Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.09.2016, Side 6

Fréttatíminn - 24.09.2016, Side 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016 Velferðarstefnan í landi þar sem kjósendur segjast hafa mestan áhuga á heilbrigð-is- og velferðarmálum hljómar einhvernveginn svona: Börnin passa sig sjálf. Unga fólk- ið er skuldum vafið og gamla fólk- ið skrimtir ekki einu sinni á elli- laununum. Sjúklingarnir fara til læknis ef þeir hafa efni á því, annars eru þeir veikir og deyja drottni sínum fyrir aldur fram. Börn og gamalt fólk borðar nær- ingarsnauðan og ómerkilegan mat á leikskólum og elliheimilum, með- an heilu gámarnir af niðurgreiddu lambakjöti, liggja undir skemmd- um, þar sem íslenska krónan er of há til að útlendingar sýni því áhuga. Fiskurinn í sjónum er gefinn fáum útvöldum. Á meðan lækka skattarnir, sér í lagi á háar tekjur og fjármagnstekj- ur. Og álfyrirtæki komast upp með að fara með allan arðinn úr landi með bókhaldsbrellum meðan frum- varp sem gæti komið í veg fyrir það safnar ryki ofan í skúffu hjá fjár- málaráðherra. Þegar fagurgali forystumanna flokkanna um heilbrigðis- og vel- ferðarmál hljómar í sjónvarpi allra landsmanna, er rétt að spyrja hvað þeir hafi gert fyrir okkur hingað til. Ekki bara hvað þeir segjast ætla að gera eftir kosningar. Auðvitað er þetta ekki svona svart. Sumir hafa efni á því að ráða fólk til að passa börnin þegar leik- skólinn eða frístundaheimilið ræð- ur ekki við hlutverk sitt. Sumt ungt fólk á foreldra sem hjálpa þeim út í lífið. Sumir aldraðir eiga digra sjóði og þurfa ekkert á ellilaununum að halda. Og sumir sjúklingar geta keypt sér betri þjónustu þegar hún fæst ekki í opinbera kerfinu. En bara sumir. Það eru bara allir hinir sem ekki búa svo vel, sem súpa seyðið af vel- ferðarstefnunni eins og hún er í framkvæmd. Stundum er sagt að heimurinn hverfist í kringum þarfir hvítra karla á miðjum aldri. Það er sér- staklega satt þegar gengið er inn á íslensk barnaheimili og skóladag- heimili en þar er nú tómlegt um að litast. Starfsmenn fást ekki til að sinna börnunum og þau eru því send heim, til foreldra sem sinna þá ekki öðru starfi á meðan, eða með lykil um hálsinn til að passa sig sjálf. Eftir að þjóðfélagið fór að rétta úr kútnum hafa margir haft uppi stór orð um markaðslaun fyrir vinnu þeirra, helst á borð við það sem er greitt fyrir sömu störf í ná- grannalöndunum. Bankamenn hafa líka alla tíð fylgt því fast eftir að fá borguð ofurlaun og bónusa á borð við það sem hæst gerist erlendis, að öðrum kosti verðum við af frábær- um starfskröftum þeirra. Lögmálið um framboð og eftir- spurn virðist hinsvegar ekki eiga við um þá sem passa börnin og ann- ast gamalt fólk. Þær stofnanir skrölta nú áfram hálftómar, starfsmennirnir eru sagðir hafa f lúið annað vegna þenslu, í betur borguð störf (Og skyldi engan undra). Laun fólksins á leikskólunum, frístundaheimilum og í umönnunarstörfum, hækka ALDREI, í takt við hið helga lögmál kapítalismans. Þess vegna hrekk- ur maður í kút við hugmynd um að láta gamla fólkið passa börnin. Auðvitað er fallegt í sjálfu sér að leiða saman unga og gamla, en sem leið til að manna leikskóla og frí- stundaheimili, þegar þeir ráða ekki við hlutverk sitt, er hún skelfileg Hvenær verða börnin dubbuð upp í umönnun aldraðra? Í eina tíð, sögðu fínar frúr, að það væri skelfilegt hvað gengi illa að haldast á vinnukonum. Fæstar konur vildu vera vinnukonur til frambúðar. Það var erfitt og gaf ekki möguleika á fjárhagslegu sjálfstæði. Fólk sem fær 250 þúsund á mánuði upp úr launaumslaginu, er í sömu stöðu. Það vinnur langan og oft erf- iðan vinnudag en getur ekki fram- fleytt sér fyrir það sem það ber úr býtum. Fólk í þeirri stöðu sem er eina fyrirvinna heimila þarf auk- inheldur oft að leita á náðir vel- ferðarkerfisins sjálft til að ná end- um saman. Ef við viljum gott velferðarkerfi má ekki gleyma að gera þessi störf eftirsóknarverð með því að hækka launin. Og til þess þarf að hækka skatta og taka sanngjarnt afgjald fyrir fiskinn í sjónum og orkuna. Fyrir þorra almennings er það mun betri lausn en að láta þjón- ustustofnanir við börn og aldraða grotna niður, þótt sumir geti keypt sér þjónustu meðan aðrir eru settir út á guð og gaddinn. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir VINNUKONUR OG FÍNAR FRÚR Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Bullandi vandræði hjá Landssambandi Sjálfstæðiskarla Hvað er með allt þetta uppvask hérna? Hei! Kann einhver á þessa ryksugu? Og bíddu, á maður þá bara að gera þetta allt sjálfur? BÚDAPEST RÓM BORGARFERÐ Frá kr. 61.950 2fyrir1 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 6. október í 4 nætur. Frá kr. 128.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. október í 4 nætur. Novotel Budapest City Hotel Eurostars International Palace Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th . a ð v er ð g etu r b re ys t á n f yri rva ra . E N N E M M / S IA • N M N M 77 4 66 Skelltu þér í PRAG Frá kr. 57.950 2fyrir1 Netverð á mann m.v.2 í herbergi með morgunmat. 29. september í 4 nætur. Ibis Mala strana VERONA Frá kr. 108.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 20. október í 4 nætur. Hotel Verona SEVILLA Frá kr. 89.700 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 11. nóvember í 3 nætur. Hotel Catalonia Santa Justa 29. sept.- 3. okt. 6.-10. október 20.-24. október 28. október -1. nóvember 11.-14. nóvember FY RI R2 1 FY RI R2 1 Frá kr. 57.950 m/morgunmat ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI FY RI R2 1

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.