Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 56
…viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þegar ég upplifi að eitt-hvað sé að brenna, þá hef ég val um að hlaupa í burtu og spila mig stikkfrí eða bjóða mig fram og gera eitthvað í málun- um. Ég tók ákvörðun um að gera hið síðarnefnda,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem tilkynnti í vikunni að hún ætlaði að bjóða sig fram til varaformanns flokksins, en kosið er í embættið á lands- fundi sem fer fram um helgina. Vill ekki vera heimilislaus „Það var að koma skoðanakönnun sem var mjög slæm fyrir flokkinn – sýndi 6 prósent fylgi. Ég upplifi ekki mikla stemningu hjá fólki gagnvart Samfylkingunni, hvort sem það er að mæta á landsfund eða að taka þátt í að finna taktinn aftur í flokknum,“ segir Margrét Gauja sem er sannfærð um að hægt sé að rífa fylgi flokksins upp. Hún finnur það í hjarta sínu. „Ef Samfylkingin deyr þá er ég póli- tískt heimilislaus og ég er ekki til- búin í það. Ég er jafnaðarmaður og trúi á þessa hugsjón. Ég ætla ekki að gefast upp og ég vona að ég geti hrifið einhverja með mér. Svo fíla ég líka að taka að mér erfið verk- efni í brjáluðu mótlæti.“ Fyrir í framboði til varafor- manns var Sema Erla Serdar, for- maður framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar, en Margrét Gauja óttast ekki slag á milli. „Það er frábært að flokksmenn, sem mæta á fundinn, hafi val. Svo getur vel verið að það komi fleiri framboð í embættið. Það sýnir þá bara að það einhver neisti þarna. Það þarf bara að gera hann að báli.“ Kveikti neista að fara út á land Fyrir tveimur árum fluttist Mar- grét Gauja til Hafnar í Hornafirði og hóf að sinna verkefnum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og Framhaldsskóla Austur Skaftafells- sýslu. Fór hún þá í tímabundið leyfi frá bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar en hefur á þeim tíma nokkrum sinnum dottið inn á þing sem varaþingmaður og starfað í bak- landi flokksins. „Það er búið að vera gaman að kynnast því. Svo er ég með Umbúðabyltinguna á facebook og hef verið að reyna að vekja athygli og áhuga því mál- efni. Ég hef því notað tímann í að einbeita mér að einstökum mál- um. Það var líka mögnuð reynsla fyrir mig að flytja út á land og hún kveikti ákveðinn neista. Pólitískan neista. Ég hef fengið að finna fyrir því á eigin skinni að fólk sem býr úti á landi hefur ekki tækifæri á sömu þjónustu og þeir sem búa í bænum.“ Skortur á sérhæfingu Í því samhengi bendir Margrét Gauja til dæmis á að hún sé að vinna sem náms- og starfsráðgjafi í framhaldsskólanum án þess að hafa menntum sem slíkur. „Það er mikill skortur á fólki og sérhæf- ingu. Hér á Höfn í Hornafirði er til dæmis ekki sálfræðingur eða ljósmóðir. Þær aðstæður sem eru hér í boði fyrir konur sem þurfa að fæða börn eru okkur ekki bjóð- andi,“ segir Margrét Gauja og það er ljóst að henni verður heitt í hamsi þegar hún ræðir þessi mál. Kemur endurnærð til baka Hún hefur engu að síður notið þess að búa á Höfn. „Ég skal alveg viðurkenna það að eftir að hafa setið í átta ár í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar, verið varaþingmaður, hafa fætt nokkur börn, þar af eitt í for- stofunni heima hjá mér, og unnið eins og skepna, þá var kærkomin hvíld að koma til Hafnar í Horna- firði og finna sig aftur. Ég mun alltaf búa að því. Kem endurnærð til baka með fullt af nýrri reynslu í farteskinu,“ segir Margrét Gauja sem snýr aftur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sumar. „Ég er búin að hvíla mig nóg,“ bætir hún kím- in við. Fæddi barn í forstofunni En blaðamaður getur ekki annað en staldrað við það í upptaln- ingunni hjá henni að hún hafi fætt barn forstofunni heima hjá sér og innir eftir sögunni af þeim atburði. „Það var bara þannig að ég fæddi dóttur mína í forstof- unni heima hjá mér. Ég er óhemja til verka og fæði börn mjög hratt. byko.is FERÐATASKA 26” 9.595kr. 41119949 Almennt verð: 15.995 kr. FERÐATASKA 22” 7.995kr. 41119950 Almennt verð: 13.595 kr. FERÐATASKA 18” 6.495kr. 41119951 Almennt verð: 10.895 kr. EM-TILBOÐ 40% AFSLÁTTUR Harðar ferðatöskur Ég byrjaði að finna til og komst einfaldlega ekki út fyrir dyrnar. Náttúran tók einfaldlega völdin, felldi mig á fjóra fætur og út kom barn. Maðurinn minn náði ekki einu sinni að grípa stelpugreyið, en þetta fór samt allt vel. Hún er ótrúlega skemmtilegur og sterk- ur karakter, alveg í takt við það hvernig hún fæddi sjálfa sig. Ég var ekkert með í því partíi. En þetta var mögnuð lífsreynsla. Saga sem fylgir okkur alltaf og við ræðum þetta reglulega. Ég hef alltaf þurft að gera hlutina svolítið öðruvísi en aðrir, get ekki sinu sinni fætt börn eðlilega.“ Aðspurð hvort hún lumi þá kannski á fleiri svipuðum sögum, dregur hún aðeins í land. „Ég er bara ósköp venjuleg kona sem býr á Höfn í Hornafirði og er í bölvuðu basli eins og allir aðrir. Að reyna að ala upp þrjú börn og eiga fyrir takkaskóm og kuldagöllum.“ Feðgin rifust um pólitík Margrét Gauja fékk snemma áhuga á pólitík en fann sig aldrei al- mennilega í neinum flokki. „Pabbi var í Sjálfstæðisflokknum og við rifumst heiftarlega um pólitík. Ég þekkti engan á vinstri vængnum og vissi ekkert hvar ég var stað- sett.“ Það var ekki fyrr en hún eignaðist vini í Hafnarfirði og Há- skóla Íslands sem höfðu svipaðar skoðanir að hún áttaði sig á því hvar hún átti heima. „Þau drógu mig á fund því ég var alltaf að rífa kjaft við kennarana. Svo fann ég mig í Samfylkingunni, sem var þá nýstofnuð. Þessi ákvörðun var svo- lítið tekin fyrir mig.“ Vantar konur með reynslu Síðan eru liðin fimmtán ár. En það er líklega ágætt fyrir konu sem ekki er orðin fertug að búa að svo mikilli reynslu. Margrét Gauja seg- ir einmitt vöntun á ungum konum með reynslu í pólitík. „Nú erum við að upplifa það að reynslumikl- ar konur, eins og Katrín Júlíusdótt- ir og Sóley Tómasdóttir, eru að hætta í pólitík. Það hafði líka áhrif á mína ákvörðun. Reynslan er svo mikilvæg. Í henni felast ákveðin völd og dýrmæti. Það lærir enginn pólitík í skóla.“ Karókí með Kötu Júl Margir muna eftir Margréti Gauju sem krúttsprengjunni sem söng Sólarsamba ásamt föður sínum, Magnúsi Kjartanssyni, í Söngva- keppni Sjónvarpsins árið 1988. Sú reynsla varð þó ekki til þess að vekja söngkonudrauma hjá henni. Hún viðurkennir reyndar að söngurinn sé í blóðinu. „Mér finnst voða gaman að syngja. Syng til dæmis í brúðkaupum hjá vinum mínum og svo er ég í karókíhljóm- sveit ásamt Katrínu Júlíusdóttur og hef verið að syngja djass með hljómsveit hér á Höfn, en það nær ekkert lengra en það. Ég er ekkert að fara að vinna við sönginn að minnsta kosti.“ Fílar erfið verkefni í brjáluðu mótlæti Margrét Gauja vill verða næsti varaformaður Samfylkingarinnar og koma í veg fyrir að hún verði pólitískt heimilislaus. Hún segist vera óhemja til verka og geri hlutina oft öðruvísi en aðrir. Hún fæddi til dæmis barn í forstofunni heima hjá sér og gekk fæðingin svo hratt að dóttirin lenti á gólfinu Ég upplifi ekki mikla stemn- ingu hjá fólki gagnvart Sam- fylkingunni, hvort sem það er að mæta á landsfund eða að taka þátt í að finna taktinn aftur í flokknum Neistinn kviknaði Margrét Gauja segir það hafa kveikt hjá sér pólitískan neista að flytjast til Hafnar í Hornafirði og upplifa skort á tækifærum landsbyggðarbúa. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.