Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 17.09.2016, Side 16

Fréttatíminn - 17.09.2016, Side 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016 Eru hipsterar fótgönguliðar kapítalismans? Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is Íhaldsflokkurinn breski. Stífur, kaldur og valdmannslegur. Fátt er jafn langt frá því að vera „hipstera­ legt“ eins og hann. En nú hefur Matt Hancock, menningarmála­ ráðherra í íhaldsstjórninni, gefið eftirfarandi út á ræðustóli: „Hipsterinn er kapítalisti“ og lykill­ inn að farsælli framtíð Bretlands eftir Brexit. Meiri sannfæring liggur að baki þessum orðum en hjá mörgum pólitíkusunum sem reyna að höfða til unga fólksins. Þetta er ekki eins og þegar ráð­ villtur Boris Jeltsín Rússlandsfor­ seti dansaði „gömlu dansana“ á rokktónleikum í kosningabarátt­ unni árið 1996 þegar hann vildi höfða til „X­kynslóðarinnar“ (það endaði með hjartaskurðaðgerð). Komi Bretlandi á sigurbraut Nei, Hancock er ekki nema 37 ára gamall og þekkir því vænt­ anlega marga hipstera þó hann skarti sjálfur afturhaldssömu ljósbláu bindi og hinni klassísku herraklippingu Íhaldsflokksins. Hann lýsti þessu yfir í ræðu sem hann flutti við Creative Industries Federation (nokkurs konar lista­ mannabandalagi Bretlands). Hancock benti á hina miklu gerjun í lista­ og tæknigeiranum í London sem hipsterar hafa fram­ kallað. Aðdráttar afl London fyrir allt hipp og kúl væri lykillinn að „menningarlegri og efnahagslegri endurvakningu“ Bretlands í nýju landslagi landsins eftir útgöngu úr Evrópusambandinu. Menningar­ málaráðherrann vill gera London að miðstöð nýsköpunar og lista í heiminum. En er hipstermenn­ ingin svokallaða, sem segja má að tröllriðið hafi menningu og neyslu­ venjum Vesturlanda á síðustu árum, kapítalísk í sér? Hipsterinn löngu dauður? Við verðum æ órólegri með hipster­skilgreininguna. Þýðir þetta gufukennda orð nokkuð í dag? Tímarit keppast um að lýsa yfir andláti hipstersins og hafa gert það í mörg ár. Vandinn er margt af því sem stundum er talið til hipstermenningar er einfaldlega einkenni aldamótakynslóðarinn­ ar. Hipstermenningin hófst um og eftir aldamótin og var í fyrstu menningarkimi þeirra sem vildu skera sig úr. Þeirra sem höfnuðu meginstraumnum. Þeirra sem fara sínar eigin leiðir. Í fyrstu voru stefnur og strauma í tónlist og tísku helsta svið hipstermenn­ ingarinnar en viðhorf hennar hafa síðan snúist um neysluvenjur og samfélagið í heild. Og smám saman hefur hipsterisminn breyst úr menningarkima í ráðandi menn­ ingarafl í heiminum. Meginstraum­ inn sjálfan. Útvötnuð ímynd Hipsterinn birtist allstaðar. Í aug lýsingum og í sjónvarpi. Hollywood kveikti snemma á að­ dráttarafli hipstersins og tónlistar­ geirinn auðvitað ekki síður. Ímyndin er útvötnuð. Banda­ ríska vörukeðjan Urban Outfitt­ ers, sem selur fjöldaframleiddan hipstervarning, er stundum notuð sem dæmi um hvernig hipster­ menningin gufaði upp í and­ hverfu sína. Hið einstaka sé orðið almennt. Þess vegna sé orðið „hipster“ merkingarleysa. Veitir þá breski Íhaldsflokkurinn hipstern­ um því ekki náðarhöggið með því að mæra hann? Einsleit menning? Samt vitum við alveg nákvæm­ lega við hvað er átt þegar talað er um hipsterbari, hipsterkaffi­ hús, hipsterhjólabúðir, hipster­ rakarastofur og þar fram eftir götunum. Í Berlín til Buenos Aires, Kaupmannahöfn til Kuala Lumpur og miðbæ Reykjavíkur til Marra­ kesh sjáum við sömu kaffihúsin og barina. Flat White­kaffi lagað með Fair Trade­baunum, Indian Pale Ale­bjór á krana. Fólk niðursokkið í glænýjum Apple­tölvum. Gamal­ dags hjól tjóðruð við ljósastaura fyrir utan. Hipsterinn kannski sprelllifandi? Það má því kannski snúa þeirri hugmynd að hipsterinn sé dauður á haus og segja að hann hafi haft svo mikil áhrif á hinn vestræna heim að það sé í raun óþarfi að skilgreina hann sérstaklega lengur. Hipsterinn skapaði meginstraum­ inn eftir eigin þörfum. Hann er núverandi ástand. Aldamótakyn­ slóðin á Vesturlöndum – og fleiri kynslóðir í eftirdragi – hefur í miklum mæli tekið hipstermenn­ ingunni fagnandi. Gæðakaffi sem bruggað er með natni er tekið fagnandi og fram yfir fjöldafram­ leiddan bolla frá Starbucks. Það eru ekki bara hipsterarnir sjálfir sem drekka bjórinn frá litlu brugg­ húsunum þó að þeir hafi innleitt nýju bjórmenninguna. Hipster­ staðir eru margir því þeir eru vin­ sælir. Og þegar hverfi í borgum fá hipsterstimpillinn eru miklar líkur að peningarnir muni flæða þang­ að. Þess vegna er breska íhaldið hrifið af hipsterum. Miðstéttarvæðing Hipstermenningin hefur ver­ ið í fararbroddi í þeim miklu breytingum sem hafa átt sér í stað í borgarmálum í heiminum á síð­ asta áratug. Þróunin hefur verið þétting byggðar. Fólk hverfur úr úthverfunum inn í borgina. Og þá kemur til kastanna enska hugtak­ ið gentrification sem á íslensku hefur verið þýtt sem „millistéttar­ væðing“. Frægasta dæmið um það er líklega hverfið Williamsburg við Austuránna í Brooklyn í New York sem fyrir örfáum áratugum þótti hálfgert slömm og óeftir­ sóknarverður staður fyrir þá sem gátu valið að búa annars staðar – til dæmis í rólegum úthverfum. Listafólk flykktist þangað í leit að ódýrara leiguhúsnæði en á Man­ hattan. Þar skapaði það skemmti­ legt hverfi eftir eigin höfði, opnaði bari, gallerí og veitingastaði. Fyrst settust aðrir hipsterar þar að. En smám saman hækkaði íbúðarverð í Williamsburg því stuðið var þar. Það þýddi að fátæka fólkið sem bjó í hverfinu þurfti að hafa sig á brott. Íbúðarverð í heiminum er nær hvergi jafn hátt og í Williamsburg nú. Hipsterarnir sjálfir flúðu á önn­ Frá Shoreditch í London. Mynd | NordicPhotos/GettyImages Breski Íhaldsflokkurinn hefur útnefnt hipsterinn sem úrvals­ kapítalista og lykilinn að farsælli framtíð Bretlands eftir Brexit. Nú, þegar hipsterinn hefur tekið yfir meginstrauminn í menningu Vesturlanda, mætti staldra við og spyrja fyrir hvað hann stendur og af hverju hin eldgömlu ráðandi öfl Íhaldsflokksins séu ánægð með hann? Hipsterinn er vistvænn, hann er á móti fjöldaframleiðslu og risasamsteypum. Hann vill gæðavörur. Hann vill ráða sér sjálfur. En ætli hann sé kapítalisti? WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt. Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóga, tær lón og neðanjarðarhella, þá má nefna úrval veitingahúsa, verslana og spennandi næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, yfir 40 atriði.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.