Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 44
Allir blekaðir um helgina
Tattúráðstefna verð-
ur haldin í ellefta
skipti um helgina,
þar sem húðflúrlista-
menn frá öllum lönd-
um koma til lands-
ins til að skreyta
landsmenn. Langar
þig að þekja bakið á
þér með tígrisdýri eða fá andlitið
á mömmu þinni á handlegginn?
Tattoo Convention er staðurinn
fyrir þig.
Hvenær? Hátíðin opnar í dag
klukkan 14 og stendur fram á
sunnudagskvöld.
Hvar? Í Gamla bíói.
Hvað kostar? Helgarpassi kostar
2000 krónur og dagpassi 900
krónur.
Ókeypis sviðslistir:
Ferðast milli
sjávarmála
Sviðslistahátíðin MÓTÍF verður
haldin í annað sinn um helgina.
Þar munu nemendur í sviðslist-
um, jafnt íslenskir sem frá Norð-
urlöndunum, sýna verk eftir sig
í Skugga og Tunglinu, utan eins
verks sem mun ferðast milli sjávar-
mála í Reykjavík. Verkin sem sýnd
verða eru sex talsins og verður að-
gangur ókeypis á þau öll.
Hvar? Hörpu.
Hvenær? 3-5. júní.
GOTT
UM
HELGINA
Kabarettstemning og rauðvínsdreitill
Sviðið er opið og píanóleikarinn er klár á Kabarett-
kvöldi í Garðskálanum.
Nú er tækifærið til að láta ljós sitt skína – Söngvurum
er velkomið að taka með sér nótur og stíga á sviðið,
eða bara njóta tónlistarinnar með rauðvínsglas í
hendi.
Hvar? Garðskálanum í Gerðarsafni.
Hvenær? Í kvöld klukkan 21.
Takturinn teygir sig
frá miðbænum út á
Reykjanes
Raftónlistarhátíðin TaktFakt verður haldin í fyrsta sinn um helgina. Hátíð-
in stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags. Fimmtudeginum var varið
á Kex Hostel, í kvöld verður hátíðin á Tívolí í Hafnarstræti og á laugar-
deginum verður hápunkti hátíðarinnar náð á tónleikum við Kleifarvatn.
Þar munu koma fram tónlistarmenn á borð við GusGus, Áskel og Hidden
People.
Á sunnudeginum verður hátíðin svo aftur miðsvæðis, á Paloma þar sem
DJ Yamaho, Oculus og fleiri loka hátíðinni með glæsibrag. Það stefnir því í
einstakan viðburð fyrir unnendur taktfastrar tónlistar og náttúrufegurð-
ar.
Hvar? Kex Hostel, Tívolí Bar, Paloma og við Kleifarvatn.
Hvenær? 2-5.júní.
Skötuveislan vonast
eftir blíðviðri
Í síðustu viku kom fram að
svokölluð skötuveisla, mót hjóla-
brettakrakka, ætti að fara fram á
Ingólfstorgi. Mótinu var hins vegar
frestað um viku vegna veðurs, en á
að fara fram í dag í staðinn.
Hvar? Ingólfstorgi.
Hvenær? Í dag frá klukkan 14.
Fyrir hverja? Alla krakka á
aldrinum 12-16 ára.
Skráning á skotuveislan.is.
Gerum tímavörpuna
aftur!
Dragið fram leðursvipurnar og
troðið ykkur í korselettin. Hin
epíska költmynd The Rocky
Horror Picture Show verður
sýnd í Bíó Paradís í dag á sér-
stakri áhorfendasýningu. Fólk
er hvatt til að mæta í búningum
og er úr nógu að velja: Settlegur
kjóll í anda Janet eða sæt klæð-
skiptingsmúndering í anda Dr.
Frank-N-Furter?
Hvar? Bíó Paradís.
Hvenær? Í kvöld klukkan 20.
Dauðastjörnur
metalsins
Dauðarokkhljómsveitin Zhrine
er skipuð meðlimum úr hljóm-
sveitinni Gone Postal, en nokk-
uð er síðan þeir skiptu um nafn
vegna breyttrar tónlistarstefnu
sveitarinnar.
Hljómsveitin hefur fengið væg-
ast sagt frábæra dóma fyrir sína
fyrstu plötu sem ber nafnið
Unortheta, en útgáfu hennar
verður fagnað á Gauknum í dag
með veglegum útgáfutónleik-
um. Hljómsveitirnar Auðn og
Severed munu hita upp.
Hvar? Gauknum.
Hvenær? Í kvöld klukkan 21.
Hvað kostar? 2000 krónur.
Óperudagar:
Söngur undir göngu
Hvern hefur ekki dreymt um að fara í
göngutúr í fallegu umhverfi og láta syngja
sig í gegnum dýrðina. Skiljið heyrnartólin
eftir heima því þessi draumur getur orðið
að veruleika á laugar-
daginn. Svokölluð
Óperuganga fer fram
í hjarta Kópavogs og
mega áhorfendur búast við alls kyns
óperulegum uppákomum á leiðinni.
Það er ókeypis í gönguna en hún
hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni.
Í kjölfar göngunnar verður svið
garðskálans opið öllum sem vilja
troða upp og flytja kabarett tónlist.
Þá geta gestir haldið áfram að njóta
ljúfra tóna.
Hvar? Garðskálinn í Gerðarsafni.
Hvenær? 3. júní klukkan 18, 4. og 5.
júní klukkan 15.30.
Nánar um dagskrá Óperudaga á operudagar.is
44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum