Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 50
Mannamál
LÍN frumvarpið
Margir hafa enn ekki áttað sig á þeim breytingum sem felast
í nýju frumvarpi um námslán og námsstyrki. Fréttatíminn
hefur tekið saman tíu veigamestu breytingarnar á núverandi
fyrirkomulagi og fært yfir á mannamál.
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Ég ákvað að búa Rúllu-smjörið til því ég hata að smyrja,“ segir Jón Aðalsteinn um uppfinn-ingu sína, Rúllusmjörið, sem er smjör í svita-
lyktareyðisumbúðum.
Jón Aðalsteinn var staddur á
Vísindasafninu í Barcelona með
fjölskyldu sinni þegar Fréttatíminn
náði tali af honum, en uppfinn-
ingin var seld á
nýsköpunarmark-
aði Barnaskóla
Hjallastefnunn-
ar síðustu helgi,
þar sem krakkar
í átta ára bekk
seldu uppfinn-
ingar sínar til
styrktar góðu
málefni. Upp-
finningarnar
þróuðu krakk-
arnir á nýsköp-
unarnámskeiði á
vegum Innoent
og kenndi ýmissa
grasa á markaðn-
um: „Sumir gerðu
skopparabolta,
aðrir súkkulaði
og enn aðrir
slím,“ segir Jón Aðalsteinn. „Svo
gerðu Þorsteinn, besti vinur minn,
og Illugi, frændi minn, teygjubys-
su sem var geðveikt flott.“
Rúllusmjörið þróaðist hins vegar
úr sameiginlegri óbeit krakkanna
í bekk Jóns á að smyrja brauð
með hnífi. Þá kom upp hugmynd
um smjör í tann-
kremstúpu, en Jón
þróaði þá hugmynd
út í Rúllusmjörið.
„Við pöntuð-
um tóma svita-
lyktareyðisstauta frá
útlöndum og settum
70% olíu á móti 30%
smjöri í þá.“ Sextán
eintök voru framleidd af
Rúllusmjörinu
og kostaði hvert
eintak 500 krón-
ur. Rúllusmjörið
varð fljótt uppselt
á markaðnum og
var Magga Pála,
stofnadi Hjalla-
stefnunnar, meðal
kaupenda. Jón
á sjálfur eintak
heima, en tók það
þó ekki með í frí-
ið til Barcelona,
enda segist hann
ekki borða mikið
brauð með smjöri
þar ytra. Foreldrar Jóns
Aðalsteins eru hönnuðir, en Jón
segir þeirra hönnun ólíka hans
eigin.
Allur ágóði af sölu uppfinning-
anna rennur til styrktar Malaika,
heimili og skóla fyrir munaðar-
lausar stúlkur í Tansaníu.
Uppfinning átta ára barna
Rúllaðu smjörinu
á brauðið
Jón Aðalsteinn með Rúllusmjörið góða.
Krakkarnir með uppfinningarnar.
Arnar Guðjónsson, tónlistarmaður og upptökustjóri, er með hljóð-
stúdíó úti á Granda, í húsnæði sem hann deilir með um tuttugu
manns, meðal annars tónlistarfólki á borð við Ólaf Arnalds og
hljómsveitina Sigur Rós. „Þetta er einskonar samfélag upptöku-
stjóra og pródúsenta. Í upptökubransanum vilja menn oft einangr-
ast í stúdíóinu, svo það er gott að geta hitt annað fólk í kaffistof-
unni og spjallað,“ segir Arnar.
Fyrir mánuði byrjaði upptökuferli nýrrar plötu hljómsveitarinn-
ar Skálmaldar í stúdíói Arnars og nú vinnur hann hörðum hönd-
um að hljóðblöndun plötunnar.
Vinna Arnars er fjölbreytt en hann vinnur að mestu sem upp-
tökustjóri hljómsveita á borð við Kaleo og Quarashi, auk þess sem
hann gerir tónlist fyrir auglýsingar og kvikmyndir: „Svo þegar ég
hef tíma aflögu vinn ég í minni eigin tónlist.“ | sgþ
Vinnustofan Menn
einangrast oft í stúdíóinu
1. Verðtryggðir vextir af lánum nærri þrefaldast.
2. Tekjutenging er afnumin. Með því borgar leikskólakennari sömu afborg-
un og mánuði og lögmaður.
3. Lánið safnar vöxtum strax og það er greitt út til námsmanns en ekki
þegar hann lýkur námi eins og áður var.
4. Afborganir hefjast einu ári eftir námslok en ekki tveimur eins og nú er.
5. Doktorsnám er ekki lengur lánshæft nema að hluta. Þó er lánað fyrir
fyrir 420 ECTS einingum óháð námsferli.
6. Ekki er útlit fyrir að MBA og MPA nám verði lengur lánshæf.
7. Lán fyrir skólagjöldum eru greidd út eftir að námsárangur liggur fyrir en
ekki áður, sem hefur í för með sér að margir þurfa að taka háan yfirdrátt í
byrjun annar til að eiga fyrir skólagjöldum.
8. Námsmaður hefur 40 ár til að borga námslánið en námslán skulu alltaf
vera greidd þegar lántaki hefur náð 67 ára aldri.
9. Hámarksfjöldi ára til að fá greidd námslán er sjö ár í stað átta, eins og
fyrirkomulagið er í dag.
10. Hámarksfjárhæð til námsláns er 15
milljónir en áður var hámarksfjárhæð-
in ótakmörkuð. Hins vegar er greidd-
ur námsstyrkur (65 þúsund krónur á
mánuði) að hámarki þrjár milljónir en
styrkirnir eru nýjung í lögunum.
11. Allir sem stunda lánshæft nám
eiga rétt á fjárstyrk upp á 65 þúsund
krónur á mánuði
Uppfinningar
krakkanna í átta ára
bekk Hjallastefnu:
Táfýlubani úr silíkoni sem
þú setur í skóinn
Skopparabolti sem lýsir
í myrkri og virkar kannski
á sunnudaginn eða í næstu
viku, að sögn uppfinningar-
mannanna
Teygjubyssur
Innkaupapokar, treflar og
fleira úr endurunnum fötum
Stjörnumerkjalyklakippur
Nammisprey sem gerir
vondan mat góðan
50 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016