Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 68
… heimili og hönnun 16 | amk… FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Grænar inniplöntur og hvers kyns hengiplöntur hafa átt miklum vinsældum að Fagna undanfarin misseri. Það er mikil prýði að fallegum og vel hirtum plöntum, þær gefa hvaða rými sem er svolítinn lit, líf og hlýju. Að koma plöntunum fyrir í fallegum pottum er svo það sem setur punktinn yfir i-ið og er úrvalið af blóma- pottum orðið virkilega skemmtilegt og fjöl- breytt. Lífgaðu upp á rýmið með fallegum blómapottum Koparpotta er hægt að fá í alls konar stæ rðum og gerðum. Þe ir eru fallegir og njót a sín vel með græn a litnum. Plöntustandur frá Ferm Livin g gerir plöntuna nánast að falle gu húsgagni. Hægt er að fá ílát undir hengiplöntur í mörgum skemmtilegum útgáfum. Hvítir pottar eru alltaf klassíski r og sóma sér v el í hvaða rými sem er. Oft eru það litlu hlutirnir sem mestu máli skipta þegar verið er að gera fínt í kringum sig – hlutir eins og blóm, kertastjakar, vasar og krúsir, bækur og aðrir smá- munir. Þó að ekki sé endilega um stóra hluti að ræða getur það samt verið þó nokkur kúnst að raða inn í rými þannig að útkoman sé smekkleg og gleðji augað. Þessa hluti er gott að hafa í huga áður en þú hefst handa við uppröðun. 1. Hlutir úr sömu línu, frá sama hönnuði eða vörumerki þurfa ekki að vera paraðir saman. Sama hvort um er að ræða samstæða kertastjaka eða blómavasa. Það getur verið fallegt að dreifa hlutunum frekar um rýmið og para þá með öðrum ólíkum hlutum. 2. Ekki setja tvo, fjóra eða sex hluti saman. Reyndu frekar að raða hlutum saman þannig að þeir séu í oddatölu, það kemur oft betur út. 3. Hlutir sem þú raðar saman þurfa ekki að vera af sömu hæð. Blómavasi, kertastjaki og stytta geta vel sómt sér saman í „hópi“. 4. Veldu lifandi plöntur fram yfir gerviblóm, þær glæða rýmið lífi. 5. Mundu að minna er oft á tíðum meira og ekki endilega fallegt að fylla rýmið af alls konar smádóti. Þegar raðað er inn í rými Körfur af ýmsum stærð-um og gerðum eru eitt vinsælasta stofustássið í dag. Þetta er klárlega tískubylgja sem taka skal fagnandi enda hægt að geyma ýmislegt í körfunum sem annars væri að þvælast fyrir á öðrum stöðum. Körfurnar eru til í ýmsum útfærslum. Bastkörfur eru sérlega vinsælar, en körfur úr járni fást líka í ýmsum hönnunarbúðum. Vinsælt er að geyma teppi og púða í körf- unum, jafnvel bækur og blöð. Það er um að gera að nota hugmynda- flugið þegar kemur að körfunum og nýta geymsluplássið sem myndast með þeim á skemmtilegan hátt. Körfurnar fara auðvitað ekki bara vel í stofunni heldur í öllum herbergjum heimilisins. Tilval- ið er að nota körfur undir hrein handklæði á baðherberginu og óhreinan þvott. Og undir rúmfötin í svefnherberginu. Körfur hér, körfur þar, körfur alls staðar Eitt vinsælasta stofustássið í dag eru körfur af öllum stærðum og gerðum Teppi og púðar Körfur fylltar með púðum og teppum eru mjög vinsæl uppstilling á nútímaheimilum. Rúmfötin Sniðugt er að geyma rúmfötin í körfu í svefnherberginu. Kósí Járnkörfur geta sett skemmtilegan svip á heimilið, fullar af púðum og teppum. Baðherbergið Einstaklega smekkleg upp- setning á körfum undir hrein handklæði og óhreinan þvott. Stofan Það er ekki nauðsynlegt að fylla körfurnar af dóti, sérstaklega ekki ef þær eru fallegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.