Fréttatíminn - 17.09.2016, Page 17
| 17FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
„Þetta er ekki eins og
þegar ráðvilltur Boris
Jeltsín Rússlandsforseti
dansaði „gömlu dansana“
á rokktónleikum í kosn-
ingabaráttunni árið 1996
þegar hann vildi höfða til
„X-kynslóðarinnar“ (það
endaði með hjartaskurð-
aðgerð).“
ur mið og bjuggu til næsta hipster-
hverfi. Koll af kolli gangast hverfi í
niðurníðslu undir sömu meðferð.
Það sama hefur gerst í flestum stór-
borgum Vesturlanda.
Dýrasta morgunkornið í London
Erkihipsterkaffihúsið Cereal Killer
Café á Brick Lane í London býð-
ur upp á gamalkunnar tegund-
ir morgunkorns á uppsprengdu
verði. Fyrir ári síðan var gerður
aðsúgur að staðnum í mótmæl-
um gegn millistéttarvæðingunni
í London sem hækkað hefur hús-
næðisverð gífurlega í hverfum eins
og Shoreditch, sem áður voru rót-
gróin verkamannahverfi. Hipster-
arnir eru sakaðir um að koma
íbúum þeirra á vergang og hleypa
í staðinn þeim efnuðu í hverfin.
Margir höfðu því horn í síðu kaffi-
hússins sem selur skál af morgun-
korni á fimm pund á meðan margir
íbúar í London sem áður bjuggu
í Shoreditch þurfa á treysta á fé-
lagslega þjónustu til að næra sig.
Hipsterinn er því í þessu samhengi
álitinn lúxusneytandi. Hann vill
ekki fjöldaframleiddar vörur í stór-
markaðnum. Hann vill það eins-
taka og sérstaka, besta kaffið, besta
bjórinn, besta indverska matinn og
er tilbúinn að borga hátt verð.
Andstaða gegn síðkapítalisma
Atli Bollason hefur velt hipster-
isma mikið fyrir sér og skrifað
um ýmsar hliðar hans, t.d. í The
Reykjavík Grapevine. Fréttatím-
inn leitaði á náðir hans og spurði
um kapítalíska genasamsetn-
ingu hipstersins. „Ég held ekki að
hipsterinn hafi lagt í sína vegferð í
andstöðu við kapítalismann heldur
einmitt að hipsterinn vilji snúa aft-
ur til kapítalismans sem ríkti áður
en síðkapítalisminn - alþjóðavæð-
ing og risasamsteypur og ofríki
fjármálakerfisins - tók yfir.“
Sjálfstæði og gæði
Atli bendir á að sjálfstæðið sé lykil-
atriði hjá hipsternum. „Hipsterinn
sækir í og fetíserar einyrkja og lítil
fyrirtæki. Hann vill ráða sér sjálf-
ur. Handverksmaðurinn er ídeal
hipstersins. Lítil brugghús, stök
kaffihús, sérsmíðuð hjól, beint frá
býli o.s.frv. Það er hipsternum líka
kappsmál að vörurnar sem hann
kaupir séu framleiddar við góðar
og sanngjarnar aðstæður. Það er
held ég mjög jákvætt. En þetta eru
oft dýrari vörur heldur en hinar
fjöldaframleiddu og þess vegna eru
það oftar en ekki krakkar með gott
bakland sem hafa efni á því að vera
hipsterar.“
Útlitið vísun í gamla tíma
En hvað með þessa einsleitni sem
einkennir hipstervæðinguna? „Í
innanhúshönnun er hipsteratískan
orðin allsráðandi í því sem hefur
verið nefnt AirSpace og má sjá á
næstum því hverju einasta kaffi-
húsi og veitingastað í Reykjavík.
Fundinn viður, berar perur, ryð.“
Atli segir að útlitið sé nokkurs kon-
ar vísun í gamla tíma. „Andstaðan
við staðlað útlit keðjuveitingahúsa
gat af sér annars konar staðlað útlit
sem má nú finna í hverri einustu
stórborg veraldarinnar. Það er svo-
lítið leiðinlegt en kemur kannski
ekki á óvart því þessi fagurfræði,
sem sækir í árdaga iðnbyltingar-
innar, rímar hins vegar ágætlega
við þennan gamla, ídealíska kap-
ítalisma sem hipsterinn dýrkar. En
þessi mikla útbreiðsla og einsleitni
afhjúpar togstreituna milli alþjóða-
væðingar og tryggð við heimahag-
ana í hipsterismanum.“
Nítjándu aldar kapítalistar?
Stephen Pritchard bendir á í pistli í
The Guardian að hipsterinn minni
um margt á efnaða breska land-
Íhaldsmaður bregður á leik. Matt Hancock, menningarmálaráðherra Bretlands,
reynir að höfða til hipstera. „Hipsterinn er kapítalisti,“ segir hann.
Mynd | NordicPhotos/GettyImages
Atli Bollason. „Hipsterinn vill snúa aftur til kapítalismans sem ríkti áður
en síðkapítalisminn — alþjóðavæðing og risasamsteypur og ofríki fjármála-
kerfisins — tók yfir.“ Mynd | Hari
nema í nýlendum nítjándu aldar:
„Þetta fólk vill lifa þægilegu og
sjálfstæðu lífi og með „handverki“
og „sköpun“. Það er, eins og brau-
tryðjendur fortíðarinnar, könnuð-
ir og listamenn og kapítalistar.“
Jafnvel útlit hipstersins virðist
vísa í þetta. Hipsterar líkjast oft
skógarhöggsmönnum og konum.
Grínsíða á netinu stillir upp mynd-
um af hipsterum og Amish-fólki og
spyr hver sé hvað.
Fótgönguliðar kapítalsins
Þessi frumkvöðlar í huga Íhalds-
flokksins eru fullkomnir fótgöngu-
liðar kapítalsins, að mati Pritchard.
Hin ráðandi peningaöfl hafa áttað
sig á að stórar einingar í hagkerfinu
séu dottnar úr tísku. Þess vegna
hafa þau snúið sér að hipsternum
sem þau álíta birtingarmynd hins
smávaxna en hraðskreiða kap-
ítalisma. „En það eru ekki bara
hipsterarnir. Listafólk eru her-
menn nýfrjálshyggjuríkisins. Það
er fyrst til að flytja í eyðimerkurn-
ar í hinu síðiðnvædda samfélagi
sem er ekki lengur velferðarsamfé-
lag, eins og gömul iðnaðarhverfi og
félagshúsnæði og sá fræjum menn-
ingarkapítalsins.“ Og þá gerist það
sama og áður. „Listafólkið laðar
að hipstera áður en því er fyrr en
síðar skipt út fyrir millistéttarfólk-
ið sem nú er mætt á svæðið. Bæði
listafólkið og sumir af hipsterun-
um halda för sinni áfram og endur-
lífga nýja staði. Og þannig heldur
hringrás millistéttarvæðingarinn-
ar áfram,“ skrifar Pritchard. Þetta
eru Íhaldsflokkurinn og fjárfestar
og önnur ráðandi öfl ánægð með.
Róttæk mál í tíðarandann
Þótt Íhaldsflokkurinn fagni þessari
þróun væri ósanngjarnt að gera
hipsterinn einan að blóraböggli í
flókinni þróun borga í heiminum.
Á kapítalískum neyslutímum vorra
daga hefur hipsterinn blásið lífi
í mál sem áður tilheyrðu jaðrin-
um og komið þeim í tíðarandann.
Hann hefur breytt mynstrum sem
áður þóttu óbrjótanleg. Hipsterinn
breiðir út hugmyndir um vist-
vænan lífstíl. Það er ekki lengur
jaðarskoðun að vilja hjóla í staðinn
fyrir að keyra. Sama má segja um
að kaupa vistvænar vörur. Hinn
óvænti árangur Bernie Sanders í
forkosningum Demókrata í ár var
ekki síst hipsternum að þakka. Allt
í einu þóttu stjórnmál hipp og kúl.
Jafnréttisumræða er í forgrunni
vegna hipstersins. Það er því eins
og að veiða lax með berum hönd-
um þegar breski Íhaldsflokkurinn,
sem og önnur ráðandi öfl, reyna
að ná utan um hipsterinn og gera
hann að sínum. Og umræðan um
hver hipsterinn sé heldur áfram.
Því hann er tíðarandinn. Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR
SUNNUDAGS
LAMBALÆRI
SUNNUDAGSSTEIKIN
SVÍKUR EKKI!
HÆGELDAÐ LAMBALÆRI
MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK
Sykurbrúnaðar kartöflur
„Crispy“ kartöfluteningar
með rósmarín og hvítlauk
Heimalagað rauðkál
Pönnusteiktir blandaðir sveppir
Ofnbakaðar gulrætur
Grænar baunir með myntu
Maís
Bjór- hollandaisesósa
Sveppasósa
2.900 kr. á mann
Aðeins framreitt fyrir allt borðið.
með öllu tilheyrandi
ALLA SUNNUDAGA
FRÁ 12–14.30