Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 17.06.2016, Page 2

Fréttatíminn - 17.06.2016, Page 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016 Hrottalegt ofbeldismál fyrir héraðsdómi Ákærðir fyrir að höfuðkúpubrjóta mann með kúbeini Sakamál Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að svipta par á fimmtugs- og sextugsaldri frelsinu og misþyrma karlmanninum með kúbeini Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær í sakamáli gegn þremur mönnum sem er gefið að sök að hafa rænt og mis- þyrmt pari á fimmtugs- og sextugsaldri með hrottafengnum hætti árið 2014. Tveir hinna ákærðu hafa áður verið dæmdir fyrir aðild sína að stórfelldu fíkni- efnasmygli í tveimur óskyldum málum sem varðaði innflutning á miklu magni fíkniefna með skútum hingað til lands. Mönnunum er gefið að sök að hafa ráðist á parið við Bústaðaveginn í júlí árið 2014 og neytt þau með ofbeldi upp í bíl sem þriðji maðurinn ók. Eiga þeir að hafa slegið parið ítrekað í andlitið á meðan þeir neyddu þau upp í bílinn. Konunni tókst að forða sér út úr bílnum með því að skríða út um gluggann og komst hún þannig undan árásarmönnun- um. Mennirnir óku þá með karlmanninn í hús í Garðabæ þar sem þeir misþyrmdu honum hrottalega, samkvæmt ákæruskjali. Þannig er einum mannanna gefið að sök að hafa slegið manninn, sem þá var 56 ára, í rist, höfuð og líkama ítrekað með kúbeini. Annar sló hann svo ítrekað með krepptum hnefa. Árásin stóð yfir í 30-40 mínútur. Að lok- um var ekið með fórnarlambið til Hafnar- fjarðar þar sem hann var látinn laus að lok- um. Maðurinn stórslasaðist við árásina. Meðal annars hlaut hann höfuðkúpubrot auk þess sem bein brotnuðu í andliti og rist. Konan hlaut mar víða um líkamann. Maðurinn krefst fimm milljóna króna í skaðabætur vegna árásarinnar. Ekki er ljóst hver var ástæða árásarinnar en aðalmeðferð mun fara fram í málinu síðar á árinu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Best að sannleikurinn komi fram – ef hann er ekki kominn fram Handtaka tveggja manna vegna 40 ára morðmáls vek- ur athygli. Nýjar upplýsingar kunna að renna stoðum undir sakleysi þeirra sem fengu dóma í málinu. Annar mannanna segir að þeir séu alsaklausir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Stefán Almarsson, betur þekktur sem Malagafanginn, er annar þeirra sem settur saksóknari í Guðmund- ar- og Geirfinnsmálinu lét handtaka vegna nýrra upplýsinga um flutn- inginn á líki Guðmundar Einars- sonar. Hinn er Þórður Jóhann Eyþórs- son sem hefur tvívegis orðið manns- bani, í fyrra sinnið á nýársnótt árið 1983 en þá var hann dæmd- ur í fjórtán ára fangelsi en í seinna skiptið fyrir manndráp á Snorra- braut í ágúst 1993, en þá var hann á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming refsitímans. Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geir- finnsmálinu segist hafa fengið fyrir- mæli frá endurupptökunefnd um að rannsaka ákveðin atriði betur varð- andi hvarf Guðmundar Einarsson- ar aðfaranótt 27. janúar árið 1974, en hann sást síðast við Strandgötu í Hafnarfirði. Það varð til þess að tveir menn voru handteknir og yf- irheyrðir vegna nýrra vísbendinga í þessu rúmlega fjörutíu ára gamla morðmáli. Þá var einnig gerð hús- leit á heimili annars þeirra. Stefán segist í samtali við Frétta- tímann alsaklaus, hvorugur þeirra hafi komið nálægt málinu og þetta komi honum mjög á óvart. Lög- reglumenn hafi bankað upp á eldsnemma um morguninn og þegar ekki var svarað, hafi þeir mætt með kúbein til að brjótast inn. Þá hafi verið gerð húsleit en hann veit ekki að hverju var leitað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem til- gáta hefur komið upp um að Stef- án Almarsson hafi komið nálægt málinu, aðstandendur heimildar- myndarinnar um Geirfinns- og Guð- mundarmál, hafi reynt að ná tali af honum en án árangurs. Það var ríkissaksóknari sem fékk ábendingu um að mennirnir kynnu að búa yfir einhverri vitneskju og kom henni áfram til endurupp- tökunefndarinnar en hún snýr að því að mennirnir hafi tekið þátt í því að flytja líkið eftir morðið. Erla Bolladóttir, sem fékk dóm fyrir að- ild að Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu á sínum tíma, segist telja að nýj- ar upplýsingar renni stoðum undir sakleysi þeirra sem fengu dóma í málinu. Baldur Einarsson, bróðir Guð- mundar Einarssonar, vildi lítið tjá sig um nýjar vísbendingar í málinu en sagði þó að auðvitað væri best að sannleikurinn kæmi fram – ef hann væri þá ekki þegar kominn fram. Það var skýr afstaða sérstakrar nefndar um endurupptöku Guð- mundur- og Geirfinnsmáls að það ætti að endurupptaka málin fyr- ir dómstólum. Nefndin hafði þó engar rannsóknarheimildir. Niður- staðan fór fyrir sérstaka endurupp- tökunefnd sem hefur hinsvegar ekki komist að niðurstöðu. Henn- ar er þó að vænta í ágúst eða sept- ember. Mirjam og Tómas Ingi gift Stefán Almarsson og Þórður Jóhann Eyþórsson handteknir vegna hvarfs Guðmundur Einarssonar Ást í meinum Brúðkaup í fangelsinu á Akureyri Fangarnir Mirjam og Tómas Ingi, sem sögðu ástarsögu sína í Frétta- tímanum fyrir þremur vikum, hafa gengið í hjónaband. Parið kynntist í fangelsinu á Kvíabryggju og hefur unnið að því í nokkurn tíma að fá að ganga í hjónaband, þó þau afpláni nú dóma hvort í sínu fangelsinu. Full- trúi frá sýslumannsembættinu á Akureyri gaf þau saman fyrir utan fangelsið þann 10. júní. Athöfn- in fór fram á ensku, að viðstödd- um tveimur vottum sem einnig afplána dóma í fangelsinu á Ak- ureyri. Tómas Ingi er að ljúka af- plánun á dómi í fíkniefnamáli og Mirjam hlaut sögulega langan dóm fyrir að vera burðardýr í fíkniefna- innflutningi frá Hollandi. Tómas Ingi fékk heimild frá fangelsisyfirvöldum til að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar á föstu- degi, taka þátt í athöfninni, og gista í fangageymslum lögreglunn- ar á Akureyri um nóttina. Hjónin fengu því ekki að verja löngum tíma saman eftir athöfnina en Tómas Ingi fékk að koma í aðra heimsókn í fangelsið, á laugardeg- inum, áður en hann flaug aftur í bæinn. | þt Guðmundur Einars- son sást síðast á Strandgötu í Hafnar- firði aðfaranótt 27. janúar 1974. Nýjar upplýsingar í Guðmundarmálinu leiddu til handtöku tveggja manna. Mirjam og Tómas Ingi voru gefin saman fyrir utan fangelsisgirðinguna á Akureyri á dögunum. ALICANTE Netverð á mann frá kr. 9.900 aðra leið m/sköttum og tösku.Flugsæti Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .Frá kr. 9.900 Aðra leið m/sköttum og tösku EM Leikurinn sýndur um morgun í Manitoba. Barinn í Gimli mun opna fyrr en vanalega Fótboltaæði hefur brotist út í bæn- um Gimli í Kanada sökum vel- gengni íslenska liðsins á EM. Þó margir í bænum séu af íslenskum uppruna hefur hvorki knattspyrna né handbolti átt upp á pallborðið hingað til. „Það eru helst þeir sem eru ný- fluttir hingað frá Íslandi eða eiga íslenska vini sem fylgjast með handbolta, en EM 2016 er miklu vinsælla,“ segir Karyn Suchy, íbúi Gimli, en langafi hennar fluttist til Kanada frá Íslandi. Hún segir að íslenska fánanum sé nú flaggað í bænum eins og um sjálfan Ís- lendingadaginn væri að ræða, en hann er haldinn hátíðlega fyrstu helgina í ágúst. Vegna tímamismunar verður leikurinn sýndur klukkan ellefu um morgun og ætlar bæjarbarinn Ship and Plough að opna fyrr en vanalega af þeim sökum. „Ég býst við að allir ættingjar mínir fari á barinn á laugardagsmorgun til að horfa á leikinn,“ segir Karyn. „Þetta er eitthvað sem við gerum ekki einu sinni fyrir okkar eigin heimalið.“ Eins og alltaf hjá Vestur-Ís- lendingum er ættræknin í fyrir- rúmi. „Rúnar Már Sigurjónsson er frændi minn!“ segir Kari Johnson Affleck, annar íbúi Gimli. -vsg Kanadamenn uppgötva íslenskan fótbolta

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.