Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 20
Þegar farið í gönguferðir er gott og næringarríkt nesti ekki síður mikilvægt en góðir skór og annar útbúnaður. Svo þarf nestið líka að vera frekar meðfærilegt sé ætlun- in að koma því fyrir í bakpoka og ganga með það á bakinu í marga klukkutíma. Og hafa gott geymslu- þol utan kælis. Gott er að hafa í huga að nestið þarf að vera blanda af góðri fitu og kolvetnum og ekki spillir fyrir að krydda matinn með góðum kryddum til að gefa honum gott bragð. -Pasta, núðlur og hrís- grjón eru rík af kol- vetnum og því góðir valkostir í gönguna. Þetta eru matvæli sem er létt að bera og auðvelt að elda með vatni og prímus. Þá er einnig sniðugt að hafa flatkökur, tortillur og gróft brauð í nestispakk- anum. -Sem álegg er gott að hafa kjúkling í strimlum eða kjúklingaskinku, létt- pepperoní, skinku, túnfisk, kæfu, kavíar og ost. -Til að gera matinn enn lystugri og orkuríkari getur líka verið gott að hafa góða olíu meðferðis í brúsa, eins og ólífu- eða kókosolíu. -Fyrir skjóta orku er nauðsynlegt að hafa meðferðis þurrkaða ávexti, hnet- ur, múslístangir og súkkulaði. -Svo má ekki gleyma vökvanum, en mikilvægt er að hafa vatn í flösku með sér í gönguna. Á mörgum stöð- um er líka hægt að nálgast tært lindarvatn til að fylla á flöskuna. Gott er þó að hafa í huga að ekki er snið- ugt að drekka vatnið ískalt þó það sé freistandi. En mikil orka fer í að hita vatnið upp í líkamanum. Best er að drekka vatnið sem næst líkamshita. Orkudrykkir sem innihald sölt eru líka ágætir til síns brúks en vatnið er alltaf besti vökvagjafinn. 20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016 Newton skórnir fara sigurför um heiminn. Byltingarkenndir hlaupaskór á frábæru verði. Ath:Hlaupagreining er innifalin við kaup á öllum Newton skóm. Panta þarf tíma í síma: 553-1020 Fást aðeins í Afreksvörum Glæsibæ , Afrek.is og CraftSport Ísafi rði Newton hlaupaskórnir geta losað þig við beinhimnubólgu, kálfa-, hásina-, bak- og hnjáavandamál. Newton skórnir fást aðeins í sérverslunum þar sem þú færð faglega ráðgjöf við val og mátun. Sérverslun hlauparans kynnir Afreksvörur Glæsibæ – Sími: 553-1020 – Heimasíða: www.afrek.is Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum Adidas Ultra Boost ST Þessir skór eru aðeins til í takmörkuðu upplagi og eru frábærir í hlaupin, að mati sérfræðinga. Svokallað primeknit upper úr tækni- prjónuðu efni er notað við framleiðslu. Þeir eru mikil tískuvara og fæstir sem tíma að nota þá í útihlaupið en þeir eru þess virði. Gott nesti í gönguna Mikilvægt er að hafa orku- og næringarríkt nesti í bakpokanum. Fremstu hlaupaskórnir Hvort sem þú stefnir á maraþon eða ætlar einfaldlega að koma þér í form þá skal byrja á byrjuninni: góðum æfingaskóm. Gríðarlegt framboð er af hlaupa- skóm og búnaði. Það getur reynst erfitt að finna þá réttu og það get- ur verið kostnaðarsamt að prófa sig áfram. Göngu- og hlaupagrein- ing er ráðlögð fyrir alla þá sem setja aukið álag á fæturna, líkt og hlaup eða hverskonar líkamsrækt. Í greiningunni er veitt aðstoð við val á skóm, leiðrétting á skekkj- um og mislengd ef á við með sér- smíðuðum innleggjum og púðum. Bæði Flexor og Eins og fætur toga bjóða upp á tíma í göngu- og hlaupagreingu og má fræðast nán- ar um það á heimasíðu þeirra. Gott að hafa í huga -Það tekur tíma að ganga skó til svo kaupið ekki nýja skó fyrir langt hlaup eða keppni. -Léttir skór henta sprettum, fyrir lengri hlaup þarf eilítið þyngri skó. -Hugsaðu um hvar þú kemur til með hlaupa, sumir skór henta hlaupa- brettinu betur og aðrir möl eða gangstétt. ASICS MetaRun Þeir eru sagðir vera bestu skórnir frá Asics til þessa. Fyrir alla þá sem taka hlaup alvarlega. Skórnir eru sérstaklega hannaðir fyrir langar vegalengdir, með stöð- ugleika, þyngdarpunkt og góða púða í forgrunni. APL Windchill Energy Þessir háþróuðu íþróttaskór eru svo tæknilegir að leik- mönnum NBA deildarinn- ar er bannað að klæðast þeim. Skórnir anda vel og eru sérstaklega hannað- ir til þess að endurnýta orkuna og halda fótunum svölum og þurrum. Nike Flyknit Lunar Epic Skórnir eru orðaðir við ótrúleg þægindi. Sokkurinn veitir gott aðhald og skórnir sitja þétt við ökklann. Skórnir eru léttir og fæstir vilja fara úr þeim við lok hlaupsins.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.