Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 17.06.2016, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 17.06.2016, Qupperneq 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS NJÓTTU ÞESS AÐ BORÐA MEÐ HÁGÆÐA BORÐBÚNAÐI FRÁ Melamine gæða plast 6. des. Þjóðhátíðardagur Finna er dálítið eins og þjóðin sjálf, þungur og dimmur en hjartahlýr um leið. Ólíkt Íslendingum, sem rifust við Dani um uppköst, eða Norðmönnum, sem deildu við Svía um sendiherra, þá átti Finnland ekki bara í sjálfstæðisbaráttu heldur sjálfstæðisstríði. Finnland var enn hluti af Rússaveldi þegar heimsstyrjöld braust út, sem svo leiddi til blóðugrar byltingar. Borgarastríð braust út á milli kommúnista og íhaldsmanna í Finnlandi sjálfu, þar sem Þjóðverjar og Rússar studdu sinn aðilann hvor. 37 þúsund manns létust, þar af rúmlega helmingur í fangabúðum og fjöldaaftökum eftir stríð þegar hvítliðar ákváðu að koma fram hefndum gegn hinum rauðu. Ekki greri um heilt meðal þjóðarinnar fyrr en Sovétmenn réðust á hana í Vetrarstríð- inu og samtals 80.000 Finnar létust í því og Framhaldsstríðinu sem fylgdi í kjölfarið. Sjálfstæðibarátta Finna hefur því ávallt verið þeim heldur harmþrungin minning. Í stað þess að veifa fánum snemmsumars, eins og Íslendingar og Norðmenn gera, er kveikt á bláum og hvítum kertum á einum kaldasta og dimmasta degi ársins og þau sett út í glugga. Á sínum tíma átti þetta að gefa til kynna að særðir hermenn gætu fengið hjúkrun í viðkomandi húsi, en núna er merkingin að minnast hinna látnu. Hápunktur hátíðar- haldanna er svo þegar bein útsending er frá því þegar forsetinn tekur á móti heldra fólki og frægu í forsetahöllinni. Ræðir svo fólk sín á milli hverjum var boðið og hver var í hverju og með hverjum, dálítið eins og finnskur óskar haldinn til heiðurs föllnum hetjum. Finnland: Dagur hinna dauðu Ef Íslendingar hefðu haldið fast í 1. desember sem sinn þjóðhátíðar- dag hefði hann kannski orðið svip- aður og í Finnlandi. Of kalt er til að gera nokkurn skapaðan hlut og fyrsti fullveldisdagur okkar var þrunginn harmi, haldinn mitt í spænskri veiki, frostaveturinn mikla. Finnar halda upp á þjóðhátíðardag sinn um miðjan vetur. 6. júní Hinir ávallt hlutlausu Svíar hafa ekki verið erlendu valdi seldir síðan þeir losuðu sig við Dani árið 1523 og Gústaf Vasa varð kóngur. Þó var það ekki fyrr en árið 1916 að Svíar ákváðu að dagurinn yrði að sérstök- um fánadegi. Var það bæði til að minnast sjálfstæðis frá Dönum og líka stjórnarskrár- innar, sem varð að lögum þennan dag árið 1809 og var, ásamt þeirri bandarísku og frönsku, ein sú fyrsta í heiminum. Henni var ekki skipt út fyrr árið 1974 þar sem sú gamla þótti leggja of mikla áherslu á hlutverk konungs við stjórnarmyndanir. Dagurinn var fyrst samþykktur sem þjóð- hátíðardagur 1983 og varð opinber frídagur árið 2005. Verkalýðsfélögin voru ekki ánægð með tilhögunina, þar sem annar í hvíta- sunnu var afnuminn sem frídagur í staðinn, en ef 6. júní ber upp á laugardag eða sunnu- dag verða menn af fríinu það árið. Þar sem hátíðardagurinn er nýr af nál- inni hafa miklar hefðir ekki myndast í kringum hann enn. Kvöldið fyrir fyrsta maí og Jónsmessunótt eru mun meiri partí- dagar. Þó er sá siður hægt og rólega að kom- ast á að grilla og borða jarðarberjatertu á þjóðhátíðardeginum, en einnig er hægt að heimsækja höllina endurgjaldslaust í eina skiptið á árinu. Fríinu var að hluta til komið á til að gleðja innflytjendur, sem furðuðu sig á fásinni Svía gagnvart þjóðhátíðardegi sínum. Er hann og víða nýttur til að bjóða nýbúa velkomna. Svíþjóð: Hvítasunnu fórnað fyrir þjóðhátíð Þó lengri hefð sé fyrir því að halda upp á 17. júní er þó margt sameiginlegt með þjóðhátíðardegi okkar og Svía. Báðar þjóðir fagna því að vera lausar við Dani, og kjósa að gera það snemmsumars með fánum og mat á meðan mesta djammið er geymt fyrir aðra daga. Nú er bara spurning hvort við tökum ekki upp nýja stjórnarskrá fyrir 17. júní næst, og slá- um þessu saman eins og þeir. Svíar losuðu sig við Dani fyrir næstum 500 árum og fagna því enn.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.