Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016 Vera Illugadóttir vera@frettatiminn.is Svallveislur þar sem vongóðum ungstirnum er byrlað eiturlyf og þau þvinguð til að þóknast fullorðn- um körlum. Vinalegir umboðsmenn sem reynast úlfar í sauðargæru. Fyr- irsagnir um skipulagða starfsemi barnaníðinga í Hollywood vöktu athygli á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af slíku – en það hefur þó aldrei farið hátt. Ný heimildarmynd um barna- níð í kvikmyndabransanum vestan- hafs hefur átt erfitt uppdráttar. Það var bandaríski leikarinn Elijah Wood, flestum kunnur úr Hringadróttinssögu og ótal fleiri stórmyndum, sem vakti máls á því í viðtali við Lundúnablaðið Sunday Times á dögunum að í Hollywood hefðu lengi verið starfandi skipulagðir hringir barnaníðinga. Þeir stunduðu það að níðast á ung- um drengjum og stúlkum sem væru að reyna fyrir sér í kvikmynda- og sjónvarpsbransanum. Wood bar þetta saman við hin ótalmörgu misnotkunarmál sem hafa komið upp í Bretlandi á síðustu árum í tengslum við sjónvarpsmann- inn Jimmy Saville, breska skemmt- anabransann og stjórnmál. Sjálfur var Wood barnastjarna og fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd aðeins átta ára gamall. Hann segir í við- talinu við Sunday Times að hon- um hafi þó tekist að forðast þessa undirheima draumaverksmiðjunn- ar, þökk sé árvekni móður sinnar. Leyndarmálið sem allir vita? „Ég fór aldrei í partí þar sem eitt- hvað svona var í gangi,“ sagði Wood. „Það eru svo margar freistingar í þessum furðulega bransa. Ef maður hefur ekki sterkan grunn, helst frá fjölskyldu sinni, getur reynst erfitt að takast á við þær.“ Dró ummælin til baka Rannsókn bresku lögreglunnar á Jimmy Savile og tengdum málum snúa flestar að glæpum sem talið er að hafi verið framdir fyrir mörg- um árum og áratugum. En Wood sagðist í viðtalinu ekki efast um að í Hollywood væri enn verið að níðast á börnum í dag. „Þetta er örugglega enn að gerast,“ sagði hann. „Ef þú ert saklaus og hefur litla þekkingu á heiminum, en vilt komast áfram – þá sjá þessir níðingar þig sem auðvelt fórnarlamb.“ Ummæli Woods vöktu mikla athygli og urðu tilefni fjölda frétta um allan heim. Degi síðar fann Wood sig þó knúinn til að gefa frá sér yfir- lýsingu þar sem hann kallaði þann fréttaflutning „ósannan og villandi“. Hann hefði sjálf- ur enga persónulega reynslu eða þekkingu af skipulögðum barnaníðhringjum umfram þar sem fram kom í heim- ildarmynd sem hann hefði ný- lega séð. Stutt spjall hans við blaðamann Sunday Times um myndina hefði aldrei átt að verða miðpunktur viðtalsins. Mynd stórleikstjóra fór lágt Heimildarmyndin sem Wood sá var að öllum líkindum An Open Secret, sem út kom í fyrra. Leikstjórinn, Amy Berg, er þekktust fyrir heim- ildarmyndina Deliver Us From Evil. Sú fjallar um glæpi kaþólsks prests frá Írlandi, Oliver O’Grady, sem misnotaði tugi barna í norðanverðri Kaliforníu frá ofanverðum áttunda áratuginum og fram til þess tíunda. Myndin var sýnd um heim allan og hlaut ótal verðlauna og mikið lof, var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heim- ildarmyndin 2006. Öllu minna hef- ur farið fyrir An Open Secret. Hún hefur ekki verið sýnd víða, hvorki í kvikmyndahúsum né í sjónvarpi, og var hafnað af mörgum kvik- myndahátíðum. Náttfatapartí og klúrir brandarar An Open Secret segir sögur fimm ungra manna sem byrjuðu að leika í kvikmyndum, sjónvarpsþátt- um og auglýsingum á barnsaldri og lentu þannig í klónum á níðingum. Meðal annars er rætt við fórn- arlömb Martins nokkurs Weiss, sem um árabil var stórtækur um- boðsmaður og sérhæfði sig í barn- ungum leikurum og söngvur- um, sér í lagi piltum. Hann þótti áhrifaríkur umboðsmaður, skjól- stæðingar hans fengu iðulega mik- ið að gera. Hann varð líka oftar en ekki náinn vinur drengjanna sinna og foreldra þeirra, leyfði þeim að gista þegar þeir þurftu að mæta í áheyrnarprufur snemma morguns og hélt tíð náttfátapartí- og grímu- böll á heimili sínu. Hann stundaði það líka að segja strákunum klúra brandara og kyn- lífssögur – og fara með þá í bíltúra þar sem hann beraði sig og leitaði á þá. Weiss var árið 2012 dæmdur fyrir að hafa brotið gegn ungum skjólstæðingi sínum, leikaranum Evan Henzi. Í An Open Secret er rætt við Henzi, sem er 22 ára í dag. Hann segir að Weiss hafi, á fimm ára tímabili, misnotað sig þrjátíu til fjörutíu sinnum. Fyrst þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. Þrátt fyrir að hafa hlotið dóm sat Weiss aðeins í tæpt hálft ár í fangelsi. Táningasvallpartí hjá DEN Annað fyrirbæri sem tekið er fyrir í kvikmyndinni er fyrirtækið Digi- tal Entertainment Network eða DEN. Það var stofnað árið 1999, þegar fyrsta „dott kom-bólan“ stóð sem hæst, með það að mark- miði að framleiða stutta þætti og myndbönd fyrir unglinga og dreifa á netinu. Það var byltingarkennd hugmynd á þessum tíma, löngu fyr- ir daga YouTube, og forsvarsmönn- um DEN tókst fljótt að safna tug- milljónum dollara frá fjárfestum. Í myndinni er rætt við nokkra unga menn sem léku í slíkum internetþáttum um aldamótin síð- ustu eða voru á annan hátt viðriðn- ir DEN. Þeir lýsa villtum veisl- um í glæsivillu forstjórans, Marc Collins-Rectors, þar sem áfengið draup af hverju strái og nóg var um hverskyns fíkniefni og læknadóp – líka fyrir yngstu gestina. Collins-Rector var um fertugt um þessar mundir. Hann bjó í villunni ásamt kærasta sínum og meðstofn- anda DEN, Chad Shackley, sem var um fimmtán árum yngri. Shackley og Collins-Rector kynntust að Marc Collins-Rector er á lista bandarísku alríkislög- reglunnar yfir kynferðisaf- brotamenn. Collins-Rector varð milljónamæringur í netbólunni en býr nú snauður og sjúkur í Antwerpen. Leikstjóri An Open Secret, Amy Berg, ásamt viðmæl- andanum Evan Henzi. Frá blautu barnsbeini dreymdi Evan um frama sem söngv- ari, en honum var ítrekað nauðgað af umboðsmanni sínum, fyrst þegar hann var ellefu ára gamall. Mektarmenn í Hollywood sagðir níðast á barnastjörnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.