Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 17.09.2016, Qupperneq 43

Fréttatíminn - 17.09.2016, Qupperneq 43
„Ég horfði alltaf á Gilmore Girls (Mæðgurnar) á þriðjudögum á RÚV í gamla daga og fannst þættirnir alveg ofsalega fyndn- ir,“ segir Helga Þórey Jónsdóttir, blaðamaður. Gilmore Girls var á dagskrá á árunum 2000 til 2007 en nýverið tilkynntu framleiðendur þáttanna að upptökur væru hafnar á einni framhaldseríu og verður hún frum- sýnd á Netflix í nóvember. Helga ætlar að ljúka við að horfa á allar fyrri seríurnar sjö áður en nýju þættirnir koma. „Ég veit ekki af hverju mér finnst þættirnir svona skemmti- legir, því þeir eru alveg á mörkum þess að vera fyndnir og hlægilegir. Mæðgurnar Lorelai og Rory tala óeðlilega hratt og aukapersónurn- ar eru svo skrautlegar og farsa- kenndar að þær ættu eiginlega frekar heima í kabarett en sjón- varpsþætti.“ Helga og fleiri stofnuðu ný- lega íslenskan Facebook-hóp um þættina en meðlimir telja á annað hundrað. „Það er mjög skemmti- legt að sjá hve margir hafa gaman að þessum þáttum og oft skapast mjög líflegar umræður.“ Sófakartaflan Helga Þórey Jónsdóttir blaðamaður Horfir á allar þáttaraðir Gilmore Girls í maraþoni Helga Þórey býr sig undir frumsýningu nýrrar þáttaraðar Spilakvöld með Pétri Jóhanni Stöð 2 kl. 19.55: Spilakvöld Önnur þáttaröðin af Spilakvöldi hefst á Stöð 2 í kvöld undir stjórn Péturs Jóhanns Sigfússonar. Í þættinum etja kappi landsfrægir einstaklingar sem keppa í hvers kyns skemmtilegum og óvenju- legum þrautum og leikjum. Hreinskilinn uppistandari Netflix: Louis C.K. Þeir sem hafa ekki séð uppistandarann og leikarann Louis C.K. eða leiknu þættina hans, Louie, eiga mikið eftir. Nýjasta uppistand Louis er nú aðgengilegt á Netflix og er það jafn fyndið og rangt og hinn fyrri. Louis C.K. er kannski ekki allra en hann má eiga það að fáir uppistandarar eru eins hreinskilnir um eigið líf og hann. Kokkasögur Hringbraut kl. 21.30: Kokkasögur Gissur Guðmundsson fær til sín gesti og segir bransasögur úr kokkaheiminum. Gilmore-maraþon Helga Þórey hefur nóg að gera þessa dagana við að horfa á sjö þáttaraðir af Mæðgunum áður en sú áttunda lítur dagsins ljós. Mynd | Hari ÖLL ÖKURÉTTINDI ÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is …sjónvarp11 | amk… LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.