Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 30
Madonna vill fá son sinn til sín Madonna og sonur hennar, Rocco, sættust í sein- asta mánuði eftir að hafa átt í erjum í næstum hálft ár. Erjurnar snúast um hvar hinn 15 ára gamli Rocco eigi að búa, hjá mömmu sinni eða pabba. Madonna og Guy, faðir Rocco, sættust á að drengurinn myndi búa hjá pabba sínum í London. Nú hefur hinsvegar allt sprungið í loft upp aftur eftir að Madonna sá mynd af Rocco drekka áfengi í London. Það er ólöglegt að drekka áfengi fyrir 16 ára aldur í Englandi og hyggst Madonna nota myndirnar til að fá drenginn til sín til frambúðar. Rocco verður 16 ára í ágúst. Heppin að vera á lífi Grínistinn Sarah Silverman lenti í óskemmtilegri reynslu í síðustu viku og sagði frá því á Facebooksíðu sinni á miðvikudag. Hún fór á læknavaktina með mikla hálsbólgu. „Ég veit ekki af hverju ég var einu sinni að fara til læknis út af þessu,“ sagði hún í færslunni. Það kom þá í ljós að hún var með mjög alvarlega barkabólgu. Í sumum tilfellum getur barkabólga orðið það alvarleg að hún lokar fyrir öndunarveginn og seg- ist Sarah vera heppin að vera á lífi. Hún sagði í færslunni að hún væri þakklát fyrir alla umönnunina sem hún fékk á spítalanum en hún var á spítalanum í 5 daga. Norah Jones eignast annað barn Norah Jones eignaðist sitt annað barn á dögunum. Hún á fyrir 2 ára gamlan son en hefur ekki gefið upp kyn nýfædda barnsins. Norah heldur einkalífi sínu fyrir sig og hefur ekki einu sinni gefið út nafn eldra barnsins en hann fæddist í febrúar 2014. Hún birtir samt reglulega myndir og myndbönd af syni sínum á Instagram en passar alltaf að ekki sjáist í andlit hans. Í einu myndbandinu sést sonur hennar hlaupa í hringi og í bakgrunni má heyra lag frá Norah. Við myndbandið skrifaði hún: „Ég hlusta vanalega ekki á mína eigin tónlist en #foreverly spilaði lög af handahófi og þá kemur í ljós að þetta er góð barnatónlist!“ Justin Bieber sólar sig með fyrirsætu Justin Bieber eyddi tíma með skvísunni Alexandra Rodriguez í vikunni á Miami Beach. Þau skemmtu sér vel á snekkju og fóru á brimbretti. Það fór vel á með þeim og Alexandra brosti út að eyrum þegar Justin Bieber hélt um mitti hennar. Alexandra er fyrirsæta og fór seinna þennan dag, án Justin, á South Beach. Mörgum þykir Alexandra mjög lík Selena Gomez. Fyrr í þessari viku var Justin Bieber að skemmta sér á nætur- klúbbi á Miami með engri annari en Kourtney Kardashian. Cathriona White, fyrrverandi kærasta grínarans Jim Carrey, fyrirfór sér í september á síðasta ári með því taka inn of stóran skammt af lyfseðilsskyldum lyfj- um, skömmu eftir að þau hættu saman. Slúðurmiðillinn tmz.com hefur nú komist yfir það sem þeir segja vera afrit af sjálfsvígsbréfi White. Þar segist White ekki vera gerð til að lifa í þessum heimi og biður Carrey að fyrirgefa sér. „Síð- ustu þrjá daga hef ég varla trúað því að þú sért ekki hér. Ég gæti haldið áfram í ástarsorg og reynt að jafna mig. Ég gæti það. En ég hef ekki viljann í þetta skipti. Mér þykir leitt að þér fannst ég ekki vera til staðar fyrir þig. Ég reyndi að gefa þér mínar bestu hlið- ar,“ skrifaði hún einnig í bréfinu. Heimildamenn hafa þó sagt að þau hafi ekki verið hætt saman á þessum tíma, heldur aðeins í smá pásu frá hvort öðru. Þá minntist hún á jarðarförina sína, sagði að Carrey væri fjöl- skyldan sín og að hún treysti hon- um fyrir því að ákveða hvernig allt ætti að vera. Samkvæmt heimildum tmz.com hafði White áður reynt fyrirfara með því að taka lyfsseðlisskyld lyf árið 2012, í kjölfar þess að faðir hennar lést, en hún lést einmitt á þriggja ára dánardegi hans. White bað Carrey að fyrirgefa sér í sjálfsvígsbréfi Sjálfsvígsbréf kærstu Jim Carrey lekur í fjölmiðla, en hún fyrirfór sér á síðasta ári. Harmleikur Cathriona White bað Jim Carrey um að sjá um jarðarför sína. Rósu Björnsdóttur tókst snilldarlega að koma sér fyrir í 36 fermetrum. Hún segir lykilinn að taka sinn tíma og kaupa ekki allt í einni Ikeaferð. Það var skemmtileg áskorun að vinna með svona lítið rými. Að gera 36 fermetra að fjöl-nota rými þar sem hægt er að elda, læra, halda partí og hafa það kósí,“ segir Rósa Björns- dóttir, starfsmaður Geysis verslun- ar og nemi við sálfræði í Háskóla Íslands. Rósa flutti á stúdentagarðana um jólin 2014 og lagði upp með að skipuleggja rýmið á skemmtilegan og líflega máta. „Lykillinn er að ná góðri birtu inn og skarta litum á veggi. Ég tók minn tíma í að velja hluti inn, í stað þess að versla allt í einni Ikeaferð.“ Íbúðin er innréttuð með skemmtilegri blöndu af gömlu og nýju. Sem námsmaður var Rósa dugleg að leita sér uppi ódýra hluti, samanber hilluna við inn- ganginn sem kostaði einungis Snýst allt um að líða vel Smátt og huggulegt Rósa Björnsdóttir býr í 36 fermetrum á stúdentagörðunum og innréttaði rýmið fallega. Myndir | Rut 2000 krónur. „Það krefst þolin- mæði að finna ódýra hluti sem eru einnig hagnýtir í lítið pláss. Ég hef sérstaklega gaman af því að vinna með litapalletur.“ Rósa segir mikilvægt að fylgja eigin innsæi og láta ekki nýjustu breytur og strauma ráða ferðinni. „Það er gott að sækja innblástur en maður þarf líka að finna hvað virkar fyrir sig. Fylgja ekki ein- hverjum settum reglum, fyrst og fremst þarf manni að líða vel. Myndir af fjölskyldunni, póst- kortin sem ég safna og plaköt stuðla að því í mínu tilviki.“ Samlífið á stúdentagörðunum leggst vel í Rósu en nágrannarn- ir eru skilningsríkir í garð hver annars. Þó mætti samfélagið vera sterkara „Það væri gaman að sjá götugrill og meiri kommúnufíling. Allir geta hjálpast að og skapað gott stúdentalíf á görðunum.“ | sgk Ódýrt Hilluna keypti Rósa á 2000 krónur í Ikea en hún tók sinn tíma að velja réttu húsgögnin í litla rýmið. Eldhúskrókur Stofa, eldhús og svefnher- bergi rúmast allt í skipulaginu hjá Rósu. …fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 „Það er gott að sækja innblástur en maður þarf líka að finna hvað virkar fyrir sig.“ ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.