Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 17.09.2016, Page 48

Fréttatíminn - 17.09.2016, Page 48
alla föstudaga og laugardaga Dónar Leikkonan Olivia Wilde vakti athygli á almennri ókurteisi í vikunni þegar enginn stóð upp fyrir henni, kasóléttri, í neðanjarðarlestarkerfi New York borgar. Leikarinn og milljónamæringur- inn Brad Pitt hefur snúið baki við 94 ára gamalli ömmu sinni, Betty Russell, og sent hana á hrikalegt hjúkrunarheimili. Systir Betty sagði: „Hún saknar hans. Hann skrifar ekki og ég veit að það er nóg að gera hjá honum en ég skil ekki af hverju hann er ekki í sambandi við ömmu sína. Einu sinni sendi Brad blóm einu sinni í mánuði og hringdi reglulega en hann gerir það ekki lengur.“ Hjúkrunarheimilinu sem Betty hefur búið á í átta ár hefur verið stefnt vegna slæmrar umönnun- ar á skjólstæðingum sínum. Það er merkt sem einnar stjörnu hjúkrunar heimili. Þeir sem þekkja til segja Betty vera ánægða á heim- ilinu þrátt fyrir allt og að hún fái marga gesti þótt Brad láti ekki sjá sig. Brad Pitt hefur ekkert samband við ömmu sína Hættur að hringja og senda henni blóm. Allt breytt Brad Pitt er hættur að hringja í ömmu sína eða að senda henni blóm. Mynd | Getty Andri og Guðni mætast á ný Bókamarkaðurinn virðist raunar ætla að verða óvenju líflegur þetta árið enda hafa verið talsverðar hreyfingar meðal útgefanda. Þannig er Jóhann Páll Valdimarsson á útleið úr For- laginu, rétt eins og Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti og ný forlög ætla að gera sig gildandi í ár. Einn slagurinn verður þó kunnuglegur ef að líkum lætur því líklegt má telja að bæði Andri Snær Magnason og Guðni Th. Jóhannesson verði með bók fyrir komandi jól og muni því berjast í annað skipti á árinu um hylli þjóðarinnar, en undir eilítið öðrum formerkjum að þessu sinni. Nýtt stórvirki væntanlegt Samkvæmt heimildum Fréttatímans hefur Forlagið ákveðið að fylgja eftir bók Páls Baldvins Baldvinssonar um síðari heimsstyrjöldina, sem sló í gegn fyrir síðustu jól, með annarri bók af viðlíka kalíberi. Nú verður fyrri heimsstyrjöldinni gerð skil og er höfundur bókarinnar Gunnar Þór Bjarnason sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Þegar siðmenningin fór fjandans til sem kom út fyrir ári síðan. Ef eftirspurnin verður í líkingu við þá sem bók Páls Baldvins fékk má búast við að þessi verði ein af metsölubókun- um í ár. NÝTT OG HLÝTT DRESS CODE ICELAND UNNUR Slitsterk og vatnsvarin úlpa úr 100% nyloni, með úrhneppanlegu PrimaLoft® vesti. 59.990 ISK SÖLVI Einangrað vesti með háum kraga sem heldur þér heitum í skólanum og á flakkinu. 24.990 ISK UNNAR Síð og sérlega flott hettuúlpa sem heldur á þér góðum hita í allan vetur. 54.990 ISK www.cintamani.is | Bankastræti 7 | Aðalstræti 10 | Austurhraun 3 | Smáralind | Kringlan | Akureyri UNNUR ICELAND 69.990 ISK FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND ÍSAFJÖRÐUR FM104,1 AKUREYRI FM102,5 REYKJAVÍK FM104,5

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.