Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.09.2016, Page 21

Fréttatíminn - 24.09.2016, Page 21
| 21FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016 GOTT UM HELGINA Portrett Portrett heitir sýning í Ljósmynda- safni Reykjavíkur þar sem getur að líta mannamyndir verðlauna- hafa Hasselblad-verðlaunanna en myndirnar koma úr safneign Ha- sselblad stofnunarinnar í Svíþjóð. Þarna má til dæmis sjá myndir Irving Penn af Salvador Dali og Marcel Ducham og ljósmyndir Nan Goldin og Richard Avedon. Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur í Grófarhúsi. Hvenær? Opnun í dag klukkan 15. Hvað kostar? Alltaf frítt inn. Glápum saman Skemmtistaðurinn Húrra býður reglulega upp á lotugláp (e. binge watch) á sunnudagskvöldum einu sinni í mánuði. Einn sérfróður aðili, eða list- rænn glápstjóri, verður fenginn til að velja eitthvað gott í glápið. Kvöldin ganga undir heitinu Myndbandakerfi fjölbýlishúsa. Á sunnudag er það Hugleikur Dagsson, myndlistarmaður og uppi- standari, sem tekur að sér að stýra þriðja glápinu og hann velur Batman sjónvarpsþættina sígildu frá árinu 1966 til sýninga. Þeir skarta Adam West sem Batman og Burt Ward sem hinum hundtrygga Robin, sem er mjög hissa og æstur yfir öllu sem hetjan gerir. Hvar? Húrra Tryggvagötu Hvenær? Sunnudagskvöld kl. 20. Hvað kostar? Ekkert, tilboð á barnum og snakk í boði hússins. Samstarf íþróttakennarans og listamannsins Listamenn þurfa oft góðan stuðning, að er gömul saga og ný. Edda Hall- dórsdóttir listfræðingur ætlar að fjalla í opnum fyrirlestri um samband langafa síns við Jóhannes Kjarval. Langafi hennar var Jón Þorsteinsson íþróttakennari, mikill vinur og velgjörðarmaður listamannsins og átti því vitanlega stórt safn verka eftir hann. Íþróttahús Jóns að Lindargötu 7 skipaði stóran sess í lífi og starfi Kjarvals en þar hafði hann vinnuað- stöðu í fjölda ára, stór sýning á verkum hans var haldin þar árið 1942 og jafnframt var Kjarval þar til heimilis hjá Jóni og Eyrúnu, konu hans, um tveggja ára skeið. Hvar? Kjarvalsstaðir Hvenær? Laugardag, kl. 13. Hvað kostar? Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menn- ingarkorts Reykjavíkur. Bublé á breiðtjaldi Hjartaknúsarinn Michael Bublé á það til að bræða hjörtu aðdá- enda sinna á tónleikum alveg í spað. Nú er hægt að njóta söngs og sjarma þessa vinsæla söngv- ara á hvíta tjaldinu í Reykjavík því að til stendur að sýna tónleika með kappanum. Milli númera á söngskránni verður fylgst með lífinu baksviðs á meðan á tón- leikaferðalaginu stóð. Allt sýnt við bestu aðstæður hvað varðar mynd og hljóð. Hvar? Háskólabíó Hvenær? Sunnudag kl. 18. Hvað kostar? 2500 kr. Rolling Stones hylltir Tónþyrstir Íslendingar virðast seint ætla að mettast af hinum ýmsum heiðurstónleikum sem haldnir eru um þekkta tónlist- armenn og tónlist þeirra. Nú er komið að Rolling Stones hyllingu í Eldborg í Hörpu. Þar kemur fram stór hópur listamanna og flytur öll bestu lög hljómsveitarinnar á tónleikum. Af nógu er að taka, enda um elstu og eina áhrifamestu sveit veraldar að ræða. Dagskráin gengur undir nafninu Forty Licks og meðal þeirra sem koma fram eru Stefán Jakobsson, Pétur Ben, Þór Breiðfjörð, Agnes Björt Andra- dóttir og Egill Ólafsson. Með þeim leikur 10 manna hljómsveit undir stjórn Tómasar Tómassonar. Hvar? Harpa Hvenær? Í kvöld klukkan 19.30. Hvað kostar? 5990-11990 Óeirðin kortlögð Myndlistarmaðurinn Unnar Örn hefur verið með hugann við sögu óeirð- ar á Íslandi og það hvernig hún birtist í minni þjóðarinnar. Unnar er áhugasamur um skilin milli opinberrar sögu og þess hvernig einstak- lingarnir upplifa hana og muna. Sýninguna, sem verður opnuð í dag, kallar Unnar Örn Þættir úr náttúrusögu óeirðar. Hvar? Harbinger gallerí Freyjugötu. Hvenær? Opnun í dag kl 16. Hvað kostar? Það er frítt inn í þetta forvitnilega sýningarrými. Opið fimmtudaga til laugardaga milli kl. 14-17. Danir eru frægir fyrir Julefrokost matinn og Íslendingar einfaldlega elska Kaupmannahöfn. Ferðatímabil: 18.-20. nóv., 25.-27. nóv, 2.-4. des og 9.-11. des. 2016. Julefrokost í Köben 69.900 kr.Frá: Berlín er dásamleg borg og einstök upplifun á aðventunni. Borgin er fallega skreytt og jólamarkaðir eru um alla borg. Ferðatímabil: 1.-4. des. & 8.-11. des. 2016. Aðventuferð til Berlínar 78.900 kr.Frá: Dublin er alltaf jafn vinsæl að heimsækja og tilvalið að gera jólainnkaupin í ekta írskri stemmingu. Ferðatímabil: 24.-27. nóv. og 1.-4. des. 2016.   Jólastemming í Dublin 69.900 kr.Frá: AÐVENTU GAMAN! Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.