Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 24.09.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 24.09.2016, Síða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Ýktar útgáfur af góðum vinum Í leikhópnum Kriðpleir er að finna launfyndna leikhús- menn. Í verkum hópsins, sem dansa á mörkum raun- veruleika og tilbúnings, er fjallað um stór og snúin efni, sjálfsstyrkingu og óvissu, djúpar krísur og angist, dularfull- an dauðdaga Jóns Hreggviðssonar og nú tæklar hópurinn ævisöguna, Ævisögu einhvers. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Tveir vinir um þann þriðja meðan hann er í burtu Ragnar Ísleifur Bragason Árni: „Ragnar er viðkvæmur og mjög næmur. Með fyndnari mönn- um, eiginlega fyndinn í verunni, án þess endilega að ætla sér það alltaf. Mikil íþrótta- og fjölskyldu- maður.“ Friðgeir: „Hann er með gott auga fyrir smáatriðum og finnur fallega hluti í hinu smáa. Svo er hann með mjög stórt hjarta og mjög tilfinn- inganæmur.“ Friðgeir Einarsson Ragnar: „Friðgeir er glaðvær og mikill húmoristi en sumir halda stundum að hann sé reiður. Mjög gagnrýninn á sjálfan sig en góður vinur.“ Árni: „Mjög greindur maður. Pott- þéttur og áreiðanlegur. Hon- um finnst oft óþægilegt að taka stjórnina og þá bara segir hann það bara.“ Árni Vilhjálmsson Ragnar: „Árni er mjög glaðvær maður. Ég hugsa mikið um andlitið sem er svo bústið og brosandi. Góður drengur.“ Friðgeir: „Yndislega þenkjandi. Hann er loftið í samstarfinu, getur verið dálítið svífandi. Hann dettur stundum út en kemur aftur með skarpa rýni á það sem við erum að gera.“ Á þungbúnu síðdegi í miðborg Reykjavíkur er verið að smíða leik- verk í yfirlýstu bakherbergi í húsi við Tjörnina. Þetta er greinilega krefjandi hópvinna. Á gulum veggj- um hanga alls konar teikningar, skýringar- og stemningsmyndir. Þarna er verið að rissa upp hug- leiðingar, drög að einhvers konar söguþræði og velta vöngum yfir sviðsmynd og þeim andblæ sem á að kveikja með verkinu. Fæðingin gengur hægt en örugglega fyrir sig. Þarna eru á ferðinni fjórir menn sem hafa á undanförnum árum vakið nokkra athygli í íslensku leik- húsi fyrir sérstæðar og óvenjulegar sýningar. Það eru meðlimir í leik- hópnum Kriðpleir. Þeir þrír sem koma fram í sýningum hópsins eru Ragnar Ísleifur Bragason, Árni Vil- hjálmsson og Friðgeir Einarsson, en úti í horni situr síðan Bjarni Jóns- son sem hefur komið að verkum hópsins sem leikstjóri og er partur af hópnum. Krísa, ný og góð Kriðpleir er forvitnilegur leikhópur, sem hefur náð að gera sér mat úr persónum meðlimanna á sviðinu sérstakan hátt. Mörkin milli svið- spersónunnar og persónu leikar- ans eru hæfilega óskýr og eiga líka að vera það. Þannig myndar hver einstaklingur hópsins einhvern þráð sem þróast og breytist milli sýninga. Með þeim hætti fara áhorf- endur hægt og rólega að læra inn á hverja persónu. Síðustu mánuði hefur leikhópur- inn sýnt sýninguna Krísufund fyr- ir gesti heima og heiman. Næstu daga liggur leiðin á leiklistarhá- tíð í Dublin með verkið, sem var að hluta til viðbragð hópsins við kröfum um endurnýjun í hugsun sinni og aðferðum. Kveikjan að Krís- ufundi voru orð gagnrýnenda um að meðlimir hópsins væru farnir að endurtaka sig full mikið á sviði. „Krísan leystist ekki beinlínis með Krísufundinum,“ segir Friðge- ir Einarsson. „Hún er þannig séð viðvarandi og gefandi því við erum á því að krísan sem slík sé mjög skapandi fyrir listamenn. Við bein- um því sjónum okkar annað og þá verður bara til önnur krísa þegar við erum komnir á bólakaf að reyna að átta okkur á nýju viðfangsefni. Hin krísan er svo sem enn í gangi, þær ganga bara samhliða krísurn- ar.“ Hver segir svo að listin sé ekki snúin glíma? Ævisaga einhvers Nýtt verkefni kallar á ný vandamál. Nú er það ævi fólks sem Kriðpleir beinir sjónum að. Verkið sem nú er að taka á sig mynd á Tjarnargöt- unni ber heitið Ævisaga einhvers og verður frumsýnt 12. nóvember í Tjarnarbíói. „Þarna erum við að reyna að finna f löt á því hvernig okkar ævisögur verða til,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason. „Ekki ævisög- ur okkar þriggja á sviðinu, heldur ævisögur okkar manneskjanna. Við viljum skoða hvernig við fram- reiðum ævisögurnar og setjum þær fram fyrir okkur og aðra.“ Friðgeir segir þá félaga hafa byrjað á því að stúdera þetta form sem Íslendingar elska, skrifaðar og útgefnar ævisögur. „Við vorum forvitnir um það af hverju svo virð- ist sem nánast annar hver maður hafi skrifað og gefið út ævisögu sína, í það minnsta á ákveðnu tímabili. Þetta hefur síðan þróast meira í áttina að því að skoða hvernig við erum alltaf að framleiða frásögnina um okkar eigið líf. Þannig erum við að búa til sögur um það hvað hafi komið fyrir okkur, til dæmis í æsku, og nota það til að útskýra atburði í nútíðinni.“ Það er ekki svo að þeir félagar í Kriðpleir séu bara með hugann við stórmenni sögunnar. „Hvers- Leikhópunum Kriðpleiri er ekkert mannlegt óviðkomandi. Þeir Árni, Friðgeir og Ragnar sviðsetja sjálfa sig til að takast á við stórar spurningar. Núna á að spyrja um sjálfa ævi mannsins. Myndir | Hari. Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á okkarbakari.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.