Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.09.2016, Page 4

Fréttatíminn - 24.09.2016, Page 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016 Auglýsingasala Þekking á auglýsingamarkaði er kostur en ekki skilyrði Vinsamlegast sendið umsóknir á starf@frettatiminn.is Vegna aukinna umsvifa óskar Fréttatíminn eftir starfsfólki á auglýsingadeild. sími 531 3300 Stjórnmál - Færeyingar ráða nú ráðum sínum og ákveða tæknilegar útfær- slur uppboðsleiðarinnar í sjávarútvegi. Vandi Færeyja í sjávarútvegi, yfirveðsetning vegna frjáls framsals kvóta og fákeppni hinna stóru, hefur líka verið vandamál á Íslandi. Færeyjar hyggjast taka upp kvótaþak til að minnka líkur á fákeppni en heimila áfram veðsetningu kvóta innan ákveðinna marka. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Færeyingar munu setja reglur um hámarkskvóta sem færeyskar út- gerðir munu mega ráða yfir þegar nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi verður innleitt í landinu árið 2018. Helsta inntakið í nýja fiskveiðistjórnar- kerfinu verður að tekin verður upp uppboðsleið á kvóta. Fjallað er um kvótaþakið í niðurstöðum frá sér- stakri nefnd í Færeyjum sem á að koma með tillögur um tæknilegar útfærslur á innleiðingu nýja fisk- veiðistjórnarkerfisins. Rætt var um tillögurnar á fundum í Færeyjum dagana 22. og 23 september. Talsverð umræða hefur verið um uppboðsleið Færeyinga á Íslandi og hafa Píratar, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin talað um að þeir flokkar vilji fara uppboðsleiðina í sjávarútvegi á meðan ríkisstjórn- arflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, vilja viðhalda núver- andi kerfi. Stefna Vinstri grænna í málinu er óljós. Tæknilegar útfær- slur á uppboðskerfinu eru í vinnslu í Færeyjum og varpa niðurstöður nefndarinnar ljósi á hvernig upp- boðskerfið verður uppbyggt. Sjávarútvegsráðherra Færeyja, Høgni Hoydal, kom til Íslands nú í september til að tala um uppboðs- leiðina og sagði hann þá í viðtali við Fréttatímann að Færeyingar hefðu „sögulegt tækifæri“ til að búa til fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem kvótinn er ekki „gefinn“ heldur boðinn upp. Kvótaþak er ekki að finna í nú- gildandi lögum um stjórn fisk- veiða í Færeyjum og væri það því nýbreytni. Markmiðið með slíkri reglu er að koma í veg fyrir að stór sjávarútvegsfyrirtæki í landinu mis- noti markaðsráðandi stöðu sína. „Reglur um kvótaþak hafa það að- almarkmið að koma í veg fyrir að fyrirtæki misnoti markaðsráðandi stöðu sína,“ segir í niðurstöðum færeysku nefndarinnar. Færeyska nefndin setur hins vegar ekki fram hugmynd um neina ákveðna pró- sentu sem kvótaþakið á miðast við þar sem slíkt sé spurning sem nefndin hafi ekki forsendur til að ákvarða að svo stöddu. Ljóst er hins vegar að samþjöppun kvótans á fárra hendur í Færeyjum er vanda- mál þar í landi. Á Íslandi er í gildi kvótaþak sem felur það í sér að einstaka útgerðir mega ekki ráða meiru en tólf pró- sentum heildarkvótans í landinu. HB Grandi hefur farið yfir það há- mark í gegnum tíðina en ræður nú 10,33 prósentum kvótans og er Samherji Ísland ehf. næst með 6,03 prósent. Þar með er ekki öll sagan sögð þar sem Samherji á stóra hluti í útgerðum eins og Síldarvinnslunni, auk minni útgerða, sem gerir það að verkum að óbeint eignarhald fyrir- tækisins á kvóta við Íslandsstrendur verður miklu meira. Samþjöppun aflaheimilda á Íslandi hefur leitt til þess að rúmlega 50 prósent kvótans eru nú á hendi 10 stærstu útgerðar- fyrirtækjanna en var rúmlega 22 prósent árið 1990. Eitt af því sem helst hefur ver- ið gagnrýnt við upptöku uppboðs- leiðarinnar á Íslandi er að sjávarút- vegsfyrirtæki munu ekki geta gert langtímasamninga um sölu á fiski. Í viðtali við Stundina í byrjun árs sagði Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja til dæmis að sambæri- legt markaðsstarf og nú er stund- að yrði erfiðara í uppboðskerfinu. „Það verður aldrei stundað mark- aðsstarf eins og gert er í dag. Eitt er að veiða fisk, annað að framleiða fisk og þriðja er að selja fisk.“ Til- lögur Færeyinganna fela það hins vegar í sér að helmingur kvótans verði leigður út til 10 ára í senn, 40 prósent til 5 ára og einungis tíu pró- sent til eins árs. Ef Ísland fetar upp- boðsleiðina á svipuðum forsend- um og Færeyingar hyggjast gera þá gætu fyrirtæki eins og Samherji gert markaðsáætlanir og samn- inga sem ná yfir 5 til 10 ár í senn út frá því hvort þeir fá afnotarétt af kvótanum. Í tillögum færeysku nefndarinnar er einnig fjallað um möguleika sjáv- arútvegsfyrirtækja sem fá aflaheim- ildir leigðar hjá ríkinu að veðsetja kvótann hjá fjármálafyrirtækjum. Ein af ástæðunum fyrir því að Fær- eyingar ætla að fara uppboðsleiðina er að sjávarútvegsfyrirtæki voru yfirveðsett út af viðskiptum með aflaheimildir. Í nýja uppboðskerf- inu eiga fyrirtæki hins vegar að geta veðsett aflaheimildir en einungis innan þess tímaramma sem þau hafa kvótann til leigu og þurfa því að hafa gert lánin upp á leigutíman- um. Þetta þarf að vera hægt, segir færeyska nefndin, til að ýta undir nýliðun í sjávarútvegi. Helstu niðurstöður færeysku nefndarinnar um uppboðsleiðina: • 50 prósent aflaheimilda leigð út til 10 ára, 40 prósent til 5 ára og 10 prósent til 1 árs *Kvótaþak sett til að koma í veg fyrir fákeppni í sjávarút- vegi • Einungis færeyskir aðilar, eða þeir sem hafa búið í Fær- eyjum í meira en tvö ár og eru skattskyldir þar, mega bjóða í kvótann • Veðsetning kvóta heimil en aðeins innan leigutímans á hverju tímabili Eitt af atriðunum í útfærslu uppboðsleiðar Færeyinga er að 90 prósent kvótans verða leigð út til 5 eða 10 ára sem gerir langtíma samningsgerð sjávarútvegsfyrirtækja við kaupendur fisks mögulega. Óvissa með markaðssetningu fisks erlendis er meðal þeirra atriða sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur fundið að uppboðsleiðinni. Uppboð hindrar fákeppni Stjórnmál Íslenska þjóðfylk- ingin er sá stjórnmálaflokkur sem mælist með næstmest fylgi af þeim flokkum sem ekki eru á þingi. Flokkurinn fær hátt í 30 milljónir frá rík- inu nái hann 2,5% kosningu. Íslenska Þjóðfylkingin er aðeins 0,3 prósentustigum frá því að fá opinbert framlag frá ríkinu, sam- kvæmt nýjustu könnun MMR, það er að segja, fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. Flokk- urinn mælist með 2,2% fylgi en nái flokkurinn 2,5% þá á hann rétt á framlagi frá ríkinu. Miðað við síðustu kosningar hefði Íslenska Þjóðfylkingin því þurft að fá tæp fimm þúsund atkvæði af 188 þúsund gildum atkvæðum. Það þýðir að Íslenska þjóðfylkingin gæti fengið um sjö milljónir á ári frá skatt- greiðendum, eða 28 milljónir á kjör- tímabilinu. Sú krónutala fer hækkandi með hverju atkvæði til viðbótar. Ofan á þessa upphæð eiga stjórn- málaflokkar rétt á þriggja milljón króna fjárstyrk úr ríkissjóði að lokn- um kosningum til að mæta útlögð- um kostnaði við kosningabarátt- una. Þannig gætu skattgreiðendur greitt Íslensku þjóðfylkingunni allt að 31 milljón á fjórum árum ef flokk- urinn nær lágmarkinu, það er 2,5% atkvæða. Deilt var um fjárframlög ríkisins þegar Pétur Gunnlaugsson sakaði formann Flokks heimilanna um að stinga framlögum ríksins í eig- in vasa í stað þess að greiða niður kosningaskuldir. Flokkurinn fær níu milljónir króna á ári og hefur fengið frá árinu 2013. Formaður flokksins, Kristján Snorri Ingólfs- son, fór í meiðyrðarmál við Pétur Gunnlaugsson eftir að hann sakaði Kristján Snorra og bróður hans um að taka peningana og leggja inn á eigin reikning. Pétur var sýknaður Íslenska þjóðfylkingin hársbreidd frá því að fá milljónir Frá kynningar- fundi Íslensku þjóðfylkingar- innar síðasta vor. þar sem það reyndist sannleikskorn í ásökunum hans. Alls fengu allir stjórnmálaflokk- ar, sem náðu að lágmarki 2,5% kosn- ingu í síðustu Alþingiskosningum, 286 milljónir króna á þessu ári í framlag frá skattgreiðendum. Þar af voru Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkurinn atkvæðamestir, enda stærstir flokka á Alþingi. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk um 81 milljón á með- an Framsókn fékk 74 milljónir. | vg Lífeyrissjóðir fá auknar heimildir til fjárfestinga Viðskipti Eiga nú þegar nærri helming allra skráðra hlutabréfa og fá leyfi til að fjárfesta enn frekar sam- kvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Þetta er fyrst og fremst svo að það þurfi ekki svona marga sjóði til að koma að einstaka fjárfestingum,“ segir Þórey Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssambands líf- eyrissjóða, aðspurð um af hverju ís- lenskir lífeyrissjóðir telja að breyta þurfi lögum um sjóðina þannig að þeir megi eiga allt að 25 prósent í einstaka fyrirtækjum og félögum. Í gildandi lögum er þetta hlut- fall 15 prósent en efnahags- og viðskiptanefnd hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um líf- eyrissjóði sem felur í sér að hlutfall- ið verður hækkað upp í 20 prósent. „Þarna er farið bil beggja. Ég sé ekki að eitthvað mæli gegn þessu. Meginreglan er sú að lífeyrissjóðun- um er treyst til að meta ávöxtun og áhættu af einstaka fjárfestingum. Það er samasemmerki á milli líf- eyrissjóðanna og almennings á Ís- landi.“ Vegna gjaldeyrishaftanna eiga líf- eyrissjóðir rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum á Ís- landi og mikið magn óskráðra hluta- bréfa einnig. Með lagabreyting- um efnahags- og viðskiptanefndar munu lífeyrissjóðirnirnir einnig geta fjárfest beint í fasteignum auk þess sem eftirfarandi setning kem- ur inn í lögin: „Lífeyrissjóður skal setja sér sið ferðisleg viðmið í fjár- festingum.“ Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóðanna munu því aukast fyrir vikið og færri sjóðir geta kom- ið sér saman um fjárfestingar í eins- taka fyrirtækjum. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða, sér ekkert gagnrýnivert við auknar fjár- festingarheimildir lífeyrissjóðanna. Fær að vera lengur vegna sérfræðiþekkingar Brottför Íranans Morteza Songol Zadeh var frestað seinni partinn á miðvikudaginn, eða tólf tímum áður en það átti að vísa honum úr landi, til þess að meta umsókn hans um atvinnu- og dvalarleyfi.Morteza, sem hefur verið dæmdur til dauða í Íran fyrir að taka upp kristna trú, er með BA próf við að túlka pers- nesku yfir á ensku og getur einnig túlkað farsi og arabísku. Hann er að auki með MA gráðu í enskum bók- menntum og hefur verið að læra ís- lensku. Verulegur skortur er á slík- um á túlkum á Íslandi. Útlendingastofnun

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.