Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 4
Brexit Andúð í garð útlendinga blossaði upp strax eftir kosningar. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Í Bretlandi ríkir pólitískt tómarúm þessa dagana. Stjórnmálaleiðtogar hafa ýmist sagt af sér eða standa laskaðir eftir. Ríkisstjórn Davids Cameron er valdalítil nú þegar hann er á leið úr embætti. „Allir stjórn- málaflokkarnir þurfa að takast á við uppþot þessa dagana, sem er óvenjuleg staða í breskum stjórnmál- um. Breskt samfélag finnur nú fyr- ir þeim miklu efnahagshræringum sem fylgdu kosningunum. Pundið hefur ekki verið jafn veikt í ríflega 30 ár og vandamál í byggingariðnaði aukast. Á móti kemur að ódýrara verður að ferðast til Bretlands og það hjálpar ferðamannaiðnaðinum eitthvað,“ segir Ingibjörg Þórðar- dóttir, ritstjóri fréttavefsíðu CNN. Ingibjörg segir það misjafnt hvernig úrslit kosninganna fara í íbúa Bretlands. „Frá kosningum hef ég bara verið í London og á Íslandi, en það er mikilvægt að átta sig á að stemningin fyrir þessu er gjörólík eftir því hvar þú ert. Hér í London eru eiginlega allir enn að jafna sig á sjokkinu, enda kaus borgin að halda sig innan Evrópusambandins. Margir trúa því að þetta muni ekki ganga í gegn, en annars staðar er fólk visst um að það hafi kosið rétt með því að segja já við útgöngunni og vonar svo það besta.“ Ingibjörg segir að fólk hafi nýtt at- kvæði sitt með mjög mismunandi ástæður í huga. „Margir töldu að útganga verndaði sjálfstæði Bret- lands. Innflytjendamálin og sjálfs- ákvörðunarréttur í þeim var oft ástæða fyrir útgönguatkvæðum. Aðrir telja að atvinnuástand muni batna sé skorið á sambandið við Evrópu.“ Fyrstu dagana eftir kosningarnar bar nokkuð á andúð gegn útlending- um, jafnvel í hinni fjölmenningar- legu London. „Hér í borg birtist þetta í hegðun sem ekki hefði þótt ásættanleg fyrir Brexit, til dæmis urðu Pólverjar fyrir aðkasti. Allt í einu þótti í lagi að segja hluti sem ekki þóttu í lagi áður.“ Ingibjörg tel- ur þó að dregið hafi úr andúð á síð- ustu dögum. „Ég vona að lítill hópur skemmi ekki ímynd Bretlands sem fjölbreytts og opins land.“ Ingibjörg segir að óvissan þurfi ekki að koma á óvart. Nauðsynlegt sé að fá stöðugleika í stjórnmálin og botn í það hvernig standa eigi að útgöngunni. „Fjölmargir vöruðu við glundroða og nægir þar að nefna Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn og Obama, forseta Banda- ríkjanna. Ég held að hlutirn- ir séu að þróast nákvæmlega eins og margir spáðu. Við erum bara búin að sjá toppinn af ísjakan- um af öllu því sem mun gerast í kjöl- far þessara örlaga- ríku kosninga. Bretland þarf að græða sárin. Það mun taka tíma.“ Grænmetisrækt Sóunin hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna er hræðileg, að sögn matreiðslumeistarans Dóru Svavarsdóttur. Hún segist horfa á eftir hundruðum kílóa fara í ruslið í hverri viku. Kerfið skapi engan hvata fyrir grænmetis- bændur til að haga ræktun í samræmi við eftirspurn. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Matreiðslumeistarinn Dóra Svavars- dóttir rekur veisluþjónustu og færir starfsmönnum Sölufélags garðyrkju- manna mat á hverjum degi. Hún segist sjá að heilu ruslagámarnir séu fylltir af heillegu grænmeti sem ekki selst í búðum. „Það gerist reglulega, þegar ég kem þangað, að hundruð kílóa af fullunnu og jafnvel pökkuðu grænmeti sé hent í ruslið. Mér finnst hræðilegt að horfa á þetta enda sóun á matvælum, orku, pakkn- ingum, tíma og vinnu.“ Dóra hefur tekið þátt í verkefninu Zero Waist sem hrundið var af stað af Landvernd, Vakandi og Kvenfélagasambandi Íslands og miðar að því að minnka matarsóun. Hún hefur haldið fyr- irlestra um matarsóun og segist stöðugt rýna í umhverfi sitt með þetta fyrir augum. Grænmetisbændur leggja inn uppskeru til Sölufélags garðyrkjumanna sem sér um að koma vörunni til neytenda. Félagið segist tryggja að 90 prósent af heildsöluverði vör- unnar skili sér til framleiðanda. „Þó félagið sé í eigu bænda, þjónar það þeim ekki ef það hendir svo miklu af uppskerunni,“ segir Dóra. Hún telur tilgang félagsins góðan en margar hindranir í kerfinu komi í vegi fyrir að það virki sem skyldi. „Sóunin bitnar á okkur neytendum og bóndanum á endanum. Því hluti af vandanum er fjarlægðin á milli bónda og kaupanda. Það þýðir að bóndinn fær of seint að vita hvern- ig salan á afurðunum gengur og getur því illa hagað sinni ræktun í samræmi við eftirspurn.“ Dóra segir eina af rótum vandans vera að styrkir til bænda séu framleiðslutengdir sem geri það að verkum að það borgi sig fyrir bóndann að framleiða sem mest. „Löggjöf- in um sölu grænmetis er heftandi og býr til óþarfa flækjustig.“ Hún segist hafa rætt sóunina við starfsfólk Sölufélags garðyrkjumanna og öllum þyki leitt að þurfa að henda heillegu grænmeti. Það hafi meðal annars komið til móts við hana, á viðburðum sem Dóra hefur átt þátt í að skipu- leggja, þar sem afgangs grænmeti var notað í mikla súpugerð. 4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016 Hver er Ingibjörg Þórðardóttir? • Býr í London og starfar hjá CNN Digital. • Ber ábyrgð á alþjóða­ síðum CNN vefsíðunnar. • Starfaði hjá BBC í 15 ár, meðal annars sem fréttaritstjóri. • Er með meistara­ gráðu í alþjóða­ stjórnmálum. Hér í borg birtist þetta í hegðun sem ekki hefði þótt ásættanleg fyrir Brexit, til dæmis urðu Pólverjar fyrir aðkasti. Ingibjörg Þórðardóttir ritstjóri hjá CNN Hræðileg sóun á íslensku grænmeti Dóra Svavarsdóttir segir grátlegt að horfa á eftir heillegu grænmeti í ruslagám. Mynd | Hari Bara toppurinn af ísjakanum Ingibjörg Þórðardóttir, ritstjóri fréttavefsíðu CNN, segir að rykið sem þyrlaðist upp eftir Brexit sé langt frá því að setjast. Í London er fólk í áfalli. Ingibjörg Þórðardóttir segir að eftir Brexit hafi þótt í lagi að segja hluti sem ekki liðust áður. Fimm afleiðingar Brexitkosninganna 1David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér í kjölfar úrslitanna. Þá hvarf Nigel Farage, leiðtogi UKIP flokksins, af stjórnmála- sviðinu og sagðist hafa náð sínum pólitísku mark- miðum. Boris Johnson, sem fór fremstur manna í Brexit umræðunni, ákvað að gefa ekki kost á sér til formanns Íhaldsflokksins. 2Bretland fór úr því að vera fimmta stærsta hagkerfi heims, niður í það sjötta. Bretland hefur verið í fimmta sætinu frá árinu 2014. Frakkland er nú fimmta stærsta hagkerfið. 3Pundið hefur fallið um 14% gagnvart dollar og hefur ekki verið lægra í 31 ár. Þá hefur pundið fallið um 0,9% gegn evru. Pundið er komið niður fyrir 160 krónur. 4 Fjármálakerfi Breta gæti verið í uppnámi. Samkvæmt könnun fyrir kosningar sögðust 20% fyrirtækja í bankastarfsemi flytja starfsemi sína annað ef Bretar gengju úr ESB. Það eru 80 þúsund störf. HSBC bankinn hefur tilkynnt að 1000 starfsmenn bankans muni flytja til Parísar. 5Bretland er stærsta viðskiptasvæði Íslendinga. Við seldum vörur fyrir 120 milljarða til Bret- lands á síðasta ári. Þá eru 20% ferðamanna sem hingað koma breskir. Það er ljóst að veikt pund getur haft veruleg áhrif á þessi viðskipti. Þessi evrópusinni var líklega ósáttur með úrslit Brexitkosninganna. Mynd | NordicPhotos/Getty Menning Nokkrir íslenskir tónlistarmenn sem fram komu á tónlistarhátíðinni Sónar, sem haldin var í febr- úar á þessu ári, hafa ekki enn fengið greitt fyrir vinnu sína. Forsprakki Sónar hátíðarinnar er Björn Steinbekk, sem nú er sakaður um svik við miðasölu á landsleik Ís- lendinga og Frakka á Evrópumótinu í fótbolta. Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að nokkrir starfsmenn hátíðarinn- ar hafi gengið á eftir launum sínum við aðstandendur hátíðarinnar síðan hún var haldin, en án árangurs. Af þeim listamönnum sem Frétta- tíminn ræddi við, kom í ljós að nokkr- ir höfðu sannarlega fengið greitt fyrir vinnu sína, en þó ekki þrautalaust. „Ég fékk greitt,“ sagði einn tónlist- armaðurinn í samtali við Fréttatím- ann en bætti við: „Það var þó ekki Ekki fengið greitt frá Sónar Tónlistarhá- tíðin Sónar hefur verið haldin frá árinu 2013. fyrr en eftir margar ítrekanir í tölvu- póstum til Björns. Ég þurfti að leggja á mig þvílíka aukavinnu til þess að fá þetta greitt. Ég veit um að minnsta kosti þrjá sem hafa ekki fengið greitt.“ Þeir tónlistarmenn sem höfðu ekki fengið greitt hafa haft verulegar áhyggjur undanfarið, sérstaklega vegna miðamáls Björns, en þeir sem keyptu miðana af honum lögðu inn á reikning Sónar. Úr varð að Eldar Ást- þórsson, eini stjórnarmaður Sónar sem er ekki tengdur Birni fjölskyldu- böndum, sagði sig úr stjórn félags- ins. Þau svör fengust frá eigendum hátíðarinnar á Spáni í vikunni að til greina kæmi að hætta að leigja Birni vörumerki hátíðarinnar. | vg/þt Sakamál Eyþór Helgi Birgis- son var dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Eyþór Helgi, sem er atvinnumað- ur í fótbolta í Noregi, var ákærður fyrir að hafa stungið fingrum sínum í leggöng konu þegar hún gat ekki spornað við kynferðismökunum sökum svefndrunga og ölvunar. Brotið átti sér stað á Suðurlandi árið 2014 en í dóminum segir að Eyþór hafi gist heima hjá konunni ásamt vinkonu hennar. Fórnarlamb- ið hafði ekki áhuga á kynferðislegu samneyti við hann og gerði honum grein fyrir því með skýrum hætti. Eyþór braut engu að síður á konunni þar sem hún svaf, en hún vaknaði við verknaðinn og fraus, eins og segir í dómsorði. Samskipti þeirra á Facebook eftir atvikið voru svo lögð fyrir dóminn og þar baðst Eyþór afsökunar á framferði sínu, en hann hélt því þó fram að hann hefði ekki verið að biðjast afsökunar á brotinu sjálfu. Dómarar töldu þá skýringu ekki sannfærandi. Eyþór spilar með norska liðinu Volda TI í Noregi, þar áður spilaði hann með Fram. Þegar brotið átti sér stað keppti hann hinsvegar með Víkingi í Ólafsvík. Eyþóri Helga er gert að greiða konunni 900 þúsund krónur í miskabætur. | vg Atvinnumaður í fótbolta dæmdur fyrir nauðgun

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.