Fréttatíminn - 17.09.2016, Síða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Upplýsingar í símum
845 1425 / 899 1295 eða á
tölvupósti info@iceline.is
Verð á mann í tvíbýli kr 622.000
Nánari ferðalýsing á
www.icelinetravel.com
Sydney, Brisbane, Fraser Island,
strandbærinn Noosa, þjóðgarðar og fl.
er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð.
Ástralía
18. nóv til 5. des 2016
Sigríður Hagalín
með skáldsögu
Sigríður Hagalín hefur skrifað bók
með pólitísku og sagnfræðilegu ívafi
sem hefur fengið titilinn Eyland.
Bækur Fréttakonan ætlaði
að henda handritinu í ruslið.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir vara-
fréttastjóri RÚV brá sér í þriggja
mánaða starfsleyfi frá fréttastof-
unni fyrr á árinu og nýtti það til að
berja saman sína fyrstu skáldsögu.
Hugmyndina að sögunni hafði hún
gengið með lengi. Í viðtali við Guð-
rúnu Vilmundardóttur bókaútgef-
anda í þessu blaði, kemur fram að
til hafi staðið að henda handritinu.
„Í haust var hún svo á báðum átt-
um hvort hún ætti að henda hand-
ritinu í ruslið eða sýna mér það...
og til allrar guðslifandi hamingju
leyfði hún mér að kíkja!“ Sagan
hefur hlotið titilinn Eyland og lýsir
Guðrún henni sem einskonar „land-
búnaðarhrollvekju“. Fyrirhugað er
að bókin komi út hjá bókaútgáfunni
Benedikt í haust. | þt
Viðskipti Ingimar Jóhanns-
son, skrifstofustjóri í sjávar-
útvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytinu, eignaðist
jörðina Grímstungu í Vatns-
dal sem Arion banki hafði
yfirtekið vegna skulda
eigandans. Hann var for-
maður vinnuhóps sem vann
með skuldsettum bændum
og eigendum jarða ásamt
viðskiptabönkunum. Kaup-
verðið var 85 milljónir en
árið 2006 var jörðin seld á
145 milljónir.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytinu keypti
jörðina Grímstungu í Vatnsdal í
Húnavatnshreppi af Arion banka
síðla árs 2012 eftir að hafa unnið
að málefnum skuldsettra bænda
og jarðaeigenda í starfi sínu um
nokkurra ára skeið. Kaupverðið
var 85 milljónir króna en jörðin var
seld á 145 milljónir króna árið 2006.
Skrifstofustjórinn heitir Ingimar Jó-
hannsson og keypti hann jörðina
ásamt konu sinni, Lillý Valgerði
Oddsdóttur. Grímstunga er gam-
alt höfuðból í Vatnsdal og er með-
al annars stærsti einstaki eigandi
veiðiréttar í laxveiðiánni Vatns-
dalsá með tæp 10 prósent af veiði-
réttindunum.
Í samtali við Fréttatímann segist
Lillý ekki getað rætt Grímstungu.
„Ég er að fara til tannlæknis. Má
ég ekki hringja í þig á eftir?“ Þegar
Fréttatíminn fór í prentun hafði
hún ekki haft samband við blaðið
eða svarað símtölum. Ekki náðist
í Ingimar við vinnslu fréttarinnar.
Hann lét af störfum í ráðuneytinu í
ársbyrjun 2014 samkvæmt upplýs-
ingum frá ráðuneytinu.
Ingimar var formaður vinnuhóps
sem skipaður var af Jóni Bjarna-
syni árið 2009 og átti að fjalla um
og bregðast við erfiðri skuldastöðu
bænda og jarðaeigenda í kjölfar
efnahagshrunsins árið 2008. Ís-
lensku viðskiptabankarnir höfðu þá
eignast fjölmargar jarðir víða um
landið, meðal annars Grímstungu.
Í minnisblaði um skipun starfshóps-
ins sagði meðal annars: „Stjórnvöld
hafa einkum af því áhyggjur, hvern-
ig bújörðum í eigu eignarhalds-
félaga, sem keypt hafa jarðir í stór-
um stíl, verði ráðstafað, ef þessi fé-
lög fara í þrot, sérstaklega ef um er
að ræða jarðir sem skipta máli fyr-
ir búsetu og nýtingu lands í sveit-
um landsins og fæðuöryggi þjóðar-
innar.“ Vinnuhópurinn átti meðal
annars að vinna að því „kortleggja“
þessi mál og fá yfirlit yfir jarðir sem
líklegt er að „lendi undir yfirráðum
banka og fjármálastofnana“.
Í svari frá Arion banka kem-
ur fram að jörðin hafi verið aug-
lýst til sölu í gegnum fasteignasöl-
ur í „hefðbundnu söluferli“ og að
hæsta tilboðinu hafi verið tekið eftir
að Grímstunga hafði verið til sölu í
um eitt ár. Samkvæmt svarinu var
jörðin seld með sama hætti og aðr-
ar jarðir og fasteignir sem bankinn
hefur tekið yfir.
Grímstunga var áður í eigu
eignarhaldsfélagsins Flaums ehf.
sem Andri Teitsson átti en Arion
banki yfirtók jörðina vegna skulda
Flaums eftir hrunið. Andri keypti
einar sjö jarðir á Íslandi fyrir nokk-
ur hundruð milljónir króna á árun-
um fyrir hrunið 2008. Hann keypti
jörðina af bóndanum í Gríms-
tungu, Steingrími Reynissyni, og
segist fyrst og fremst hafa horft til
arðsins af veiðiréttindum í Vatns-
dalsá sem fylgja henni. Leigan á
veiðiréttindunum í Vatnsdalsá var
tæpar 50 milljónir króna árið 2009
og 41 milljón árið 2010 en hún er
tengd við Bandaríkjadal. Eigendur
veiðiréttindanna fengu frá 28 millj-
ónum og upp í rúmar 53 milljónir
króna í arð út úr Veiðifélagi Vatns-
dalsár á árunum 2007 til 2010.
Hlutdeild Grímstungu í þessum
arði er tæplega 10 prósent. Andri
segir að kaupverðið fyrir jörðina sé
í lægri kantinum þegar litið er til
verðs á slíkum jörðum í dag en að
á þeim tíma, á fyrstu árunum eftir
hrun, hafi verðið verið lægra. „Ég
var með þá hugmynd að byggja
fjárfestinguna á veiðitekjum sem
fylgja að einhverju leyti erlendu
verðlagi. Maður getur, í einhverj-
um skilningi, verið eins og útflutn-
ingsfyrirtæki sem fjármagnar sig
með erlendum lánum án stórfelldr-
ar áhættu,“ segir Andri en bara
miðað við arðstekjur af Vatnsdalsá
geta kaupin á Grímstungu borgað
sig upp á 15 til 20 árum.
20 prósenta afsláttur
af krónum
Ingimar Jóhannsson fjár-
magnaði viðskiptin með
Grímstungu í gegnum fjár-
festingarleið Seðlabanka Ís-
lands, með fjármunum
erlendis, og gat því fengið 20
prósent afslátt af kaupunum
á íslensku krónunum. Þetta
kemur fram í kvöð sem þing-
lýst var á Grímstungu þar sem
kaupendur fasteigna og jarða
sem notuðu fjárfestingar-
leiðina skuldbundu sig til að
selja ekki þessar eignir í fimm
ár eftir kaup þeirra. Milljón-
irnar 85 sem notaðar voru til
kaupanna á jörðinni hafa því
fengist fyrir upphæð sem nam
um 68 milljónum króna á sín-
um tíma. Fjárfestingarleiðinni
var komið á til að liðka til
fyrir erlendri fjárfestingu á Ís-
landi í kjölfar hrunsins 2008
og var hugmyndin að lokka
erlent fjármagn til landsins.
Vann með skuldsettar
jarðir í ráðuneyti og
keypti eina af bankanum
Kaupin á Grímstungu í Vatnsdal, sem sést hér á mynd, voru fjármögnuð í gegnum
fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands en hún veitti þeim sem áttu fjármagn erlendis
20 prósent afslátt af íslenskum krónum.
Jörðin Grímstunga fær nokkrar
milljónir króna ári vegna leigu á
veiðiréttindum í Vatnsdalsá í Húna-
vatnshreppi í Húnavatnssýslu. Ingimar
Jóhannsson, þáverandi skrifstofustjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu, keypti
jörðina ásamt konu sinni árið 2012.
Hann er einfaldega nýr í djobb-
inu en ég get fullvissað hann um
að hann eigi ekki að hafa svona
miklar áhyggjur,” segir Birgitta
Jónsdóttir kapteinn Pírata en
Guðni Th. Jóhannesson forseti
Íslands segir að erfitt geti orðið
fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn.
Stjórnmálaflokkar þurfi að geta
gert málamiðlanir en þegar flokk-
ar séu jafn miklir hugsjónaflokkar
og Píratar geti það reynst erfitt.“
Þetta kemur fram í viðtali við
forsetann á Channel 4 í Bretlandi,
en hann var þar á ferðalagi.
“Hann er bara einfaldlega að
fara framúr sér og
ekkert meira um
það að segja.
Menn eiga ekki að
gera sér áhyggjur
fyrirfram,” segir
Birgitta.
Guðni einfaldlega nýr í djobbinu
Lögreglumál Lögreglan
leitar manns á sjötugsaldri
sem ekkert hefur til spurst í
tíu daga. Í síðasta samtalinu
sem maðurinn átti við bróð-
ur sinn kom fram að hann
hefði verið rændur.
„Ég vil helst bara fara út að leita að
honum,“ segir Rósa Ólöf Svavars-
dóttir, systir Valdimars Svavars-
sonar sjómanns sem ekkert hefur
spurst til í tíu daga. Ríkislögreglu-
stjóri hefur sent fyrirspurn út til
spænsku lögreglunnar en Valdi-
mar var í fríi í Alicante þegar síðast
heyrðist til hans.
Valdimar, sem er 66 ára gamall,
fór til Spánar í lok ágúst, og dvaldi
á hóteli í strandbænum Albir. Valdi-
mar hefur að ögn systur hans átt
við áfengisvandamál að stríða, en
hann féll á tveggja ára bindindi úti.
„Hann hringir svo í bróður minn
og segir honum að hann hafi ver-
ið rændur,“ segir Rósa en bróðir
Valdimars tók þá af honum loforð
um að hann skyldi hringja aftur eft-
ir að hann væri búinn að koma sér
í skjól. Það símtal barst þó aldrei.
Rósa segist hafa fengið fregnir
af því að Valdimar hafi sjálfur ósk-
að eftir því að komast heim fyrr en
áætlað var við ferðaskrifstofuna
sem hann ferðaðist með. Við því var
orðið en honum var vísað úr fluginu
og í kjölfarið var hann rændur.
Ólöf segir að bróðir sinn hafi
verið með allnokkra fjármuni á
sér þegar hann var rændur. Þá var
hann einnig með vegabréfið sitt.
„Við vitum að hann var með
mikla fjármuni á sér, og þeir hafa
ekkert hreyfst samkvæmt banka-
yfirlitum, þannig við óttumst það
versta,“ segir Rósa.
Eins og fyrr segir leitar lögreglan
Valdimars. Hafi einhver lesandi
upplýsingar um ferðir hans, getur
sá sami haft samband við lögreglu
eða Ólöfu í netfangið rosa.olof@
simnet.is. | vg
Bróðirinn týndur á Spáni Valdimar Svavars-son er 66 ára gam-all. Ekkert hefur til hans spurst í tíu
daga.