Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016 Í úrslitaleiknum mættust tvo stór- veldi sem eru ekki lengur til, Sov- étríkin og Júgóslavía. Lev Yas- hin, markvörður Sovétmanna, var stjarna mótsins en Júgóslavar komust þó yfir áður en Sovét- menn jöfnuðu. Meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma og leikurinn fór því í framlengingu – og þegar framlengingin byrj- aði var kominn mánudagur í Moskvu. Þar skoraði ungur fram- herji, Viktor Ponedelnik, sigur- markið. Þetta var himnasending fyrir fyrirsagnaritara í Moskvu, þar sem Ponedelnik þýðir mánu- dagur á rússnesku. Forfeður hans voru bændur og þegar bændaá- nauðinni var aflétt tæpum hund- rað árum fyrir úrslitaleikinn voru nöfn allra bændanna færð í þar til gerða bók. En drukkin skrifstofu- blók ruglaði saman nöfnum bænd- anna nýfrjálsu og vikudögunum og þar með hófst saga Mánudags- fjölskyldunnar. Moskvugullið kostar gull Mesta dramatíkin á þessu fyrsta Evrópumóti átti þó rætur sín- ar að rekja til spænsku borgara- styrjaldarinnar. Kommún- istarnir höfðu fengið vopn frá Rússum – og kostað til þess um tveimur þriðju af gullforða Spánar, sem fram að því höfðu átt gnægð- ir af gulli. Þetta dugði þó komm- únistum ekki til að vinna borg- arastyrjöldina og Franco var svo í nöp við Sovétmenn eftir þetta að hann neitaði að leyfa Spánverj- um að keppa við þá í fjórð- ungsúrslitunum árið 1960. Þarna sluppu Evrópumeist- ararnir verðandi mögulega við sterkasta lið Evrópu. Þetta var árið sem Real Madrid vann sinn fimmta Evrópumeistaratitil í röð og Alfredo Di Stefano var á hátindi ferilsins. Hann náði þó aldrei að vinna neitt með landsliðinu, þökk sé Franco og meiðslum á HM 1962. En eitthvað mildaðist Franco með árunum – og fjórum árum seinna voru Sovétmenn mættir til Madrídar að keppa við Spánverja í öðrum úrslitaleik keppninnar. Stjörnurnar úr gullaldarliði Real Frá París til Parísar Úrslitaleikir EM í gegnum tíðina Fyrsti úrslitaleikur Evrópumótsins byrjaði á sunnudegi og endaði á mánudegi – og Mánudagur skoraði sigurmarkið. Leik- urinn var spilaður í París, rétt eins og núna, og Frakk- ar voru mættir með sitt fyrsta gullaldarlið – höfðu náð bronsi á heimsmeist- aramótinu tveimur árum áður og voru bjartsýnir á að vinna loksins stórmót. En þetta var áratugur Austur-Evrópu – kommún- istaríkin áttu lið í undan- úrslitum allra heims- og Evrópumeistaramóta á sjöunda áratugnum – og á EM 1960 röðuðu þær sé í þrjú efstu sætin, á undan Frökkum. Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn Madrid voru flestar hættar en Luis Suárez, sem hafði spilað fyrir erki- fjendurna í Barcelona, var enn að spila. Hann var núna kominn til Inter og var stjarna Spánverja í 2-1 sigri. Hann sagði þetta spænska lið vera mun verr mannað en áður – „en þá unnum við ekkert. Þetta lið var liðsheild frekar en hópur stjörnuleikmanna.“ Líklega hefur þó fáa grunað þarna að Spánverj- ar þyrftu að bíða í heil 44 ár eftir næsta titli. Heppnissigur Ítala Það má lengi deila um heppni í íþróttum – en það er ómögu- legt að neita því að Ítalir voru skrambi heppnir að vinna sitt eina Evrópumót árið 1968. Tveim- ur árum áður hafði úldnum tómöt- um rignt yfir þá eftir háðulegt tap fyrir Norður-Kóreu á HM og þeir voru staðráðnir í að endurheimta ást ítalskra áhorfenda. Eftir 120 markalausar mínútur gegn Sovét- mönnum fagnaði svo ítalski fyr- irliðinn Facchetti ógurlega – eftir að hafa unnið hlutkesti og komist þannig í úrslitaleikinn. Þar mættu þeir Júgóslövum með Dragan Džajic í broddi fylkingar. Evróputitill er væntanlega akkúrat það sem þessi stærsta stjarna júgóslavneskrar knattspyrnusögu hefði þurft til þess að vera skipað á sess með þeim bestu í sögunni. Og það munaði ekki miklu, hann kom sínum mönnum yfir í upphafi leiks og í 70 mínútur virtist titillinn á leiðinni til Júgóslavíu. En Ítalir skoruðu jöfnunarmark tíu mínút- um fyrir leikslok og náðu jafntefli, sem markvörður þeirra, Dino Zoff, játaði fúslega að þeir hefðu ekki átt skilið. Endurtekinn úrslitaleikur fór fram aðeins tveimur sólar- Mánudagur í París Igor Netto lyftir Evrópubikarnum fyrstur manna, markvörðurinn Lev Yashin og markaskorarinn Ponedelnik standa sitt hvoru megin við hann. „en þá unnum við ekkert. Þetta lið var liðsheild frekar en hóp- ur stjörnuleik- manna.“ Líklega hefur þó fáa grun- að þarna að Spán- verjar þyrftu að bíða í heil 44 ár eftir næsta titli. Franco Einræðisherrar hafa haft sín áhrif á EM. Franco kom í veg fyrir að Spánverjar gætu unnið fyrsta Evrópumeistaratitilinn og 32 árum seinna gerðu stríðsherrarnir í Júgóslavíu Öskubuskuævintýri Dana mögulegt. www.gilbert.is FRÁBÆRA SKEMMTUN STRÁKAR TAKK FYRIR

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.