Fréttatíminn - 17.06.2016, Síða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016
Norðurlöndin fagna ekki aðeins hátíðardögum sínum með
mismunandi hætti, heldur er tilefnið einnig fjölbreytilegt.
Oftast kemur þó stjórnarskrá við sögu, sem og sjálfstæði frá
Dönum, á meðan Finnar gráta hina látnu. Þjóðhátíðardagur
Íslendingar er haldinn hátíðlegur í dag, 17. júní. Hin Norð-
urlöndin fagna þjóðhátíðardögum sínum með mismunandi
hætti og af fjölbreytilegu tilefni
Valur Gunnarsson
valurgunnars@frettatiminn.is
Hvert er fagnaðarefnið?
17. maí
Norðmenn voru fyrsta
Norðurlandaþjóðin til að
halda þjóðhátíðardag
sinn hátíðlegan, og það
áður en þeir urðu sjálfstæðir. Enda
er það í raun ekki sjálfstæðið sem
verið að halda upp á þann 17. maí,
heldur stjórnarskrána. Kallast
dagurinn á norsku „Grunnlovs-
dagen“ og er rétt rúmlega 200 ára
gamall.
Staðan í Noregi undir lok Napól-
eonsstríða var æði flókin. Sumarið
1814 lýstu Norðmenn yfir sjálfstæði
frá Dönum, en tóku sér Kristján
Friðrik Danaprins til kóngs. Karli
Jóhanni, erfðaprinsi Svía, leist illa á
þessa þróun mála, enda hafði hann
sjálfur augastað á Noregi. Lagði
hann landið undir sig eins fljótt og
hann gat og sendi Kristján Friðrik
heim til Köben, en í millitíðinni
höfðu Norðmenn samið sér stjórn-
arskrá. Svíar ákváðu að leyfa þeim
að halda stjórnarskránni (sem er
enn að mestu í gildi), en ekki sjálf-
stæðinu.
Rúmum áratug síðar tóku Norð-
menn upp á að fagna stjórnar-
skrárafmæli sínu. Svíar bönnuðu
að vonum öll hátíðarhöld, enda
talin bæði byltingarsinnuð og
fjandsamleg Svíum, og stungu upp
á að menn fögnuðu 4. nóvember
í staðinn, deginum sem Noregur
sameinaðist Svíþjóð. Þetta gerði
Norðmenn æ spenntari fyrir að
halda upp á 17. maí, og árið eft-
ir safnaðist múgmenni saman á
Stortorvet til að fagna. Svíar brugð-
ust illa við og handtóku ölvaðan
mann sem hafði skrifað „Lengi
lifi 17. maí“ á hatt sinn, en slepptu
honum þar sem honum tókst
ekki að gera grein fyrir því hvers
vegna þetta stóð þarna. Að lokum
var riddaralið kallað til og dreifði
mannskapnum. Fengu margir
harkalega útreið, lögfræðingur
einn gat ekki staðið aftur í lapp-
irnar fyrr en tveim vikum síðar og
þjóðskáldið Henrik Wergeland sak-
aði Svía um að hafa eyðilagt stúd-
entsföt sín.
Hátíðarhöldin urðu loksins lögleg
árið 1836 og hefur hann síðan verið
opinber þjóðhátíðardagur Noregs.
Annað þjóðskáld, Björnstjerne
Björnsson, tók daginn upp á sína
arma og skipulagði árið 1870 fyrstu
barnaskrúðgönguna sem hefur
verið fastur liður síðan. Björns-
son samdi líka lagið „Ja, vi elsker“
í tilefni dagsins, sem síðar varð að
þjóðsöng Norðmanna.
Norðmenn lýstu loks yfir sjálf-
stæði frá Svíum þann 7. júní 1905,
en haldið var í gamla þjóðhátíðar-
daginn. Þeir gátu nú loksins sent
til Danmerkur eftir kóngi og fengu
Hákon 7. afhentan þá um haustið,
sem er afi Haralds V., þess er nú rík-
ir. Æ síðan hefur konungsfjölskyld-
an staðið á svölum hallarinnar að
morgni dags þann 17. maí og veifað
fjöldanum sem safnast fyrir neðan.
5. júní
Danir eru ein fárra þjóða í Evrópu sem
aldrei hafa innlimaðir í önnur ríki, ef frá
eru talin hernámsárin 1940-45. Sjálfstæð-
isbarátta þeirra var því, líkt og hjá
Frökkum, háð gegn þeirra eigin yfirstétt en aðrar
þjóðir eru komnar styttra á veginn. Stærsti sigur
þeirra gegn eigin valdhöfum var unninn þann 5. júní
1849, þegar einveldið var afnumið og Danir fengu sína
eigin stjórnarskrá.
Æ síðan hefur verið litið á daginn sem hátíð til
heiðurs lýðræðinu. Upprunalega héldu stjórnmála-
flokkarnir sameiginlega fundi og ræðuhöld, en upp
úr 1870 fóru stéttaátök harðnandi og flokkarnir héldu
sína dagskrá í sitt hvoru lagi. Þá voru böll haldin um
kvöldið svo að þeir sem minni áhuga höfðu á pólitík
fengju eitthvað út úr honum líka.
Afnám einveldis var framkvæmt í samráði við Frið-
rik VII, sem hélt konungstign sinni eftir að þingræði
var komið á. Eiginkona hans hét Louise Rasmussen
og var sú þriðja í röðinni en þótti ekki af nógu góð-
um ættum til að börn þeirra hefðu erfðarétt. Hún
kom því þó til leiðar að þjóðhátíðardagurinn lenti á
afmæli sonar hennar, sem fékk þannig fánadag í stað
arfs. Jafnframt er feðradeginum fagnað á þessum
degi í Danmörku. Fáir veita honum athygli, hvort sem
það segir okkur eitthvað um danska feður eða bara
að þeirra dagur hverfur í hafsjó Dannebrog á þeirra
„Grundlovsdag.“
Stjórnarskrá Danmerkur hefur nokkrum sinnum
verið breytt síðan, svo sem árið 1915 þegar konur
fengu kosningarétt og nú síðast árið 1953 þegar Græn-
lendingar voru gerðir að dönskum ríkisborgurum og
jafnframt fengu konur rétt til að erfa krúnuna. Ávallt
er passað upp á að hin nýja stjórnarskrá sé líka dag-
sett 5. júní. Fyrir utan fána eru þó ekki margar hefðir
sem fylgja deginum. Upp úr 1890 fór fólk að fá frí hálf-
an daginn, en það var afnumið 1975.
Noregur: Sparifötin eyðilögð í slag við Svía
Ef Íslendingar hefðu farið
norsku leiðina myndum við
ef til vill enn minnast fyrstu
stjórnarskrárinnar frá 1874 og
halda þjóðhátíð fyrstu helgina
í ágúst. Vestmannaeyingar
gera það reyndar enn og
sömuleiðis Vestur-Íslendingar
með sinn Iceland Day í Gimli
þá sömu helgi. Og jafnvel á
meginlandi Íslands er þetta
enn mesta partíhelgi ársins,
þó hún hafi af einhverjum
ástæðum verið tileinkuð
verslunarmönnum frekar en
stjórnarskránni.
Danmörk: Fæðingu bastarðs kóngsins fagnað
Norðmenn fagna stjórnarskránni með skrúðgöngum.
Norðmenn, Íslendingar, Svíar og Danir sjálfir
eiga það allir sameiginlegt að fagna sjálfstæði
sínu frá Danakóngi. Þó má segja að Danir séu
þeir einu sem eru raunverulega að fagna sjálf-
stæði almennings frekar en tilfærslu valda frá
einum stað á annan. Kannski dálítið eins og ef
Íslendingar héldu upp á 19. júní, þegar íslenskur
almenningur, bæði konur og hjú, fengu kosn-
ingarétt, í stað þess 17.
Danir fagna afnámi einveldisins á ári hverju.