Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 54
Skúli Mogensen kaupir lúxusvillu á Nesinu
Flugkóngurinn borgar 300 milljónir fyrir nýtt heimili
…fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Eiginmaðurinn kallar hana eyrnapinna
Hin sjötuga kántrísöngkona Dolly Parton
kom nýlega fram á Hallmark sjónvarpsstöðinni
Home&Family. Þar tjáði hún sig meðal annars um
hárið sitt sem er eitt af kennmierkjum söngkon-
unnar góðkunnu. „Hér áður fyrr túperaði ég sjálf
hárið á mér eins mikið og ég gat. Ég lét aflita
hárið og allt svoleiðis og þá brotnaði það bara af.
Þá fór ég að hugsa af hverju ég væri að leggja
allt þetta á mig? Af hverju fer ég ekki bara að
vera með hárkollur. Þannig mun ég aldrei eiga
slæman dag með hárið á mér. Ég get verið með
mjög stórt hár, en aldrei ljótt hár,“ segir þessi skemmtilega söngkona.
Dolly sagði líka frá því í þessum þætti að maðurinn sinn gerði oft grín
að hárinu og kallaði hana gjarnan „eyrnapinna“.
Fær skilaboð frá
ófæddu barni sínu
Megan Fox tengist barninu sínu, sem
hún gengur nú með, á einstakan hátt.
Megan kom fram í þætti Jimmy Kimmel á
dögunum þar sem hún sagði að hún og
barnið væru nú þegar farin að hafa
samskipti. „Þú heyrir kannski ekki alvöru
rödd, en þú heyrir skilaboð ef þú ert opin
fyrir því,“ sagði Megan og tók sem dæmi:
„Barnið vildi að ég myndi búa annars
staðar svo við erum að flytja á allt annan
stað í Los Angeles því ég held að barnið
mitt vilji alast þar upp.“
Megan segist vera orðin nokkuð sjóuð
í því að ganga með barn þar sem hún er
búin að vera ófrísk annað hvert ár síðan
2012, en hún á tvö börn fyrir.
Myndi aldrei vilja karlkynsbarnfóstru
Leikarinn
Jerry O’Connell
leikur meðal
annars í
Mistresses þessa
dagana, þar sem
hann leikur
barnfóstru sem
dregur vinnuveit-
anda sinn á tálar.
Hann var spurður
að því nýlega hvort
hann myndi ráða
karlmann til að
passa börnin sín.
Hann á tvíburadæt-
urnar Dolly og
Charlie sem eru á
áttunda ári. Jerry
segir að hann myndi
alls ekki ráða
karlmann í að passa
sín börn. „Mér þykir
leitt ef ég er
þröngsýnn en ég
myndi bara ekki vilja
að það væri karl að
passa börnin mín.“
Milljarðamæringurinn og flug-
kóngurinn Skúli Mogensen stend-
ur í ströngu þessa dagana við að
klára kaup á tæplega 600 fermetra
lúxusvillu á Seltjarnarnesi.
Einbýlishúsið rúmgóða, sem er
við Hrólfsskálavör með sjávarút-
sýni af dýrari gerðinni, var byggt af
Eiríki Sigurðssyni, einatt kennd-
um við 10/11 og núverandi eiganda
Víðis, og eiginkonu hans, Helgu
Gísladóttur, en þau hafa aldrei búið
í húsinu. Samkvæmt heimildum
amk... borgar Skúli 300 milljónir
króna fyrir húsið sem nær þó varla
fyrir byggingakostn-
aði enda ekkert til
sparað við byggingu
og hönnun þess.
Þetta hús við
Hrólfsskálavör
hefur verið
eftirsótt
og í sölu í
töluverðan
tíma. Eftir
því sem næst verður komist bauð
leikarinn og Íslandsvinurinn Ben
Stiller rétt tæpar 200 milljónir
í húsið skömmu eftir að tökum
lauk hér á landi
á myndinni The
Secret Life of Wal-
ter Mitty en hafði
ekki erindi sem erf-
iði. | óhþ
Flott Húsið við Hrólfsskálavör er eitt hið glæsilegasta á höfuðborgarsvæðinu.
Hugguleg
híbýli Skúli Mog-
ensen er að flytja á
Seltjarnar nes.
Sama og
þegið Íslands-
vinurinn Ben
Stiller reyndi
að kaupa
húsið.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Ég fæ alveg pínu í magann við tilhugsunina um þetta. Ég er vön að vera bara ein heima á skrif-stofunni minni að vinna
texta, búa til lógó, teikna og pakka
inn vörum. Allt í einu er farið að
biðja mig um skýrslur fyrir útflutn-
ing. Þetta er orðið svolítið stórt.
Miklu stærra en ég bjóst við,“ segir
Íris Björk Tanya Jónsdóttir sem
keypti hönnun Guðbjarts Þor-
leifssonar gullsmiðs fyrir fjórum
árum og stofnaði í kringum það
fyrirtækið Vera Design sem nú er
komið í útrás.
Kim og Kanye fengu gjafir
Um var að ræða armband með
trúartáknum sem framleitt var í
kringum kristnihátíðina á Þing-
völlum árið 2000. Gripurinn
hafði þá ekki formlegt nafn er Íris
nefndi hann Infinity armband.
„Það er sú vara sem ég hef unnið
mest með og hef hannað mína eig-
in línu út frá því,“ útskýrir hún.
Vörur Vera Design fara í sölu hjá
Airport Retail Group í sumar, en
það er norskt fyrirtæki sem rekur
verslanir á flugvöllum, bæði hér á
landi og erlendis. Þá er Íris komin
með umboðsmann í Svíþjóð, Sig-
ríði Maríu Sundin, til að markaðs-
setja vörurnar þar í landi. Sigríður
hefur sjálf framleitt og selt fatnað
undir merkinu Hattemarks síð-
ustu 17 ár og Íris segir hana því vel
kunna á sænska markaðinn.
Íris segir mikilvægt að vera dug-
legur að ota sínum tota og nýta öll
sambönd til að ná árangri, en hún
hefur alltaf stefnt hátt. Íris notaði
sambönd sín til dæmis til að færa
Kim og Kourtney Kardashian og
Kanye West gjafir þegar þau vöru
stödd hér á landi fyrr á þessu ári.
„Ég veit reyndar ekkert hvað varð
um gjafirnar, en Jonathan Cheban
tók á móti þeim.“
Missti mikið í hruninu
„Ég er ofsalega þakklát fyrir mót-
tökurnar. Boltinn fór að rúlla af
alvöru þegar ég kom vörunum í
sölu hjá Icelandair. Síðan hafa þeir
verið alveg frábærir og duglegir að
taka inn nýjar vörur frá mér sem
hafa verið að seljast mjög vel.“
Það er óhætt að segja að vin-
sældir Vera design hafi vaxið
hratt, en Íris segir söluna hafa
tekið stökk eftir að hún setti hring
með æðruleysisbæninni á markað
á síðasta ári.
„En það að stækka of hratt get-
ur líka verið hættulegt,“ segir Íris
sem hefur reynsluna af því að fara
aðeins fram úr sjálfri sér. Hún tók
þátt í góðærinu af fullum krafti,
byggði og fjárfesti eins og enginn
væri morgundagurinn. „Ég tap-
aði miklu og týndi sjálfri mér í
smá tíma. Ég dvaldi samt ekki við
það heldur reif mig fljótt upp. Ég
er ekki fyrir eymd og volæði. En
þetta er pakki sem ég lærði af og
vona að fleiri hafi gert. Ég reyni
því að fara varlega af stað og taka
þetta á auðmýktinni. Lífið er núna
og kannski ekki á morgun, þannig
kýs ég að lifa mínu lífi. Ef draum-
ar þínir hræða þig ekki þá eru þeir
ekki nógu stórir.“
Getur verið hættulegt
að stækka of hratt
Íris Björk er komin í útrás með fyrirtækið sitt, Vera Design, og
viðurkennir að hún fái í magann við tilhugsunina um hvað fyrirtækið
sé allt í einu orðið stórt
Útrás Íris segist ætla að fara varlega af stað, enda hafi hún lært af reynslunni þegar hún missti allt í hruninu. Mynd | Thormar V Gunnarsson
Ég missti allt og týndi sjálfri
mér í smá tíma. Ég dvaldi samt
ekki við það heldur reif mig fljótt
upp. Ég er ekki fyrir eymd og volæði.