Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 18
dæmapoti og samkrulli við gamla íhaldsdrauga samfélagsins. Með flóknum vef málamiðlana við þá á bak við tjöldin hefði Verkamanna- flokkurinn á endanum einbeitt sér of mikið að valdabrölti sem á end- anum leiddi til spillingarmálanna miklu. Lula var sjálfur gamall verka- lýðsleiðtogi og byggði flokkinn upp með vinstrimönnum úr ýmsum átt- um, til dæmis verkalýðshreyfingum, gömlum marxistum, fræðimönnum, róttækum prestum og ýmsum um- bótahreyfingum. Flokkurinn náði í hugmyndafræði sinni aldrei að þróa sig í átt frá gömlum sósíalistahug- myndum kalda stríðsins. Í stað þess gekk hugmyndafræðin í alltof rík- um mæli í að leggja nokkuð einfeldn- ingslega ofuráherslu á tvær fylkingar landsins, ríka og fátæka. Sem hamr- að var á í orði, en ekki alltaf á borði. Þegar nóg var til af peningum var auðvelt að sefa allar fylkingar sam- félagsins. Hrávörubólan springur Á síðustu árum hefur kreppa mynd- ast í ríkjum sem treysta á hrávöru- markaði því verð hefur lækkað um- talsvert, sér í lagi í kjölfar þess að hægja fór á Kína. Þegar verðið lækk- aði var hulunni svipt af lélegum vinnubrögðum margra ríkisstjórna í Suður-Ameríku. Ástandið er auð- vitað allra verst í Venesúela þar sem lágt olíuverð þýðir einfaldlega gjald- þrot landsins eftir að Chávez-stjórn- in eyddi um of og eyðilagði hagkerf- ið. En þegar veskið fór að tæmast í Brasilíu kom í ljós að efnahagsmálin voru í miklum ólestri vegna mikill- ar eyðslu í skammtímaverkefni og popúlískar aðgerðir. Of litlu var var- ið í uppbyggingu varanlegra innviða sem bæta bæði líf og hagkerfi Bras- ilíumanna til langs tíma. Efnahags- lífið var ekki gert nægilega fjölbreytt og þróað til að koma í veg þessar endalausu hrávörusveiflur. Brasilía skrapp saman um 3,8% árið 2015, sem er það versta síðan 1981. Mótmæli vegna strætómiða Vaxandi efnahagsvandræði leiddu til gremju á meðal Brasilíumanna. Fyrsta bylgja mótmæla var í júní 2013 þegar álfukeppnin í fótbolta fór fram í landinu, en mótið var eins- konar upphitun fyrir heimsmeist- aramótið í fótbolta sem fór fram árið eftir. Mótmælin hófust þegar verð á almenningssamgöngum var hækk- að í São Paulo. Þó að sakleysislegt yfirbragð hafi verið á því í fyrstu þróuðust mótmælin fljótt yfir í alls- herjar mótmæli gegn spillingu. Fólk krafðist betri þjónustu, menntunar og heilsugæslu. Reiðin beindist líka gegn heimsmeistarakeppninni og gríðarlegum kostnaði við byggingar fyrir hana. Bylgjan sem hófst 2013 kom aftur upp á yfirborðið á síðustu mánuðum vegna spillingarmálanna og stærstu mótmæli í sögu Brasilíu hafa verið haldin. Smám saman snerust þau upp í mótmæli milli- stéttarinnar og fólks hægramegin við Verkamannaf lokkinn gegn stjórnvöldum. Aðgerð bílaþvottur Hinn svokallaði „Lava Jato“ eða bíla- þvottaskandall hófst með rannsókn á opinberum starfsmönnum sem stunduðu peningaþvætti í gegnum bílaþvottastöð í Brasilíuborg. Fljót- lega stækkaði rannsóknin og er orðin að umfangsmesta spillingar- máli sögunnar í Brasilíu. Það tengist á margvíslegan hátt ríkisolíufyrir- tækinu Petrobras og misnotkun á almannafé. Stærstu byggingarfyr- irtæki landsins eru grunuð um að rukka Petrobras um of hátt verð fyrir verk. Þessum aukapeningum hafi svo verið skipt á milli stjórn- enda Petrobras, ýmissa viðskipta- jöfra, stjórnmálamanna úr flestum flokkum og notuð í kosningabaráttu Verkamannaflokksins. Meirihluti þingmanna grunaður Rannsóknin á þessu mál, sem og öðrum spillingarmálum í Brasilíu, er svo umfangsmikil að óteljandi valdafólk tengist henni á margvís- legan hátt. 60% þingmanna á brasil- íska þinginu liggja undir grun fyrir ýmis brot. Allt frá mútum til líkams- meiðinga og manndrápa. Þetta er landslag stjórnmálanna í Brasilíu í dag. Það er því langt því frá einungis Dilma Rousseff sem ligg- ur undir grun. Hin nýja ríkisstjórn Temers bráðabirgðaforseta hefur vart setið í mánuð en samt hafa tveir ráðherrar sagt af sér þegar í ljós kom að þeir lýstu yfir á leynilegum upp- tökum að vilja tefja Petrobras-rann- sóknina. Nýjar upptökur af hleruð- um samtölum, til dæmis milli Lula og Dilmu, berast reglulega sem enn eykur á „House of Cards“-andrúms- loftið. Sundrung Rannsóknin á Dilmu og brottrekstur hennar hefur valdið gífurlegri sundrungu á meðal brasilísku þjóðarinnar. Þeir sem styðja Verka- mannaflokkinn benda á hinn góða árangur í að jafna bilið milli ríkra og fátækra. Forsetinn hafi ekkert gert rangt. Spillingarrannsóknirnar sýni einfaldlega að slík mál komist núna upp á yfirborðið í landi sem hingað til hafi verið gjörspillt. Brottrekstur Dilmu sé ekki neitt réttlætismál held- ur skipulagt valdarán sem sé til þess ætlað að þagga niður í slíkum rann- sóknum. Andstæðingar Dilmu segja hins vegar að landið sé efnahagslega ónýtt og spillt eftir 13 ára stjórn Verkamannaflokksins. Hvítir jakkafatakarlar Michel Temer hefur skipað rík- isstjórn sem eru eingöngu skip- uð hvítum körlum. Áherslan er lögð á niðurskurð og afturhvarf til íhaldssamari aðgerða í fjármálum sem hægri pressan lofar í hástert. En í raun er stjórnin afturhvarf til stjórnmála fortíðarinnar í Brasilíu og minnir helst á ríkisstjórnir á dög- um herforingjastjórnarinnar 1964- 1985, þegar elítistar, hvítir karlar í jakkafötum, stjórnuðu landinu í einu og öllu með pennastrikum. Temer hefur gert slagorðið í brasilíska fán- anum að sínu, „ordem e progresso“ – röð og framfarir. Slík stjórn virð- ist ekki áhugasöm um umbætur í mannréttindamálum á borð við þær sem Verkamannaflokkurinn gerði, til dæmis með lögleiðingu hjóna- banda samkynhneigðra. Kommahatur og herforingjaást Í mótmælunum gegn Dilmu á síð- ustu misserum hafa oftar en ekki birst óhugnanleg skilaboð á skiltum og fánum þúsunda manna. Það eru hópar sem þrá að herforingjastjórn- in komi aftur að borðinu og slátri „kommúnistaskrílnum“ í Verka- mannaflokknum. Lúterskir sértrúarsöfnuðir eru í mikilli sókn í Brasilíu og talið er að um 40 milljónir manna tilheyri þeim. Slíkir söfnuðir leggja áherslu á að túlka orð Biblíunnar bókstaflega. Samkynhneigð er talin synd og fóst- ureyðingar sömuleiðis. Sú vídd eyk- ur enn á sundrungu á meðal Bras- ilíumanna. Lula 2018? Sjálfsagt er langt í land þangað til stöðugleiki kemst aftur á í Brasilíu. Lula da Silva hefur lýst yfir að hann íhugi að bjóða sig fram árið 2018. En næst á dagskrá eru ólympíuleikar í ágúst. Vonandi gengur allt að ósk- um þar. Dilma og Lula. Óvíst er hver arfleifð Verkmannaflokksins verður. Spillingarmál og efnahagsógöngur gætu grafið undan framfaramálum undangengins áratugar. 18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Camp - Let Classic Fortjald - Eldhús með helluborði, vask og krana - 13” álfelgur. Tjaldast með fortjaldi á örfáum mínútum. Yfir 80% seldra tjaldvagna í Danmörku eru Camp-let. Camp-let notar framúrskarandi akrílefni í tjalddúkinn. Þessi er sá einfaldasti í uppsetningu - Stórglæsilegur vagn. Verð kr. 1.490.000,- með fortjaldi. Viggi í Víkurverk hérna megin... Ef þú kemur með gamla útilegutjaldið til okkar þá tökum við það sem 200.000 króna innborgun inn á nýjan Camplet Classic tjaldvagn. Ekki amalegt það.....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.