Fréttatíminn - 06.08.2016, Síða 12
aðið kemur ekki nálægt fjármögn-
un ólympíuleikanna sjálfra því það
kemur í hlut ríkissjóðs og Rio de
Janeiro-borgar sjálfrar. Óbein áhrif
eru mjög slæm því héraðið borgar
lögreglumönnum laun. Þegar hér-
aðsstjórinn lýsti yfir neyðarástandi
vegna fjársveltis í júní, fóru lög-
reglumenn í verkfall. Myndir birtu-
st í heimspressunni af löggum sem
héldu á skiltum með áletruninni:
„Velkomin til helvítis!“ Ríkið þurfti
að koma héraðinu til bjargar með
neyðarfjárlögum og lögreglumenn
fengu loks launin sín borguð. Glæpa-
tíðni í Brasilíu er mjög há í alþjóð-
legum samanburði. Aðeins 14 lönd
í heiminum teljast hafa hærri morð-
tíðni en 50 þúsund morð voru fram-
in í Brasilíu árið 2014. Rio de Janeiro
telst þó öruggari staður en meðal-
borgin í landinu. Gestir Ólympíuleik-
anna eru varaðir við þjófnaði og
smáglæpastarfsemi. Alls munu 85
þúsund manns gæta öryggis á leik-
unum, en það eru um helmingi fleiri
en í London 2012. Talsverður við-
búnaður er vegna hættu á hryðju-
verkum og hafa nokkrir verið hand-
teknir í Brasilíu vegna gruns um að
þeir tengist Íslamska ríkinu.
Mannréttindabrot
Meira en 6000 fjölskyldur hafa ver-
ið reknar frá heimilum sínum eða
hótað slíku í undirbúningi fyrir bæði
ólympíuleikana og HM fyrir tveim-
ur árum. Á undanförnum árum hafa
mörg fátækrahverfi eða favelas ver-
ið rýmd og jöfnuð við jörðu til að
byggja mannvirki í tengslum við
íþróttaviðburðina. Á lóð ólympíu-
þorpsins stóð áður favela sem var
fjarlægð smám saman. Margir
mótmæla áformum um að breyta
íbúðunum í byggingunum sem hýsa
íþróttamenn í lúxusíbúðir fyrir ríkt
fólk eftir leikana en það virðist vera
stefna stjórnvalda. Amnesty-samtök-
in í Brasilíu segja að stjórnvöld hafi
misst af góðu tækifæri til að bæta
Rio með framkvæmdunum. Hægt
hefði verið að sætta borgarbúa í stað
þess að sundra þeim enn meira, en
gríðarleg skipting ríkir í borginni á
milli fátæklinga og þeirri efnameiri.
Samtökin telja að stefna yfirvalda
um að taka heimili af fólki og breyta
svæðum þeirra svo í ríkramanna-
hverfi gangi gegn anda ólympíuleik-
anna. Gríðarlegt ofbeldi einkennir
lífið í fátækrahverfum Rio og aðgerð-
ir lögreglu þar á síðustu árum við að
hreinsa þau af eiturlyfjabarónum
þykja misheppnaðar.
Mengun
Eitt af helstu loforðum stjórnvalda
í aðdraganda ólympíuleikanna var
að hreinsa mengunina í Guanabara-
-flóa í Rio. Efnahagsástandið þýddi
hins vegar að það var aldrei gert.
Gríðarlegt magn af skólpi og ýmsum
öðrum úrgangi rennur út í flóann frá
stórborginni. Sérfræðingar vara við
böðun og siglingum í sjónum. Þetta
er meðal þess sem vekur reiði heima-
manna í Rio. Á meðan milljörðum
er varið í tímabundin mannvirki er
minna um fjárfestingar í varanlegum
innviðum og mikilvægum mál eins
og mengunarstarf. Hættan af Zika-
-veirunni hefur að ýmsu leyti verið
ýkt í heimspressunni því í Rio, eins
og annars staðar á suðurhvelinu, er
nú vetur og þá er moskítóflugan að
mestu fjarverandi.
Þarf á góðum leikum að halda
Ef leikarnir heppnast vel þá geta þeir
hresst við brasilísku þjóðina sem
glímir við margslungin vandamál.
Og þeir geta vonandi komið hinni
frábæru borg Rio á réttu brautina.
En það er ekki nóg að hún sé falleg
og að veðrið sé gott. Stjórnvöld þurfa
að vinna bug á glæpastarfsemi, bæta
innviði og samgöngur, byggja fleiri
sjúkrahús og skóla til að bæta líf íbú-
anna sjálfra – en ekki bara ríkra gesta
á stærsta íþróttaviðburði veraldar.
í smíðum. Landið naut, rétt eins
og hin BRICS-ríkin svokölluðu, Rúss-
landi, Kína, Indland og Suður-Afríka,
gríðarlegs hagvaxtar vegna hás verðs
á hrávörum í heiminum. Uppsveiflan
í Kína hækkaði mjög verð á ýmsum
landbúnaðarvörum og einnig verð á
olíu og málmum. 2008, árið áður en
Rio de Janeiro landaði ólympíuleik-
unum, hafði Kína einmitt haldið eina
glæsilegustu sumarleika sögunnar í
Beijing – sem kostuðu gríðarlegt fé.
Það þótti því borðleggjandi að efna-
hagslega sterk Brasilía með sínar
200 milljónir íbúa og krúnudjásn
sitt, hina gullfallegu borg Rio, gæti
haldið ólympíuleika. Brasilíumenn
höfðu auðvitað líka fengið HM 2014 í
sinn hlut eftir kosningu hjá FIFA árið
2007. Þeir horfðu bjartsýnir fram á
veginn og það gerði umheimurinn
líka. Á forsíðu nóvemberblaðs The
Economist árið 2009 var mynd af
Kristsstyttunni í Rio að takast á loft
líkt og eldflaug og fyrirsögnin „Brazil
takes off“.
Kreppa og leiðindi
Mikill samdráttur hefur orðið á síð-
ustu árum á hrávörumörkuðun-
um sem tryggðu Brasilíu efnahags-
legan uppgang og landið glímir nú
við djúpa kreppu. Spillingarmál og
mikil eyðsla í ríkisbúskapnum hef-
ur gert vandann enn erfiðari. Og
ofan á allt saman ríkir stjórnmála-
leg upplausn. Þetta sýnir okkur enn
á ný fram á óstöðugleikann í hagkerf-
um heimsins. Aðeins sjö árum eft-
ir að hinni ríku Brasilíu var hampað
glímir landið við atvinnuleysi, verð-
bólgu og minnsta hagvöxt í áratugi.
Og á síðustu árum hefur komist upp
um stærsta spillingarmál sögunnar
í Brasilíu. Það tengist ríkisolíufyr-
irtækinu Petrobras og teygir anga
sína um allt þjóðfélagið. Stærstu
byggingarfyrirtæki landsins eru
grunuð um að rukka Petrobras um
of hátt verð fyrir verk og deila þeim
peningum með ríkasta og valdamesta
fólki landsins. Fyrsta bylgja mótmæla
var í júní 2013 þegar álfukeppnin í
fótbolta fór fram í landinu, en mótið
var einskonar upphitun fyrir HM sem
fór fram árið eftir. Mótmælin hófust
þegar verð á almenningssamgöngum
var hækkað í São Paulo. Þó að sak-
leysislegt yfirbragð hafi verið á því
í fyrstu þróuðust mótmælin fljótt
yfir í allsherjar mótmæli gegn spill-
ingu. Fólk krafðist betri þjónustu,
menntunar og heilsugæslu. Reiðin
beindist líka gegn eyðslu vegna HM.
Þessi bylgja mótmæla skaut aftur upp
kollinum í fyrr í tengslum við brottví-
sun Dilmu Rousseff forseta en hún er
sökuð um að hafa fegrað ríkisreikn-
inga á ólögmætan hátt og bíður nú
niðurstöðu um hvort hún verði sett
af. Mótmælin halda áfram og bein-
ast nú gegn ólympíuleikunum, en eru
minni í sniðum en áður.
Löggan í verkfalli
Rio de Janeiro-hérað rambar á barmi
gjaldþrots og það hefur komið sér
einkar illa í undirbúningnum. Hér-
Forsíða The Economist frá nóvember
2009. Enginn bjóst við að Brasilía
glímdi við eina dýpstu efnahagskreppu
sögunnar aðeins sjö árum síðar.
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016
Stríð í fátækrahverfum. Lögreglumenn í favelu viku fyrir setningarathöfn ólympíuleikanna.
Aðeins sjö árum eftir
að hinni ríku Brasilíu
var hampað glímir
landið við atvinnu-
leysi, verðbólgu og
minnsta hagvöxt í
áratugi. Og á síðustu
árum hefur komist
upp um stærsta spill-
ingarmál sögunnar í
Brasilíu. Það tengist
ríkisolíufyrirtækinu
Petrobras og teygir
anga sína um allt
þjóðfélagið.
Mynd tekin í júní 2016 eftir að Rio de Janeiro fékk neyðarlán frá ríkinu til að ljúka framkvæmdum fyrir leikana.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI
SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
SELESTE
UMGJÖRÐ Á:
1 kr.
við kaup á glerjum