Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 09.07.2016, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 09.07.2016, Qupperneq 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016 Ertu hrædd um hann? „Ekki í dag en þegar hann var yngri var ég ótrúlega stressuð. Mér fannst ég alltaf þurfa að hafa hann nálægt mér. Ég vildi verja hann og passa upp á að ekkert kæmi fyrir hann. Nú er hann ellefu ára og færari um að sjá um sig sjálfur. Ég hef samt stundum áhyggjur af honum þegar við erum í nýjum aðstæðum. Þá finnst mér betra að vita nákvæmlega hvar hann er.“ Spilar á sjarmann „Garðar er með litningagalla og það þýðir að hann var lengur að læra suma hluti eins og að byrja að labba og tala. Hann talar ágætlega skýrt í dag og ég skil vel hvað hann segir þó sumir geti átt erfitt með það. Hann er líka með mikið skap í báð- ar áttir. Hann getur orðið ofsalega glaður að sjá mig þó það sé stutt síðan við sáumst síðast. Hann get- ur fagnað mér eins og ég veit ekki hvað. Svo getur hann orðið jafn fúll og pirraður og hann verður glaður. Þegar hann fer á það stig er best að láta hann vera og leyfa honum að jafna sig. Eða mér finnst það best, ég veit ekki með mömmu og pabba. Hann er rosalega misjafn í skapinu og það er best að ég fari frá þegar hann er eitthvað pirraður því hann gæti farið að lemja til mín ef ég er of mikið utan í honum. Þetta eru bara svona systkinasamskipti.“ Spilar hann með hvað þú elskar hann og dýrkar mikið? „Já, já, elskan mín. Hann getur verið svo fyndinn og notað sjar- mann til að fá mig til að gera það sem hann vill. Hann getur auð- veldlega platað mig til að gefa sér ís eða bara hvað sem honum dettur í hug.“ Elskar endurtekningar Hún segir Garðar einstaklega rútínufastan og helst vilja gera hluti sem hann hefur gert áður. „Það er ábyggilega einhver einhverfa í honum eða eitthvað. Ef hann fer eitthvert í heimsókn og fær kannski eitthvað að borða þar, þá verður hann að fá það sama ef hann kem- ur þangað aftur. Hann er líka bú- inn að búa til ákveðna rútínu áður en hann fer að sofa á kvöldin. Þá á að vera keppni, allir á heimilinu eiga að standa í röð, svo telur hann einn, tveir, oog, og þá hlaupum við af stað upp í rúm. Hann verður að vera fyrstur, ef hann er ekki fyrstur þarf að endurtaka leikinn. Svo hendir hann sér á rúmið og finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt. Hann getur sagt sama brandarann aftur og aftur. Hann horfir á uppáhalds bíómyndirnar sínar aftur og aftur. Hann horfir á jólasveinana allan ársins hring. Ef eitthvað er fyndið í eitt skipti, þá er það endurtek- ið endalaust. Það verður auðvitað mjög þreytandi fyrir okkur hin. Stundum þarf ég að segja, Garðar nú er komið nóg, og þá segir hann nei, og vill meira. Hann gefst upp ef maður ítrekar það við hann og hættir að veita honum athygli,“ segir hún og hlær. Verða fatlaðir fyrir fordómum á Íslandi? „Já, já, ég er ekkert mikið að pæla í því en ég upplifi það oft. Þegar hann var lítill, og það var Arngunnur kannast alveg við að fatlaðir einstaklingar verði fyrir fordómum á Íslandi. „Þegar hann var lítill, og það var verið að leita að dagmömmu fyrir hann, þá var enginn sem vildi taka hann, nema ein og hún vildi rukka tvöfalt.“ Þó það krefjist þolinmæði að eiga fatlað systkini og skilnings á að- stæðum þess, hef ég grætt svo mikið á því. Óteljandi gleðistundir og ævintýri sem hafa verið svo gefandi. Að eiga fatlað systkini er alls ekki eitthvað sem þarf að hræðast. „Ég held ég sé stóra ástin í lífi hans.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.