Fréttatíminn - 24.09.2016, Side 14
Jóna Fanney Friðriksdótt-
ir, fyrrverandi bæjarstjóri
á Blönduósi, skellti sér í
Skrapatungurétt um síðustu
helgi. Jóna, sem er öllum
hnútum kunnug, leiddi
okkur í gegnum daginn sem
endaði um kvöldið á balli í
Félagsheimilinu á Blöndu-
ósi.
Alda Lóa Leifsdóttir og
Jóna Fanney Friðriksdóttir
aldaloa@frettatiminn.is
Skrapatungurétt er rétt fyrir utan
Blönduós. 15 heimamenn smöluðu
350-400 hrossum niður í Kirkju-
skarðsrétt. Þar bættist í hópinn
fleira hestafólk, sveitungar, vensla-
fólk og gestir en síðast rak hópinn
röð af járnfákum sem silaðist eftir
grýttum malarslóðanum í Laxár-
dal niður í Skrapatungurétt.
Kærustuparið Guðlaug og Haukur
Hópreiðin hefst hjá Guðlaugu Jóns-
dóttur á Strjúgsstöðum sem starfar
á Landspítalanum í Reykjavík en
reynir að komast norður eins oft
og hún getur. „Börnum mínum og
barnabörnum í bænum finnst nú
stundum alveg nóg komið af þess-
um ferðum mínum hingað norður,“
segir Guðlaug og hlær. Guðlaug og
kærastinn, Haukur Pálsson hrossa-
ræktarbóndi á Röðli, ríða síðust frá
Strjúgsstöðum. Þau loka hliðinu
og reka hópinn sem er farinn yfir
hæðina á leið sinni í Kirkjuskarðs-
rétt. Margir höfðu komið keyrandi
með hrossin sín að Strjúgsstöðum
deginum á undan og skilið þau eft-
ir yfir nóttina í gerðinu.
Fjallskilastjórinn Anna Margrét
Stóðhestasmölun krefst mikillar
skipulagningar. Fjöldi hrossa sem
sótt eru í Laxárdalinn er í kring-
um 350-400 og smöluninni sinna
um 15 manns. Fjallskilastjóri er
sá sem er í forsvari fyrir því að
allt gangi vel fyrir sig. Anna Mar-
grét Jónsdóttir, tveggja barna
móðir og bóndi á Sölvabakka, er
fjallskilastjóri þetta árið. „Við vor-
um komin í hnakk klukkan 6 um
morguninn og skiptum okkur í
hópa eftir svæðum. Minn hópur
smalaði svæðið frá Grjótárbotn-
um í gegnum Litla Vatnsskarð út
að Vesturárskarði. Þar mættum
við öðrum gangnamannahópi
sem smalaði sunnanmegin. Og
þaðan var allt stóðið smalað nið-
ur í Kirkjuskarðsrétt,“ segir Anna
Magga okkur. Ljóst er að þarna er
mikill kvenskörungur á ferð og í
fjarska sést þessi harðduglega kona
taka rösklega í nefið, eins og bænd-
um sæmir.
Rækja á hesti
Ekki er laust við að það blási smá
loft í suma sem hnarreistir sitja
mestu gæðingana. Einn þeirra
tekur tilhlaup við hrossið og renn-
ir sér mjúklega í hnakkinn aftan
frá. Sirkus Geira Smart hefði ekki
haft roð við þessu. Aðrir eru minna
svalir í Laxárdalnum og lítt van-
ir reiðmennsku. Þétt er haldið
um taumana og einbeitingin við
að vera í sambandi við hrossið
er algjör, þessir reiðmenn brosa
vandræðalega þegar horft er í átt
til þeirra. Vanari reiðmenn setja
í fagurt tölt þegar þeir finna augu
beinast að sér og enn aðrir gefa
lausan tauminn og öskra „hííjaaa“
líkt og sigurvissir índíjánar á leið
í orrustu. Góðlátlegt grín fer að
heyrast æ oftar eftir því sem líður á
reiðina og um leið minnkar í pyttl-
unni. Pissustoppum fjölgar. „Nei,
andskoti er að sjá þig maður, getur
þú ekki setið hestinn þinn betur.
Að horfa á þig er eins og að upp-
lifa rækju sitja hest.“ Og svarið sem
þessi fær: „Elsku kúturinn minn,
far þú nú að hugsa betur um hross-
ið þitt sem er skeifulaust á aftari
hægra fæti.“
Ætt f ræðingarnir horfa á
hrossin með sínum augum.
„Nau, sjáiði þennan jarpa klár
þarna? Undan hverjum er
hann?“ „Jahá, undan Gammi
frá Steinnesi og undan hvaða
meri?“ Hestamenn eru með bjútí-
skalann á hreinu, beinabyggingu,
geðslag, fimi og allt hvað þetta heit-
ir. En í augum leikmannsins eru
allir hestar fallegir.
Kirkjuskarðsrétt
Fyrsti áningarstaðurinn er Kirkju-
skarðsrétt. Þar mætast gangna-
menn með hrossastóðið, hátt í 400
hross og ferðalangar sem lögðu af
stað frá Gautsdal eða Strjúgsstöð-
um. Þar er áð í allgóðan tíma. Bitið
er í samlokur og gott að velgja sér
á kakói. Margir bæta kakóið með
dreitli úr pela. Enn öðrum finnst
kakóið óþarfi og láta pyttluna
ganga sín á milli og fjallkóngur-
inn tók lagið „Ó María mig langar
heim“ og hópur reiðmanna í stíg-
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016
„Nau, sjáiði
þennan jarpa
klár þarna“
Í Skrapatungurétt fékk sonurinn brjóst í vegkantinum á meðan pabbi Kristian hélt í tauminn á hesti Dagnýjar. Hrossið reyndi á meðan að finna sér eitthvað að naga og kippti í tauminn frekar hastarlega. Myndir | Alda Lóa
Dagurinn endar á balli í félags-
heimilinu og lagið „Mustang
Sally“ hljómar út á götu.
Hestamenn eru með bjútískalann á
hreinu, beinabyggingu, geðslag, fimi
og allt hvað þetta heitir. En í augum
leikmannsins eru allir hestar fallegir.
„Það er nauðsynlegt að mæta á ballið í kvöld, það er hluti af stóðréttarstemningunni,“
segja systurnar í kór, þær Sara og Ragnheiður Kristjánsdætur frá Blönduósi.
„Nei, andskoti er að sjá þig maður, getur þú ekki setið
hestinn þinn betur. Að horfa á þig er eins og að upplifa
rækju sitja hest.“