Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 44
Allir blekaðir um helgina Tattúráðstefna verð- ur haldin í ellefta skipti um helgina, þar sem húðflúrlista- menn frá öllum lönd- um koma til lands- ins til að skreyta landsmenn. Langar þig að þekja bakið á þér með tígrisdýri eða fá andlitið á mömmu þinni á handlegginn? Tattoo Convention er staðurinn fyrir þig. Hvenær? Hátíðin opnar í dag klukkan 14 og stendur fram á sunnudagskvöld. Hvar? Í Gamla bíói. Hvað kostar? Helgarpassi kostar 2000 krónur og dagpassi 900 krónur. Ókeypis sviðslistir: Ferðast milli sjávarmála Sviðslistahátíðin MÓTÍF verður haldin í annað sinn um helgina. Þar munu nemendur í sviðslist- um, jafnt íslenskir sem frá Norð- urlöndunum, sýna verk eftir sig í Skugga og Tunglinu, utan eins verks sem mun ferðast milli sjávar- mála í Reykjavík. Verkin sem sýnd verða eru sex talsins og verður að- gangur ókeypis á þau öll. Hvar? Hörpu. Hvenær? 3-5. júní. GOTT UM HELGINA Kabarettstemning og rauðvínsdreitill Sviðið er opið og píanóleikarinn er klár á Kabarett- kvöldi í Garðskálanum. Nú er tækifærið til að láta ljós sitt skína – Söngvurum er velkomið að taka með sér nótur og stíga á sviðið, eða bara njóta tónlistarinnar með rauðvínsglas í hendi. Hvar? Garðskálanum í Gerðarsafni. Hvenær? Í kvöld klukkan 21. Takturinn teygir sig frá miðbænum út á Reykjanes Raftónlistarhátíðin TaktFakt verður haldin í fyrsta sinn um helgina. Hátíð- in stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags. Fimmtudeginum var varið á Kex Hostel, í kvöld verður hátíðin á Tívolí í Hafnarstræti og á laugar- deginum verður hápunkti hátíðarinnar náð á tónleikum við Kleifarvatn. Þar munu koma fram tónlistarmenn á borð við GusGus, Áskel og Hidden People. Á sunnudeginum verður hátíðin svo aftur miðsvæðis, á Paloma þar sem DJ Yamaho, Oculus og fleiri loka hátíðinni með glæsibrag. Það stefnir því í einstakan viðburð fyrir unnendur taktfastrar tónlistar og náttúrufegurð- ar. Hvar? Kex Hostel, Tívolí Bar, Paloma og við Kleifarvatn. Hvenær? 2-5.júní. Skötuveislan vonast eftir blíðviðri Í síðustu viku kom fram að svokölluð skötuveisla, mót hjóla- brettakrakka, ætti að fara fram á Ingólfstorgi. Mótinu var hins vegar frestað um viku vegna veðurs, en á að fara fram í dag í staðinn. Hvar? Ingólfstorgi. Hvenær? Í dag frá klukkan 14. Fyrir hverja? Alla krakka á aldrinum 12-16 ára. Skráning á skotuveislan.is. Gerum tímavörpuna aftur! Dragið fram leðursvipurnar og troðið ykkur í korselettin. Hin epíska költmynd The Rocky Horror Picture Show verður sýnd í Bíó Paradís í dag á sér- stakri áhorfendasýningu. Fólk er hvatt til að mæta í búningum og er úr nógu að velja: Settlegur kjóll í anda Janet eða sæt klæð- skiptingsmúndering í anda Dr. Frank-N-Furter? Hvar? Bíó Paradís. Hvenær? Í kvöld klukkan 20. Dauðastjörnur metalsins Dauðarokkhljómsveitin Zhrine er skipuð meðlimum úr hljóm- sveitinni Gone Postal, en nokk- uð er síðan þeir skiptu um nafn vegna breyttrar tónlistarstefnu sveitarinnar. Hljómsveitin hefur fengið væg- ast sagt frábæra dóma fyrir sína fyrstu plötu sem ber nafnið Unortheta, en útgáfu hennar verður fagnað á Gauknum í dag með veglegum útgáfutónleik- um. Hljómsveitirnar Auðn og Severed munu hita upp. Hvar? Gauknum. Hvenær? Í kvöld klukkan 21. Hvað kostar? 2000 krónur. Óperudagar: Söngur undir göngu Hvern hefur ekki dreymt um að fara í göngutúr í fallegu umhverfi og láta syngja sig í gegnum dýrðina. Skiljið heyrnartólin eftir heima því þessi draumur getur orðið að veruleika á laugar- daginn. Svokölluð Óperuganga fer fram í hjarta Kópavogs og mega áhorfendur búast við alls kyns óperulegum uppákomum á leiðinni. Það er ókeypis í gönguna en hún hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni. Í kjölfar göngunnar verður svið garðskálans opið öllum sem vilja troða upp og flytja kabarett tónlist. Þá geta gestir haldið áfram að njóta ljúfra tóna. Hvar? Garðskálinn í Gerðarsafni. Hvenær? 3. júní klukkan 18, 4. og 5. júní klukkan 15.30. Nánar um dagskrá Óperudaga á operudagar.is 44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.