Fréttatíminn - 24.09.2016, Page 19
| 19FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016
dagsleikinn hefur verið okkur hug-
leikinn,“ segir Ragnar Ísleifur og
Bjarni Jónsson leikstjóri tekur undir
og bendir á að við séum allt of gjörn
á að horfa á ævisögur sem röð há-
punkta sem hægt sé að raða eins
og perlum á perlufesti, en lífið sé
yfirleitt með nokkuð öðrum hætti
og kannski fábreyttara.
„Í rauninni eyðum við mestum
tíma ævinnar í hversdagsleikann,
sem er auðvitað partur af ævi okkar
og tekur upp alveg ótrúlegan tíma.
Búðarferðir og svefn, má nefna
sem dæmi,“ segir Bjarni og Friðge-
ir bætir við að stundum þurfi fólk
líka að láta flytja þvottavél á milli
húsa. Vissulega er það viðburður
sem getur bæði boðið upp á drama
eða kómík.
Fyrir þá sem hafa áhyggjur af
gráma hversdagsleikans í eigin lífi
hafa þeir í Kriðpleir jákvæðar frétt-
ir að færa. „Okkar kenning er sú,“
segir Árni Vilhjálmsson, „að ævi
allra sé áhugaverð. Það sé hægt að
gera áhugaverða ævisögu um alla.“
Það sama hlýtur þá líka að gilda um
„einhvern“, nokkurs konar sam-
suðuhugmynd um manneskju.
Hugmyndavinna um skrítið líf
Á Tjarnargötunni hanga á veggj-
um alls konar línuteikningar og
orðasúpur sem gefa dularfullar vís-
bendingar um það hvert Kriðple-
ir er að reyna að komast áfram í
Ævisögu einhvers. „Ef við vissum
það hvernig verkin okkar verða til,
þá værum við búnir með það,“ segir
Friðgeir um glímuna við að smíða
nýtt verk. Hinir hlæja, þeir hlæja
nokkuð mikið þessir menn.
Árni segir þá félaga líka tala mik-
ið saman um efniviðinn, skrifa
ýmislegt niður og drekka mikið
kaffi milli þess sem töflufundir eru
haldnir þar sem Friðgeir heldur
yfirleitt á tússpennanum. „Síðan
þegar við föttum að við erum bún-
ir að tala mikið og lítið er búið að
gerast þá tökum við kipp þegar ein-
hver segir: „Jæja, núna þurfum við
að fara að búa til eitthvað atriði eða
eitthvað. Við getum ekki bara setið
hérna og drukkið kaffi.““
Í tengslum við nýju sýninguna
hafa þeir félagar líka sett sér mark-
mið um að taka viðtöl við hundrað
Íslendinga um atriði úr lífi þeirra.
„Ætlunin er þá að safna efni sem
væri hægt að nota í ævisögu hvers
og eins þeirra einstaklinga og sýn-
Svona vill Friðgeir að
Kriðpleir beygist:
Kriðpleir
Kriðpleir
Kriðpleiri
Kriðpleirs
Svona vilja margir
beygja Kriðpleir:
Kriðpleir
Kriðplei
Kriðplei
Kriðpleirs
„Kannski verður fólk bara að ráða því.“
– Friðgeir Einarsson.
Í rannsóknum sínum fyrir Ævisögu
einhvers tekur Kriðpleir viðtöl
við 100 einstaklinga, og spyr m.a.
þessara spurninga:
Hvert var uppáhalds leikfangið
þitt í æsku?
Hvað er það merkilegasta sem þú
hefur gert eða upplifað á þinni
ævi?
Hvað er það fyrsta sem þú gerir á
morgnana?
Hver er leiðinlegasta vinna sem
þú hefur unnið?
Hver er mikilvægasti hlutur sem
þú átt?
Hvað gerist þegar maður deyr?
Hvað er það síðasta sem þú gerir
á kvöldin?
Ef þú vilt taka þátt í að skapa Ævisögu
einhvers máttu gjarnan senda þín svör,
eða hvað annað sem tengist þinni ævi, á
kridpleir@gmail.com.
Á undirbúningstímabilinu iðka félagarnir í Kriðpleiri bæði andlegar og líkamlegar æfingar.
ingin verður því einhvers konar
samanlögð niðurstaða úr því. Við
erum að hitta fólk og hringja í fólk
sem býr á Íslandi til að ná þessum
viðtölum. Það hefur nú þegar gef-
ið okkur eitt og annað áhugavert,“
segir Friðgeir.
„Það er bara svo áhugavert að
tala við fólk og heyra hvað það hef-
ur að segja,“ segir Ragnar. „Einfald-
ar spurningar geta leitt ýmislegt í
ljós, eins og til dæmis „hvert færðu
póstinn þinn sendan?“ Þá fer fólk
bara oft á heilmikið flug og þá kem-
ur bara í ljós að líf allra er frekar
áhugavert og svona furðulegt ein-
hvern veginn. Kannski er maður
bara hættur að taka eftir því hvað
líf manns er skrítið og undarlegt.
Svo koma auðvitað inn í þetta gleði
og sorgir, en það er ekki endilega
það sem við viljum fjalla mest um.“
Snúin verkefni – sérstakt leikhús
Það er ekkert hlaupið að því að
lýsa sýningum hjá Kriðpleir fyrir
þeim sem ekki hafa séð þær. Sýn-
ingarnar eru orðnar fjórar frá því að
hópurinn hóf göngu sína árið 2012.
Á heimasíðu hópsins segir að hann
taki „að sér að miðla yfirgripsmiklu
efni á skýran og einfaldan hátt,
hversu vonlaust sem verkefnið er.“
Því hefur hópurinn gripið til fyr-
irlestrarformsins og með hjálp þess
tæklað eitt umfjöllunarefni í hverri
sýningu. Í forgrunni eru alltaf þess-
ir þrír menn: Friðgeir, Ragnar og
Ísleifur.
„Þetta eru samt kannski ekki
alveg við í þessum verkum,“ seg-
ir Friðgeir þegar þeir félagar eru
beðnir um að lýsa nálgun sinni.
„Þetta eru ýktari útgáfur af okk-
ur. Friðgeir virðist til dæmis vera
leiðinlegri en hann er og ég vit-
lausari en ég er í raun og veru,“
bendir Árni á og Ragnar bætir við
að í verkunum sé hann þá líklega
meðvirkari en raunin er.
Samskipti einstaklinganna innan
hópsins eru líka að einhverju leyti
til umfjöllunar og einhvers konar
sjálfshjálparhugsun skýtur oft upp
kolli. Þeir félagar benda samt á að
sjálfshjálp eða sjálfsstyrking sé ekki
megin þema í vinnu þeirra. „Von-
andi náum við samt stundum að
hvetja áhorfandann til umhugsun-
ar um eigið líf,“ segir Friðgeir.
Sjónvarpssería á sviði
Leikstjórinn Bjarni Jónsson segir að
í grunninn snúist vinna hópsins að
einhverju leyti um hugmyndir okk-
ar um persónur í leikhúsi, Kriðpleir
er þannig að leika sér með þær hug-
myndir hvað gerist þegar fólk set-
ur sig á svið og í hve miklum mæli
raunveruleikinn blandast þar inn
í. Allt í lífi þeirra félaga geti þannig
orðið að efni og mýmörg dæmi
úr fyrri verkum sýni það hvernig
smæstu atvik í lífi þeirra leiti inn í
verkin. „Stundum hugsum við þetta
nánast eins og seríu í leikhúsi, bara
nánast eins og sjónvarpsseríu. Í
þessu tilfelli er serían með þrem-
ur vinum sem eru alltaf að hittast á
sviði og við, áhorfendur, erum alltaf
að upplifa eitthvað nýtt með þeim.
Þess vegna verður þetta stundum
dálítið greinandi í efnistökum og
býður upp á pælingar um sjálfshjálp
eða betrun.“
Árni og Ragnar taka undir að
auðvitað gagnist vinnan í listinni
einstaklingunum sem standa á
sviðinu.„Til dæmis með því að segja
stundum: „Sjáið hvað við erum nú
miklir kjánar“ þá verður maður
kannski sáttari við kjánann í sjálf-
um sér.“
„Auðvitað vonar maður að það
sem maður gerir sem listamaður
geti mögulega gagnast öðrum,“
heldur Ragnar áfram. „Ég á við að
ef maður þrífur gólf þá mögulega
mun einhver ganga á hreinu gólfi
í staðinn fyrir skítugu.“ Friðgeir
samsinnir þessu og bendir aftur á
að persónurnar á sviðinu séu ýkt-
ari útgáfur af þeim sjálfum. „Þess
vegna hafa þeir metnað í að gera
ekki bara eitthvað fyrir einhvern,
heldur breyta heiminum.“ Glíman
heldur áfram.
SÓLTÚN KYNNIR
öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR
Um íbúðirnar
Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja
íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2
að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar
suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk
þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum.
íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint
á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær
staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu
í nágrenninu.
Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar
upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu
samband við okkur og bókaðu fund.
Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík
Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is
Po
RT
h
ön
nu
n
Til sölu fyrir 60 ára og eldri
í Sóltúni 1-3, Reykjavík.
Verð frá kr. 39.800.000.
íbúðirnar verða afhentar vorið 2017