Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 17.06.2016, Síða 48

Fréttatíminn - 17.06.2016, Síða 48
Kim Kardashian er í mikilli afneitun vegna þess hve dóttir hennar eldist hratt, en hún blés engu að síður til afmælisveislu í prinsessustíl fyrir North West í vikunni, sem varð þriggja ára þann 15. júní. Í tilefni dagsins skrifaði hún líka afmæliskveðju til dóttur sinnar á Instagram: „Ég trúi ekki að litla stúlkan mín sé þriggja ára í dag. Northie ég get ekki lýst því hvað ég elska þig mikið. Til hamingju með afmælið þitt, uppáhalds hafmeyjan mín.“ Veislan var haldin í Dis- neylandi og var Kim dugleg að taka myndir af dóttur sinni og birta þær á sam- félagsmiðlum. Meðal annars mátti sjá mynd af þeirri litlu í bleikum prinsessukjól umkringd fígúrum úr teiknimyndinni um Bamba. Í texta við myndina þakkaði Kim Disneylandi fyrir að láta drauma dóttur sinnar rætast á af- mælisdaginn. Þá birti hún myndir af þeim mæðgunum saman þar sem hún sést kyssa hana og kjassa. „Ég mun aldrei hætta að kyssa þig og elska þig og angra þig,“ skrifaði raunveruleikastjarnan við myndina. Öll Kardashian fjölskyldan mætti að sjálfsögðu í afmæli North litlu, þar á meðal Kourtney, systir Kim, ásamt manni sínum, Scott Disick, og börnum þeirra, Mason og Pen- elope. Og þar sem fleiri börn voru á svæðinu passaði Kim vel upp á að North væri meðvituð um að þetta væri dagurinn hennar og að allt snérist um hana þennan dag, ekki önnur börn. alla föstudaga og laugardaga Öll rúnstykki á 80 kr.stk Bergstaðastræti 13 - 101 Reykjavík - Sími 551 3083 - www.bernhoftsbakari.is Fagmenska tryggir gæðin Kaleo á flugi – í útlöndum Strákarnir í hljómsveitinni Kaleo gáfu út plötuna A/B á föstudaginn síðasta og hafa viðtökurnar verið hreint út sagt frábærar. Salan hefur farið vel af stað og náði platan hæst í þriðja sæti á bandaríska iTunes-listanum og fór á toppinn í sjö löndum. Hér heima hefur mikið verið talað um útgáfuna en fáir virðist hafa rokið út í búð og tryggt sér eintak. Samkvæmt Tónlistanum seldist aðeins 61 eintak af A/B hér á landi fyrstu vikuna og sannast því hið fornkveðna að upphefðin kemur að utan... Barnabækur á arabísku Áhugi á Íslandi úti í heimi er ekki eingöngu bundinn við fótbolta um þessar mundir. Fyrir skemmstu komu út á arabísku bækurnar Blómin á þakinu eftir Brian Pilkington og Ingi- björgu Sigurðardóttur og Lubbi lundi eftir Brian Pilkington. Það er forlagið Al Fulkt í Abu Dhabi sem gefur bækurnar út. Draumurinn rættist í Disneylandi North West fagnaði þriggja ára afmæli sínu og Kim Kardashian bauð í alvöru prinsessuveislu í Disneylandi „Ég hef aldrei getað hugsað mér að vera með öðrum en listamanni.“ Snæfríður Ingvarsdóttir leikkona í viðtali við amk... á morgun Orðin þriggja Kim Kardashian er í mikilli afneitun yfir því hvað dóttir hennar eldist hratt. Manúela er tilbúin í Secret Solstice Samfélagsmiðladrottningin og fegurðardísin Manúela Ósk Harðardóttir er að sjálfsögðu að fara á Secret Solstice tónlistarhá- tíðina sem fer fram í Laugardaln- um um helgina. Hún er búin að vera dugleg að koma sér í rétta gírinn í vikunni og fékk meira að segja túr um hátíðarsvæðið með Ósk Gunnarsdóttur, fjölmiðlafull- trúa hátíðarinnar. Þá er hún búin að máta nokkur fatadress og sækir augljóslega innblástur til Coachella tónlistarhátíðarinnar. Hún hefur birt myndir af sér, bæði á Instagram og Snapchat, í síðum hippakjólum, kögurjökkum, með kögurveski, hárbönd, derhúfur, sólgleraugu og mellubönd um hálsinn (chokers). Gallinn við að halda tónlistarhá- tíð á Íslandi er reyndar sá að hér er allra veðra von og ef veður- spáin stenst má búast við því að gestir Secret Solstice blotni ansi hressilega. Manúela verður því að öllum líkindum að finna sér eitthvað annað til að klæðast eða einfaldlega skella sér í regnponsjó yfir hátíðardressið.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.