Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016 GOTT UM HELGINA Systkinatónleikar í Hannesarholti Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til systk- inatónleika í Hannesarholti annað árið í röð. Á efnisskránni eru sönglög og óperuaríur úr ýmsum áttum, auk íslenskra dægurlagaperla sem allir ættu að kannast við. Hvar? Hannesarholti Hvenær? Í dag kl. 16 Hvað kostar? 2000 Kaleo spilar á Íslandi Hljómsveitin Kaleo heldur tónleika í kvöld en um er að ræða einu tón- leika sveitarinnar á Íslandi í sumar. Plata sveitarinnar A/B kemur út í sumar og mun innihalda bæði ný og gömul lög. Strákarnir hafa verið á ferð og flugi um Norður Ameríku og Ástralíu en búast má við miklu stuði á tónleikunum í kvöld. Hvar? Gamla bíó Hvenær? Kl. 20 Hvað kostar? 5.900 - 6.900 kr. Gong gong gong.. Á morgun stendur Yoga Shala Reykjavík fyrir djúp- slökun. Sérstök gongstund fer fram en í henni felst heilandi stund sem veitir djúpa hvíld. Gongstund- ir hjálpa við að finna innri kyrrð og losa um þreytu sem kann að leynast í líkam- anum. Hvar? Yoga Shala, Engja- teigi 5 Hvenær? Á morgun kl. 20 Hvað kostar? 2000 kr. Kaffi og fagrir tónar Í dag munu Dj Óli Dóri og Teitur Magnússon spila tónlist fyrir gesti Safnahússins. Teitur Magnússon spilar ljúfa tóna fyrir gesti og gang- andi á útisvæði Kaffitárs en Dj Óli Dóri sér um að halda laugardags- stuðinu gangandi á Hverfisgötu frá kl. 13. Ilmandi kaffi frá Kaffitári og gómsætar veitingar renna ljúflega niður með fögrum tónum í fallegu umhverfi. Hvar? Safnahúsinu Hvenær? Kl. 13 - 16 Pikknikktónleikaröð Hjónin Ellen og Eyþór flytja tón- list sem er nærandi fyrir huga og sál á morgun. Á dagskránni verða uppáhalds lög Ellenar spiluð frá löngum og farsælum ferli henn- ar. Tónleikarnir eru liður í árlegri Pikknikktónleikaröð Norræna hússins. Hvar? Norræna húsinu Hvenær? Á morgun kl. 15 Barnasmiðja fyrir alla fjölskylduna Leikir og verk að vinna. Barnasmiðjur fyrir alla fjölskylduna. Reiptog, leggur og skel, vatnsburður, hrístekja, þvottastúss og ullarvinna – smiðj- ur og vinnustöðvar í Árbæjarsafni. Barnasmiðjurnar byggjast á fræðslu- verkefninu Verk að vinna þar sem börn og fjölskyldur í fylgd með þeim fá að kynnast starfsháttum fyrri tíma eins og hvernig afla þurfti eldiviðar fyrir veturinn og koma honum í hús. Hvar? Árbæjarsafni Hvenær? Á morgun kl. 13 - 16 List á Ólafsfirði Sooyeun Ahn hefur dvalið í Listhúsinu í Ólafsfirði undanfarnar vikur og mun hún sýna verk sín í Listhúsinu næstu daga. Ahn er frá Kóreu og starfaði sem rithöfundur í tíu ár áður en hélt til Tókýó og lærði ljós- myndun. Leið hennar lá síðan til New York. Víst er að sýning Ahn verður áhugaverð fyrir listáhugamenn. Hvar? Listhúsinu Ólafsfirði Hvenær? Um helgina Sport og síld Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum um helgina. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg en hún höfðar bæði til breiðs aldurshóps sem og ólíks áhugasviðs. Því er al- veg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, og jafnvel örgustu antisportistar, ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvar? Egilsstöðum Hvenær? Um helgina Hvað kostar? 2000 kr Fáein laus pláss í Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum Á komandi hausti eru fáein pláss laus við Barnaskólann á Vífilsstöðum, í grunnskóladeild fyrir 6 - 9 ára nemendur og í leikskóladeildinni sem er undanfari grunnskólanáms. Í hverjum árgangi eru tveir kjarnar, 12 -15 drengir og stúlkur í hvorum kjarna. Skólastarfið einkennist af reglu og rútínu, hreyfingu og útiveru, notkun ipadda jafnt til þjálfunar sem skapandi náms, hollt og gott fæði er á boðstólum og skóla- dagurinn er samfelldur. Skólasetning verður 23. ágúst en sumarskólinn okkar starfar fram að því. Vefur Hjallastefnunnar er www2.hjalli.is og velkomið er að leita nánari upplýsinga hjá skólastýrum í síma eða tölvupósti. Kristín kristinjons@hjalli.is sími 8991654 Lovísa lovisalind@hjalli.is sími 8695984 Í Hjallastefnuskólunum leggjum við áherslu á að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Einnig að virða valfrelsi og ólíkan áhuga barna og hlúa á víðfeðman hátt að velgengni allra, meðal annars með því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í öllum samskiptum við börn og foreldra. Áfangastaður í einstakri náttúru Vestfjarða – An amazing village and nature in the Westfjords – Kennarahúsið á Flateyri er til sölu, verð 15,9 millj. / price 117.000 Euros Tvær íbúðir, 241m2, auk kjallara. Ýmsir möguleikar, s.s. fyrir ferðaþjónustu. Nánari uppl. og myndir/photos and info: www.fl ateyri.blog.is - tel. 8218272.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.