Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016 „Svo virðist sem enginn viti hvað er að gerast í þessu hverfi og enginn rati hér og komist rétt út úr því,“ segir Agnes Ársælsdóttir, en undanfarið hafa hún, Hrund Ingvadóttir og Kristín Nanna Einarsdóttir skoðað hvort Smiðju- hverfið í Kópavogi sé vænlegt umhverfi til listsköpunar. „Þetta er Bermúdaþríhyrningur höfuð- borgarsvæðisins.“ „Við efndum til listahátíðar síð- asta þriðjudag því okkur langaði að athuga hvort hægt væri að nota svæðið til listsköpunar. Hlýtt var á ljóðalestur og listamenn voru með gjörninga og innsetningar. Hljóm- sveitir stigu á stokk. Niðurstaðan var í rauninni sú að svæðið sé kjör- ið fyrir listsköpun og hér eigi sér stað ákveðin gróska.“ segir Agnes. „Við erum búin að kynnast mörgum listamönnum á Smiðju- vegi. Einn vinnur í raftækjaversl- un og var að taka þátt í myndlist- arsýningu á Akureyri. Ég held líka að Smiðjuhverfið sé mjög vænlegt fyrir starfandi listamenn til að vera með vinnustofur. Hér er fullt af efnivið sem hægt er að nota og nóg pláss.” „Þetta er það sem koma skal. Áfram úthverfi!“ segir Agnes sposk. | bg Bermúdaþríhyrningurinn í Smiðjuhverfinu Segja svæðið vænlegt fyrir listsköpun Hlutur vikunnar Í amstri hversdagsins er auðvelt að gleyma mikilvægi stólsins. Til að hampa húsgagninu sem fylgt hefur mann- inum frá örófi alda hefur Fréttatíminn ákveðið að út- nefna stól sem hlut vikunn- ar. Flestir eru sammála um að stóll sé mjög sniðug upp- finning. „Í haust geri ég ráð fyrir að vera orðinn atvinnuflugmaður,“ segir hinn nitján ára gamli Kolbeinn Ísak Hilmarsson frá Egilsstöðum sem hefur ætlað sér að verða atvinnuflug- maður frá því að hann man eftir sér. Kolbeinn segir að allt líti út fyrir að hann verði komin með öll tilskilin réttindi í ágúst eða september en þá verður hann rétt orðinn tvítugur. „Lágmarkskröfurnar verða uppfyllt- ar þá og í raun uppfylli ég tíma- og hæfnisskilyrði hjá flugfélögum eins og Icelandair.“ Honum er þó alveg sama hvar hann fær vinnu fyrst. „Mig langar bara að fljúga, sama hverju eða hvernig og hvar. Komast í vinnu.“ Hann segir langt og margþætt ferli sé að baki en hann var ekki nema 15 ára þegar hann hóf flugnámið og það á Egilsstöðum. Síðasta haust flutti hann til Reykjavíkur og fór í atvinnu- flugnámið. Hann bætir við að ákveðinn draumur sé að verða að veruleika. „Þetta hefur verið draumurinn frá því ég man eftir mér af því það felst svo mikið frelsi í því að upplifa heim- inn á flugi – frá öðru sjónarhorni.“ | bg Kolbeinn Ísak vill upplifa heiminn á flugi. Atvinnuflugmannsdraumur frá barnæsku Kolbeinn Ísak verður ekki nema tvítugur þegar fær atvinnuflugmannsréttindi Klæðskerinn Mohammed Zahawi á sér trygga viðskiptavini og hefur meira en nóg að gera. Hann leitar nú að saumakonu. Mynd | Hari Vinsælasti klæðskeri landsins Gerir við föt og annar ekki eftirspurn. Hann lagfærði meðal annars föt karlalandsliðsins og Guðna Th., verðandi forseta. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Ég lagaði jakkaföt íslenska karlalandsliðsins og Guðna, verðandi forseta, um daginn,“ segir íraski klæðskerinn Mohammed Zahawi sem hefur búið á Íslandi í sextán ár. Mohammed gerir við jakkaföt ótal margra Íslendinga og spannar kúnnahópurinn allt frá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu til ráðherra ríkis- stjórnarinnar. Hann annar varla eftirspurn og er nú að leita að saumakonu. Mohammed lærði klæðskera- iðn í Þýskalandi þar sem hann bjó lengi og starfaði. „Síðan kom íslensk dís sem heillaði mig upp úr skónum fyrir sext- án árum og ég hef verið á Íslandi síðan, er giftur og á börn,“ bætir hann við. Þegar Mohammed kom til landsins hóf hann störf hjá Íslensku óperunni en þaðan lá leiðin til Sævars Karls og Alvaro Calvi. „Ég er kominn með marga gamla og trygga viðskipta- vini en ég hef lagað jakkaföt og sniðið á flesta ráðherra lands- ins, Halldór og Davíð til dæmis. Þá vinn ég líka með Herragarðinum og fyrir stuttu gerði ég við jakkaföt íslenska karlalandsliðsins. Síðan kom Guðni Th. hingað í fyrsta skipti um daginn.“ „Frá því ég kom til Íslands hef- ur það bara verið vinna, vinna, vinna, en ég er auðvitað ánægður með það.“ Hins vegar segist Mo- hammed hafa svo mikið að gera þessa dagana að hann hafi varla tíma til að taka sér frí. „Ég þarf nauðsynlega að ráða til mín annan klæðskera eða saumakonu. Það gengur hins vegar ekkert að finna klæðskera hér á landi,“ segir Mo- hammed sem auglýsti eftir slíkum fyrir nokkru hjá Vinnumálastofn- un en fékk engin svör. Því hefur hann hafið leit að saumakonu en reynist erfitt að finna þá réttu. Margar hafi komið í prufu til hans en hann er enn að leita. „Ég geri margt annað en það sem fellur undir klæð- skeraiðn. Klæðskerar kunna ekki allt. Þegar ég vinn hugsa ég það sem listvinnu, ég lít á mig sem listamann frekar en klæð- skera.“ En ertu ekki bara vinsælasti klæð- skeri landsins? „Jú. Maður finnur heldur ekki marga aðra hér á landi. Ég finn að margir tala um mig og er mjög þakklátur fyrir það því ég vinn vinnuna mína vel. Mestu máli skiptir að vanda vel til verka.“ Skoða hvort og hvernig hægt er að nota svæðið. WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið. 568.320.- á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á. 0 4 - 1 9 O k t ó b e r 2 0 1 6 Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA MEXICO, BELIZE & GUATEMALA Hin fagra og forna Albanía. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Upplýsingar í síma 588 8900 Albanía 4. - 15. október

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.