Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.09.2016, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 24.09.2016, Qupperneq 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016 VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS LYKILL AÐ BETRI KJÖRUM KYNNTU ÞÉR AFSLÁTTARKJÖR VR-KORTSINS Á VR.IS Clara Lemaire Anspach stendur í anddyri Háskólabíós og skimar í kringum sig. Hún er lifandi eft- irmynd móður sinnar, Sólveigar Anspach. Dökkleit og svipsterk með risastór blá augu. Kvikmyndin Sundaáhri f in verður opnunarmynd Reykjavík International Film Festival um næstu helgi og nú á að prufukeyra hana í bíóinu. En þar sem leikstýran er látin verður Clara, dóttir hennar, viðstödd sýninguna. „Það er samt ekki ástæðan fyr- ir því að ég kom til Íslands,“ segir Hún elskaði fólkið á jaðrinum Clara á fallegri ensku með frönsk- um hreim. Við finnum okkur sæti í næði. „Skúli Malmquist bauð mér að vera lærlingur hjá Zik Zak kvik- myndum svo ég ákvað að slá til og vera hér í dálítinn tíma. Ég verð því með í upptökum á fyrstu kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, sem hefjast á morgun.“ Skúli Malmquist var vinur Sól- veigar og framleiddi fyrir Zik Zak síðustu myndirnar sem hún leik- stýrði, þríleikinn Skrapp út, Queen of Montreuil og Sundaáhrifin. Clara hefur gegnt ýmsum hlut- verkum við upptökur á kvikmynd- um móður hennar og hefur kynnst samstarfsfólki hennar ágætlega. „Ég vissi nokkurn veginn hvernig hlutirnir gengu fyrir sig þegar hún var að leikstýra. Nú langar mig að sjá hvernig aðrir gera þetta, og reyna að finna mína stöðu í ferlinu.“ Fekkstu kvikmyndaáhugann í vöggu- gjöf? „Líklega hefur kvikmyndagerðin alltaf heillað mig en það var erfitt að viðurkenna það fyrir mömmu. Þegar ég impraði á því við hana að mig langaði að leggja hana fyrir mig, setti hún í brýrnar og sagði mér að það væri mjög erfitt. Hún varaði mig við því og reyndi frekar að draga úr áhuga mínum. Ætli hún hafi ekki vonast til að ég yrði læknir eða verkfræðingur eða eitthvað minna áhættusamt, úr því að ég var góð- ur námsmaður. Pabbi minn kenndi heimspeki og hún vildi frekar að ég fetaði í hans fótspor.“ Mátti engan tíma missa Clara er fædd og uppalin í Frakk- landi og er með franskt ríkisfang. Sem einkabarn ævintýraþyrstrar móður fékk hún að ferðast og sjá heiminn og ekki síst, kynnast öllu litríka fólkinu sem Sólveig laðaði að sér. „Við vorum mjög nánar mæðg- ur. Foreldrar mínir skildu þegar ég var sjö ára og upp frá því bjó ég hjá þeim til skiptis, tvær vikur í senn. Þegar ég var hjá mömmu, þá vor- um við bara tvær. Við vorum alltaf saman og hún dröslaði mér með sér hvert sem hún fór. Ég fór með henni á kvikmyndahátíðir um allan heim og þó hún hafi verið að vinna þá gat hún alltaf gert eitthvað spennandi úr ferðalaginu.“ Áhugi Clöru á kvikmyndagerð dvínaði ekki þó móðir hennar reyndi að beina henni í aðrar átt- ir. Eftir stúdentspróf og tveggja ára nám í bókmenntum, heimspeki og sögu, ákvað Clara að taka eitt ár í kvikmyndafræðum. Nú er hún tvítug og enn staðfastari í að spreyta sig á kvikmyndalistinni. Þú líkist móður þinni mjög í útliti. Vor- uð þið líkar að öðru leyti? „Ég er lík henni á margan hátt. Ætli það sé ekki aðallega styrkurinn sem hefur einkennt okkur báðar.“ Stóru bláu augun hennar fyllast tár- um. „Hún þurfti stöðugt að berjast fyrir lífi sínu. Og fyrir myndum sín- um. Þó hún hefði enga peninga til að gera þær, þá lagði hún samt af stað með þær. Og þær urðu til. Hún vann í fimm mismunandi handritum í einu og reyndi að dreifa áhættunni til að halda framleiðslunni gang- andi. Hún kenndi mér að standa á eigin fótum og ef mig langaði til að gera eitthvað þá yrði ég að fram- kvæma það sjálf. Það er enginn tími til að sóa. Alltof margir horfa á lífið líða hjá og fresta því stöðugt að gera það sem þeir virkilega elska. Hún gat ekki leyft sér það.“ Tilfinningaþrungin Íslandsdvöl Sólveig var harkalega minnt á hve hverfult lífið er þegar hún gekk með sitt fyrsta og eina barn. Um það fjall- aði hún í kvikmyndinni Hertu upp hugann, sem frumsýnd var í Cann- es árið 1999. Það var fyrsta leikna kvikmyndin sem Sólveig leikstýrði en hún fjallar um ólétta konu sem greinist með krabbamein. Myndin fékk hlýjar viðtökur og Sólveig talaði opinskátt um að sagan byggði á hennar eigin reynslu. Clara lýsir því að hún hafi alist upp við þá yfirvofandi vá að móðir henn- ar gæti veikst lífshættulega. „Fólk spyr mig stundum hvort ég hafi ekki búist við því að hún myndi deyja. Ég gerði það ekki. Ég vissi að hún gæti lifað, hún var ekkert deyjandi þó hún væri stundum veik. Hún var stöðugt á ferðinni, í algjörri afneitun og hélt alltaf áfram með verkefnin sín. Ég var ekki búin undir að Einn afkastamesti kvikmyndaleikstjóri Íslandssögunnar, Sólveig Anspach, skildi eftir sig tuttugu frumlegar kvikmyndir um litríkar persónur og mannleg málefni þegar hún lést fyrir ári. Og dótturina Clöru Lemaire Anspach sem ætlar að feta í fótspor hennar. Hún verður viðstödd sýningu hinnar stórkostlegu kvikmyndar Sundaáhrifin, sem Sólveig náði ekki sjá áður en hún lést. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Hún þurfti stöðugt að berjast fyrir lífi sínu. Og fyrir myndum sín- um,” segir Clara um móður sína. Myndir | Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.