Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 06.08.2016, Side 4

Fréttatíminn - 06.08.2016, Side 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016 Vanskil við bæinn Fyrirtækið United Silicon er þegar komið í mikil vanskil við bæjarfélagið og eru 100 millj- ónir í lögfræðinnheimtu vegna lóðarleigu. Fyrirtækið neitaði að greiða skuldina þar sem bæj- arfélagið væri á hausnum en bæjaryfirvöld telja hinsvegar að ekki verði vandkvæði á því að standa við öll fyrirheit þegar verksmiðjan taki að fullu til starfa en einungis fyrsti áfangi hennar af alls fjórum verður gangsettur á næstu mánuðum. Stjórnmál Áhrifafólk í Framsóknarflokknum segir að æskilegast væri að Sig- mundur Davíð drægi sig í hlé og Sigurður Ingi Jóhannsson tæki við formennsku en hann er varaformaður flokksins. Hörðustu stuðningsmenn Sig- mundar Davíðs horfa fremur til Lilju Alfreðsdóttur, fari svo að hann neyðist til að víkja. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið á yfirreið um landið að undanförnu til að ræða við áhrifafólk í Framsóknarflokknum en hann vill gegna formennsku áfram. Um það eru þó skiptar skoðanir í flokknum enda hefur fylgið hrapað eftir um- ræðuna um Panama-skjölin. Eygló Harðardóttir félagsmálaráð- herra, sem situr í landsstjórn flokks- ins sem kom saman á fimmtudag, segir að ákveðið hafi verið að boða til miðstjórnarfundar í lok mánað- arins til að taka ákvörðun um hvort flýta eigi flokksþingi en samkvæmt lögum flokksins á það að vera í febrúar á næsta ári. „Það er gott að marka stefnuna fyrir kosningar, en ég treysti miðstjórn til að taka rétta ákvörðun,“ segir Eygló. Hún segir að það gleymist oft í þessari umræðu, að þótt Panama-málið hafi verið mik- ið högg fyrir Framsóknarflokkinn, sé Sigmundur Davíð mjög vinsæll meðal flokksmanna. „Hann þykir almennt hafa staðið sig vel og okkur þykir ákaflega vænt um hann.“ Bæði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdótt- ir utanríkisráðherra, sem hafa ver- ið nefnd sem líklegir arftakar hans, hafa lýst því yfir að þau fari ekki fram gegn sitjandi formanni. Lilja Alfreðs- dóttir hefur ekki gefið út hvort hún sækist eftir þingsæti í næstu kosn- ingum en hún verður að ákveða fyr- ir fimmtánda ágúst hvort hún ætli að gefa kost á sér á lista flokksins. Margir áhrifamenn í flokknum eru þeirrar skoðunar að best færi á því að Sigmundur Davíð viki til hliðar af sjálfsdáðum og Sigurður Ingi tæki sæti hans sem varaformaður. Lilja er náin vinkona Sigmundar Davíðs, fyrrverandi aðstoðarmaður hans og einn helsti stuðningsmað- ur hans þegar hann bauð sig fram til formanns. Fari svo að Sigmundur Davíð víki, sem er ekki í kortunum núna, munu stuðningsmenn hans horfa til Lilju fremur en Sigurðar Inga. Mörgum úr stuðningsliði for- mannsins þykir hinsvegar sem hann hafi verið helst til sjálfstæður, til að mynda í umræðum um kosningar þar sem stefna hans og formanns- ins fór ekki saman. Þetta fólk horf- ir frekar til Lilju Alfreðsdóttur sem arftaka Sigmundar, fari svo að hann þurfi að víkja. „Enginn er ómissandi og ég held að ég vilji sjá nýjan forystumann í Framsóknarflokknum,“ segir Guð- mundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri. „Það hefur orðið trún- aðarbrestur milli Sigmundar Dav- íðs og flokksmanna og það eru mjög blendnar tilfinningar gagnvart hon- um. Sigurður Ingi Jóhannsson er að mínu mati best til þess fallinn að taka við keflinu,“ segir hann. „Ég tel að hann eigi að víkja en það eru auðvit- að skiptar skoðanir hér í kjördæm- inu, eins og annars staðar,“ segir Stefán Bogi Sævarsson, bæjarfulltrúi á Egilsstöðum. „Mér þætti eðlilegt að Sigurður Ingi tæki við keflinu en ég veit auðvitað ekki hverjir bjóða sig fram ef til þessa kemur.“ Þingflokkurinn er ekki einhuga að baki Sigmundi Davíð, hvað sem menn segja um það opinberlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmað- ur flokksins í Suðurkjördæmi, seg- ir mikilvægt að halda flokksþing, fara yfir málin og ræða hvort gera eigi breytingar á forystunni. Eygló Harðardóttir segir að öll forystan muni lúta vilja miðstjórnarinnar. Ef það sé talið rétt að þau sæki endur- nýjað umboð til flokksmanna verði það gert. Sjálf segist hún ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún bjóði sig þá fram að nýju til stjórnar. Að- spurð hvort hún muni sækjast eft- ir formennskunni, segist hún enga ákvörðun hafa tekið um það. Sigurður Ingi of sjálfstæður fyrir Sigmund Davíð Mörgum hörðustu sam- starfsmönnum Sigmundar Davíðs þykir Sigurður Ingi full sjálfstæður og halla sér fremur að Lilju Alfreðsdóttur. Mynd | Hari Lilja Alfreðsdóttir hefur ekki gefið út hvort hún sækist eftir þingsæti í næstu kosningum en hún verður að ákveða fyrir fimm- tánda ágúst hvort hún ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins. „Enginn er ómiss- andi og ég held að ég vilji sjá nýjan forystumann í Fram- sóknarflokknum,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins á Akureyri. „Ég tel að hann eigi að víkja en það eru auðvitað skiptar skoðanir hér í kjördæminu, eins og annars staðar,“ segir Stefán Bogi Sævars- son, bæjarfulltrúi á Egilsstöðum. „Sigmundur Davíð þykir almennt hafa staðið sig vel og okkur þykir ákaflega vænt um hann,“ segir Eygló Harðar- dóttir. Helguvík „Það verður vænt- anlega ekki biðröð fyrir framan verksmiðjuna til að vinna fyrir þessi laun,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur, en kísilverið United Silicon hefur ákveðið að gera ekki sérkjarasamninga við verka- lýðsfélagið á staðnum vegna nýs kísilvers. Kísilver United Silicon er að fara í gang en dagsetningunni hefur þó verið frestað nokkrum sinn- um. Verið er að ráða verkamenn til starfa og verksmiðjan verður gang- sett fyrir áramót. „Þetta eru mikil vonbrigði og algerlega á skjön við öll fyrirheit sem gefin voru þegar þessar framkvæmdir voru kynntar til sögunnar,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið greiði verka- mönnum 1470 krónur á tímann sem nái ekki lágmarkslaunum. Þá greiði fyrirtækið 60 þúsund króna uppbót til að slefa yfir lágmarkið. „Mín vegna má þetta fyrirtæki bara fara, ég hef áhyggjur af því að þeir ætli í raun að sækja þetta vinnuafl til útlanda og koma því fyrir í ein- hverjum leiguhjöllum fyrir okur- prís,“ segir hann og bendir á að það sé mikill uppgangur á Suðurnesj- um, atvinnuástandið sé gott eftir langt atvinnuleysistímabil, það sé ólíklegt að heimamenn flykkist á staðinn: „Ekki til að vinna fyrir laun sem rétt drullast yfir 300 þús- und kallinn.“ Stjórnendur fyrirtæksins hafa samþykkt að ræða við verkalýðs- félagið um kaup og kjör. Kristján segist vonast eftir því að fyrirtækið endurskoði afstöðu sína eftir fund- inn. | þká „Mín vegna má þetta fyrirtæki bara fara, ég hef áhyggjur af því að þeir ætli í raun að sækja þetta vinnuafl til útlanda og koma því fyrir í einhverj- um leiguhjöllum fyrir okurprís,“ segir Kristján Gunnarsson. Tækni Hópur sýrlenskra flóttamanna í Þýskalandi hannaði app til auðvelda samskipti við þýsku bjúrókrasíuna. Íslendingar sem streyma til Berlínar geta nýtt sér þjónustuna. Þeir fjölmörgu f lóttamenn sem komið hafa til Þýskalands undan- farið ár hafa, eins og aðrir nýbúar í landinu, rekið sig á vegginn sem þýska bjúrókrasían er. Skrifræðið þar er löngum orðið heimsfrægt og reynist flóttafólki afar torskilj- anlegt, sérstaklega þar sem tungu- málið er stór hindrun. Hópur sýrlenskra flóttamanna sem kom til Berlínar í fyrra, brá því á það ráð að smíða hugbúnað sem auðveldar fólki pappírsvinnuna. Hugbúnaðurinn er ekki bara hugs- aður fyrir flóttafólk, heldur alla sem koma nýir til landsins, og nefnist Bureacrazy. Notandinn skráir upplýsingar um sig á sínu móðurmáli og appið prentar út útfyllt eyðublöð á þýsku. Það veitir einnig upplýsingar um pappíra sem þarf að útvega og stað- setningu viðeigandi stofnana. Hátt í tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í Þýskalandi. Í fjöl- menna umræðuhópnum, Berlín, borgin okkar, á Facebook, hjálp- ast Íslendingar að við að skrá sig inn í landið, sækja um hin og þessi réttindi, stofna bankareikninga og leysa úr vandamálum sem koma upp í samskiptum við þýska kerfið. Bureacrazy getur ef til vill komið þeim að góðum notum. Fjármögn- un stendur nú yfir og hægt er að hafa beint samband við Bureacrazy á Facebook. | þt Úrræðagóðir flóttamenn með nýtt app við skrifræði Hönnuðir appsins höfðu enga reynslu af forritun né hugbúnaðasmíðum áður en þeir hrundu verkefninu í framkvæmd. Kísilver greiðir lágmarkslaun verkafólks Klif ehf • Grandagarði 13, Reykjavík • Sími 552-3300 • www.klif.is Notendavænn góður filter á hjólum fyrir raf- suðureyk og ryk • Auktu framleiðni og gæði • Bættu strarfsumhverfið

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.