfir- skini að hann ætli að styrkja samfé- lag múslima, en að hann hafi lítinn áhuga á að styðja slíka við upp- byggingu. Félagið sem Karim fer fyrir er ekki trúarlegt félag, held- ur einhverskonar regnhlífasamtök. Félagið safnaði tveimur milljónum dollara árið 2012 fyrir kaupum á Ýmishúsinu. Þar af voru stór fram- lög frá Sádi-arabískum einstakling- um, að sögn imamsins. Karim sjálfur segir aftur á móti í samtali við Fréttatímann að stefn- an sé sett á frístundaheimili í hús- inu, jafnvel vísi að grunnskóla, og svo verði einnig aðstaða til þess að biðja í húsinu. Þannig sýni félagið samfélagslega ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu samfélags múslima hér á landi. Ahmed segist nú bíða eftir niður- stöðu Hæstaréttar Íslands í út- burðarmálinu, en hann er bjart- sýnn á að úrskurðinum verði snúið við þar. En það er ljóst að hann og hans fylgismenn eru reiðir. „Við höfum verði svikin og svo rekin út. Það er alveg ljóst að Karim leikur tveimur skjöldum í þessu máli,“ segir imaminn ómyrkur í máli. Moska verður menningarsetur Mikil átök voru við Ýmishúsið á miðvikudaginn þegar lögreglan bar út Menningarsetur múslima. Þarna má sjá mann ráðst á Karim með steypustyrktarjárni. Í anddyri hússins stendur imaminn, Ahmad Seddeq. Mynd | Hari Maðurinn var handtekinn eftir árásina, en hann er ekki skráður félagi í Menningarsetri múslima, að sögn imamsins. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.