Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 40
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 innréttingar danskar í öll herbergi heimilisins Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými. við hönnum og teiknum Fyrir þig Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. sterkar og glæsilegar þitt er valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. be tr i s to Fa n Lokað á laugardögum í sumar alla föstudaga og laugardaga Úrslitaleikur EM Ekki missa af viðureign Frakklands og Portúgals sem berjast um Evrópumeistaratitilinn í fótbolta á sunnudag. Kílóin hrynja af Kim Nýbyrjuð á Atkins-kúrnum og kílóin fjúka. Selja af sér spjarirnar Ragnheiður Haralds- og Ei- ríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífsblaðamaður, slær upp flóa- markaði í dag ásamt vinkonu sinni, Lóu Pind Aldísardóttur dagskrár- gerðarkonu. Þar ætla þær að selja allt á milli himins og jarðar, allt frá eldhúsdóti upp í skó og föt. Ragn- heiður er væntanlega að rýma til í fataskápnum fyrir nýjum fötum því kílóin hafa hrunið af henni síðustu mánuði, eftir að hún fór í maga- bandsaðgerð. Þær stöllur verða staðsettar efst á Skólavörðustígnum, á milli klukk- an 14 og 17 í dag, og lofa sjúklegu stuði, ljúfum tónum og sápukúlum. Komið til að vera Rauðleitt víkingaskeggið á Aroni Einar Gunnarssyni, fyrirliða íslenska landsliðsins, er líklega orðið eitt frægasta skegg í Evrópu eftir frækinn árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Óhætt er að hann hafi verið ansi vígalegur á vellinum með þéttvaxið skeggið en margir virtu- st hafa skoðanir á þessu nýja útliti hans. Gekk það meira að segja svo langt að sett var af stað könnun á netmiðli einum hér á landi þar sem lesendum var boðið að kjósa um það hvort hann ætti að vera skeggjaður eða skegglaus. En í vikunni birtist mynd af hon- um á instagram þar sem hann var staddur á rakarastofunni Bar- ber á Laugaveginum. Virtist hann hafa látið snyrta hárið lítið eitt, en skeggið hafi fengið að halda sér. Skeggjaður Aron virðist því kominn til að vera – í bili að minnsta kosti. Raunveruleikastjarnan Kim Kar- dashian setti sér það markmið eftir að hún eignaðist son sinn, Saint West, í desember á síðasta ári að komst nið- ur í 55 kíló. Hefur hún unnið stíft að þessu markmiði síðan og er dugleg að halda aðdáendum sínum upplýstum um árangurinn. Í vikunni birti hún mynd af sér á Instagram í ansi efnislitlum sundbol, sem leit út fyrir að vera nokkrum númerum of lítill. Bolurinn undir- strikaði vel kvenlegar línur hennar og mittið og mjaðmirnar nutu sín nutu sín vel. Kílóin virðast renna af henni þessa dagana og má það væntanlega rekja til þess að hún byrjaði á Atkins-kúrn- um, sem snýst um að innbyrða tak- markað af kolvetnum, fyrir rúmum tveimur vikum. Þá hefur hún verið dugleg að taka brennsluæfingar und- ir dyggri leiðsögn einkaþjálfara síns. Þrátt fyrir að vera á Atkins-kúrnum getur Kim leyft sér allskonar góðgæti og birtir hún gjarnan myndir af mál- tíðum, bæði á snapchat og instagram. Kanye West, maður hennar, er ekki á jafn ströngum kúr en virðist þó vera duglegur að velja hollari valkosti. Kim hefur þó viðurkennt að hún eigi erfitt með að standast freistingar, séu þær fyrir framan hana. Hún þorði til að mynda ekki að taka þátt í 4. júlí hátíðahöldunum um daginn af ótta við að falla í mataræðinu. Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.