Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 19
| 19FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016
Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
j
l.
is
•
S
ÍA
Vægi ferðaþjónustu hefur aukist í Holtagörðum
sem gegna nú hlutverki nýrrar samgöngumið-
stöðvar með um 600 þúsund heimsóknum
ferðamanna á hverju ári. Reitir vinna að endur-
skipulagningu Holtagarða og fyrirhuga að setja
upp veitinga- og matarmarkað í bland við þann
rekstur og þjónustu sem fyrir er.
Auglýst er eftir rekstraraðilum til þátttöku í
uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og
matarmarkaði. Markaðurinn verður með bása-
fyrirkomulagi þar sem 12 m² og stærri rými
eru í boði, með eða án bakrýma.
Sælkerahöllin verður í anda Torvehallerne og
Borough Market þar sem matur, menning og
umhverfi tvinnast saman í skemmtilegri upplifun
fyrir gesti og gangandi. Sælkerahöllinni er ætlað
að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna
þar sem áhersla verður lögð á ferska, íslenska
matargerð, hráefni beint frá býli og sjávarfang
ýmist til að njóta á staðnum eða hafa með heim.
Einnig er leitað að rekstraraðilum með
sérvöru, ferðaþjónustu eða afþreyingu.
Umsóknarfrestur er til 1. september 2016.
Umsóknir og frekari upplýsingar á:
www.reitir.is/saelkeraholl.
Rekstraraðilar óskast í
Sælkerahöll í Holtagörðum
Spennandi tækifæri í líflegu umhverfi
verið að leita að dagmömmu fyr-
ir hann, þá var enginn sem vildi
taka hann, nema ein og hún vildi
rukka tvöfalt. Stundum er horft á
hann úti á götu, ef hann hagar sér
ekki nógu vel. Ég tek ekki mikið
eftir þessu en foreldrar mínir vita
meira um þetta.“
Arngunnur segir það þó hafa
farið fyrir brjóstið á sér þegar
hún var yngri, að heyra krakka
tala með niðrandi hætti um að
vera fatlaður. „Einhverjir krakkar
gátu átt það til að segja eitthvað
til að reyna að vera leiðinlegir. Ég
svaraði því stundum með því að
segjast eiga fatlaðan bróður og út-
skýrði þá jafnvel muninn á að vera
fatlaður og ófatlaður. Ég sagði að
bróðir minn væri ekki alveg eins
og við, hann væri með öðruvísi
útlit og væri lengur að læra hluti.
Ég heyri ekki svona tal í dag. Það
var meira þegar ég var yngri og
þegar krakkarnir skildu heldur
ekki alveg hvað þau voru að segja
asnalega hluti.“
Býr í honum leikari
Arngunnur vill fyrst og fremst
stíga fram til að segja frá því hvað
henni finnst hún hafa lært margt
af því að vera stóra systir Garðars.
„Ég hef orðið víðsýnni gagn-
vart öllu. Mér finnst ég hafa öðlast
miklu meiri skilning á lífinu. Mér
finnst ég geta skilið fólk í erfið-
um aðstæðum betur. Eins og bara
þegar ég var krakki, þá talaði ég
ekki með neikvæðum hætti um
fötlun, ég reyndi frekar að fræða
krakka um af hverju þau ættu ekki
að gera það. Ég hef líka lært að
það er hægt að lifa alveg eðlilegu
lífi þó það sé fatlaður einstakling-
ur í fjölskyldunni. Við gerum allt
sem venjulegar fjölskyldur gera.
Við förum í útilegur og ferðalög,
í afmæli hjá vinum og skyldfólki.
Hann tekur þátt í öllu og honum
finnst ótrúlega gaman að stúss-
ast með okkur. Svo er hann mikill
vinnukarl og elskar að fá verkefni,
eins og að vesenast í garðinum og
svoleiðis. Hann hefur svo stóran
persónuleika og hans sterkasta
hlið er sennilega hvað hann er
mikill leikari í sér. Honum finnst
ógeðslega gaman að vera fyndinn
og láta hlæja að sér.“
Hún segir Garðar elska íslenskt
sjónvarpsefni og kunni heilu þátt-
araðirnar utan að. „Hann getur
horft á þetta endalaust og þulið
upp úr sér allt sem gerist. Ástríði,
Fangavaktina, alla söngleiki, Mary
Poppins, Línu langsokk. Æðis-
legast finnst honum ef ég nenni
að leika með honum, þá á ég á að
vera Lína og hann vill helst vera
bæði hesturinn og apinn. Auðvitað
vill hann þá að leikurinn sé enda-
laus. Hann elskar líka að láta segja
sér sögur. Þegar við förum saman í
göngutúra þá vill hann helst að ég
segi honum söguna af Hróa hetti
sem hann sá leikhópinn Lottu
setja upp, hann elskar þau sko og
fer á allar sýningarnar þeirra oft
og mörgum sinnum. Honum finnst
alls ekki jafn skemmtilegt þegar ég
er að skálda sögur. Hann vill að ég
segi sögur og syngi lög sem eru til í
alvöru. Þá getur hann sungið með.
Það er oftast mikil gleði í kringum
hann. Þó það krefjist þolinmæði
að eiga fatlað systkini og skilnings
á aðstæðum þess, hef ég grætt svo
mikið á því. Óteljandi gleðistundir
og ævintýri sem hafa verið svo gef-
andi. Að eiga fatlað systkini er alls
ekki eitthvað sem þarf að hræðast.
Mér finnst það frábært þó það sé
erfitt.“
Hefurðu áhyggjur af honum í
framtíðinni?
„Nei, ég held að hann eigi eftir
að standa sig vel. Hann er svolítið
feiminn en ég vona samt að hann
fari í leiklist og geti gert það sem
honum finnst skemmtilegt. Ég
vona að hann eigi eftir að fara í
menntaskóla og að hann geti feng-
ið vinnu og lifað góðu lífi. Ég vona
að samfélagið leyfi honum að gera
allt sem hann vill. Hann hefur svo
margt að gefa.“