Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 61
…heimili og hönnun kynning 9 | amk… FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Unnið í samstarfi við Álnavörubúðina Þegar farið er um Suður-landið er algjörlega ómis-sandi hluti af ferðalaginu að kíkja í Álnavörubúðina í Hveragerði. „Það er alltaf heitt kaffi á könnunni, andrúmsloft- ið er létt og gott og við leggjum mikið upp úr ríkri þjónustulund starfsmanna,“ segir Dóróthea H. Gunnarsdóttir, eigandi Álnavöru- búðarinnar. „Við erum aðeins í 30 mínútna akstursfjarlægð úr borginni – að koma til okkar er bara skemmti- legur bíltúr sem enginn verð- ur svikinn af,“ segir Vera Dögg Höskuldsdóttir, verslunarstjóri Álnavörubúðarinnar. Álnavörubúðin er orðin rúmlega 25 ára gömul en fékk nýja eigend- ur árið 2007 og yfirhalningu um leið. „Þetta er 500 fermetra búð full af öllum mögulegum vörum, nýjum, flottum og fyrir allan aldur hvort heldur sem um er að ræða tvítuga skvísu eða 70 ára gamla hefðarfrú. Við viljum endilega að fólk átti sig á að því að þetta eru ekki gamlir lagerar heldur allt það nýjasta sem er í gangi hverju sinni. Við erum bara að bjóða þetta ódýrara en flestir aðrir,“ segir Dóróthea og bætir við hlæj- andi að hún vilji ekki alhæfa neitt, því það sé bannað. Þegar talið berst að vöruúr- valinu má ljóst vera að af nógu er taka fyrir alla, á öllum aldri. Byrjum á börnunum: „Í barna- deildinni er útivistarfatnaður frá North Rock og Didriksons, íþróttafatnaður frá Hummel, mik- ið skóúrval og sundfatnaður frá Speedo og Arena. Það er svo smá dótahilla sem er voða vinsæl hjá krökkunum, þar er hægt að finna ýmislegt smádót sem er sniðugt í bústaðinn. Krakkar, sem eru stillt- ir og prúðir við foreldra sína eða forráðamenn, fá yfirleitt gefins Aladdin-límmiða og það finnst þeim mikið sport,“ segir Vera Dögg. Fyrir þá sem vantar skó: „Við erum með mjög breitt úrval af skóm fyrir allan aldur. Það ættu allir að geta fundið sér skó við hæfi á frábæru verði. Ég myndi segja að skóúrvalið væri okkar helsta aðdráttarafl,“ segir Vera. Meðal skómerkjanna sem boð- ið er upp í Álnavörubúðinni eru Skechers-skórnir vinsælu sem virðast ætla að vera aðalskórn- ir í sumar fyrir börn, dömur og herra, að sögn Veru Daggar. „Við erum meðal annars með Sixmix leðurskóna sem flestallar konur eiga að minnsta kosti eitt par af, ítölsku leðurskóna IMAC fyr- ir dömur og herra, Vagabond-, Marco Tozzi- og Duffy-skó fyrir dömur, Bullboxer herraskó, Vik- ing stígvél, túttur og stígvélaskó og Kangaroos strigaskó fyr- ir börn, dömur og herra,“ segir Vera Dögg. Úrvalið af fatnaði er líka mikið: „Í dömudeildinni er mikið af fal- legum fötum fyrir konur á öllum aldri í stærðum 34-54, vörur frá Danmörku, London og París. Í herra- deildinni er mik- ið úrval af fatn- aði í stærðum S-5XL. Við erum líka með flotta útivistar- deild sem samanstendur aðallega af vörum frá íslenska vöru- merkinu North Rock sem stendur fyrir fallegan og vandað- an útivistarfatnað á mjög góðu verði sem er vel samkeppnishæft við vörur á sama markaði. Auk þess erum við með íþróttafatn- að fyrir fullorðna frá North Rock, Hummel og Endurance og sund- föt á alla frá Speedo og Arena,“ segir Vera Dögg. Og fyrir þá sem hafa áhuga á vefnaði og lopa: „Við erum með marga kílómetra af vefnaðarvöru. Við fáum nýjar efnasendingar oft á ári en erum einnig með rosalega mikið af eldri efnum, sem eru þá á 20 ára gömlum verðum,“ segir Vera Dögg og hlær. Jafnframt sel- ur Álnavörubúðin lopa frá Ístex og alla nauðsynlega fylgihluti fyrir prjónaskap. Og ekki vantar fylgihlutina í Álnavörubúðina: „Við erum með mikið af alls kyns fylgihlutum eins og til dæmis hatta, seðlaveski, töskur, klúta, tóbaksklúta, belti og axlabönd frá Leðurverkstæði Reykjavíkur,“ segir Vera Dögg. Og fyrir þá sem ætla að taka þátt í Color Run hlaupinu 11. júní þá eru til margir litir af tjullpilsum, svitaböndum og legghlífum, að sögn Veru Daggar. Álnavörubúðin er opin frá 10-18 mánudaga til laugardaga og 12-18 á sunnudögum. Álnavörubúðin: Allt það nýjasta á frábæru verði Facebook „Við erum með mjög virka Facebook-síðu, Facebook.com/ alnavorubudin. Það eru myndir af nær öllum vörum þar inni sem hægt er að panta og fá sent með póstinum. Við erum dugleg við að uppfæra síðuna með myndum og alls konar tilboðum sem eru alltaf hjá okkur,“ segir Vera Dögg. Facebook-síða Álnavörubúðarinnar Við búðarborðið Dóróthea H. Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, Sigþrúður Sæmundsdóttir og Sædís Kr. Gígja. Við erum aðeins í 30 mínútna akstursfjarlæg ð úr borginni – að koma til okkar er ba ra skemmtilegur bíltúr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.