Fréttatíminn - 17.06.2016, Qupperneq 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
Á þjóðhátíðardegi Íslendinga stendur bókstaflega allt tæpt. Þetta er dagur sem brugðið getur til beggja
vona. Allt sem getur klikkað mun
líklega klikka. Eða kannski. Við lær-
um hins vegar seint af reynslunni
og ætlumst til mikils af þessum
degi. Skiljanlega. Við erum nú einu
sinni að tala um sjálfan þjóðhátíðar-
daginn. Þetta er okkar dagur, við
eigum hann og viljum „hæ, hó, jibbí
jei!“ Er’ ekki allir í stuði?!
Íslendingar eru víst sjálfstæð
þjóð, eins sjálfstæð og þjóðir verða
í samtímanum. Við erum hæfilega
sjálfumglöð smáþjóð sem vill að
á sig sé hlustað og það er hlustað
segja menn, a.m.k. svona stundum.
Leiðtogar okkar fara á mikilvæga
fundi í útlöndum til að sýna fram
á að á okkur sé hlustað. Dagur eins
og 17. júní er síðan til þess að við
hlustum á okkur sjálf . Við syngj-
um sérhannaða söngva, skjótum
upp sérhönnuðum fána og reynum
að rækta það sem sameinar okkur
frekar en sundrar. Allir saman nú!
En svo brestur eitthvað. Hver
man ekki eftir brostnum vonum á
17. júní? Allt sem ekki átti að klikka,
það klikkaði. Þegar við erum börn
þá viljum við fá alls konar dót sem
fylgir hátíðahöldunum, en gasblöðr-
ur eiga til að sleppa og svífa upp í
himinhvolfin eða leka gasi, risastór
sleikjó-snuð detta í jörðina og safna
á sig sandi og ógeði, pylsan er köld,
ísinn lekur út um allt, það vantar
rör á Svalann og röðin í hoppukast-
alann er of löng fyrir mömmu og
pabba.
Seinna nýta unglingar þjóðhátíðar-
daginn til að „detta í það“ í fyrsta
skipti. Þau vilja þannig slíta sig frá
barnæskunni á þennan ofuríslenska
hátt. Þessi mannvígsla inniber
samt ofurmannlega sorg. Þetta er
dæmt til að verða undir vænting-
um og endar stundum illa. Maður
vonar og trúir að þessi ósiður hafi
að mestu verið lagður af. Við vilj-
um trúa því að unga fólkið læri af
reynslu kynslóðanna, að þau séu
betri og lunknari í lífinu en við sem
eldri erum.
Já, góðir landsmenn. Svona er þetta.
Þjóðskáldið meðal okkar, meistari
Megas, söng um árið um litla sæta
stráka og sagði þar m.a.: „þú veist
af beiskri reynslu að vínberin eru
súr.“ Fáir dagar á árinu eru eins
vel til þess fallnir að kenna okkur
þessi eilífu sannindi. Vínberin eru
gallsúr, þó eitt og eitt sé alveg full-
komið. Lykillinn að degi eins og 17.
júní er væntingastjórnun sem alltaf
er dæmd til að klikka. Ef það er eitt-
hvað sem þessi þjóð kann ekki er
það að stilla væntingum í hóf. Þetta
finnur maður greinilega þegar mik-
ið liggur við, þegar hátíð er í bæ
og þegar okkar fólk á að „gera gott
mót.“
Í rúmlega 70 ár höfum við reynt
okkur við að halda upp á þjóðhá-
tíðardaginn. Allt er nokkurn veg-
inn í föstum skorðum á svona
degi, þó að viðbætur hafi komið til
sögunnar í gegnum tíðina. Á Aust-
urvelli syrgjum við Jón Sigurðsson
með blómsveig. Hann er enn okk-
ar maður þó að tengslin við hann
séu að trosna. Fæstir lesa tveggja
binda ævisögur nú til dag. Á vell-
inum sem sameinar þjóðina og þar
sem við söfnumst líka saman til
að sýna fram á sundrungu, hefur
mótmælagirðingunum silfurgráu
og taktföstu verið bætt við á síð-
ustu árum. Helgispjöll segja sumir,
aðrir fagna og slá taktinn.
Við erum nefnilega sæmilega sjálf-
stæð, en ekki endilega alveg sam-
einuð. Þetta höfum við líka lært af
beiskri reynslu og þurfum að fara
að læra að lifa með þessari stað-
reynd. Þá fyrst verður lýðræðið
sæmilega heilbrigt.
Það er nefnilega ekkert sérstaklega
sorglegt við hæfilega sundrungu,
jafnvel á degi eins og þessum. Þó
lýðveldið sé komið á áttræðisaldur
þá er stundum eins og lýðræðið í
lýðveldinu sé litið barn. Frekt lítið
barn sem vill allt það sem að get-
ur náð í á 17. júní. Blaðran er fyrir
löngu horfin upp í rigningarhimin-
inn, snuðið er orðið að sandstólpa,
andlitsmálningin runnin niður á
bringu.
Við reynum aftur að ári, þá hlýtur
allt að ganga upp, á þessum súr-
sætasta degi ársins.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
SORGIN OG
SAUTJÁNDI
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri:
Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR
SUNNUDAGS
LAMBALÆRI
SUNNUDAGSSTEIKIN
SVÍKUR EKKI!
HÆGELDAÐ LAMBALÆRI
MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK
Sykurbrúnaðar kartöflur
„Crispy“ kartöfluteningar
með rósmarín og hvítlauk
Heimalagað rauðkál
Pönnusteiktir blandaðir sveppir
Ofnbakaðar gulrætur
Grænar baunir með myntu
Maís
Bjór- hollandaisesósa
Sveppasósa
2.900 kr. á mann
Aðeins framreitt fyrir allt borðið.
með öllu tilheyrandi
ALLA SUNNUDAGA
FRÁ 12–14.30