Fréttatíminn - 24.09.2016, Qupperneq 26
Ungsveit
Sinfóníuhljómsveitar
Íslands tekst á við
vellandi tilfinningar á
tónleikum á sunnudag,
hárómantíska
fimmtu sinfóníu
rússneska tónskáldsins
Tsjajkovskíj frá 1888.
Frá árinu 2009 hafa
tæplega hundrað
ungmenni komið
saman árlega til að
leika áhrifamikla
og krefjandi tónlist.
Fréttatíminn hitti 4
unga tónlistarmenn
úr Ungsveitinni og
lagði fyrir þá laufléttar
spurningar.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.isv
Ingibjörg Ragnheiður Linnet
Trompet
Af hverju valdir þú trompet-
inn? Ætlaði að læra á flautu en
svo fannst mér trompetinn miklu
flottari.
Hvað gerir þú annað en að æfa
þig? Er í kór og búin að vera í ung-
mennaráði Barnaheilla í þrjú ár.
Hvað er það besta og versta við
trompet? Hljómar svo vel þegar
það er vel spilað á hann, en getur
verið erfitt að hitta á nótur og hafa
úthald í spilamennskuna.
Uppáhalds tónlistarmenn? Her-
bert von Karajan og Sigur Rós.
Ef þú hittir Tsjajkovskíj, að
hverju myndir þú spyrja hann?
Værir þú til í að semja trompet-
konsert?
Klara Rosatti
Fiðla
Af hverju fiðla? Fimm ára var
ég á biðlista eftir sellói. Þegar ég
sá fyrsta kennarann minn spila á
fiðlu, sagði ég bara: „Já!“ Var rosa-
lega hrifin.
Hvað gerir þú annað en að æfa
þig? Teikna, en hef ekki mikinn
tíma til þess. Og les alls konar
bækur.
Það besta og versta við fiðluna?
Upplifunin við að spila er mögnuð,
en það versta er fiðlubletturinn á
hálsinum þar sem fiðlan nuddast
við. Er oft spurð hvort ég sé með
sogblett.
Uppáhalds tónlistarmenn?
Hlusta á svo margt, en ætli ég
nefni ekki bara The Smiths.
Spurning fyrir Tsjajkovskíj?
Gæti ég fengið eiginhandaráritun?
Hjörtur Páll Eyjólfsson
Selló
Af hverju selló? Upptaka með
Pablo Casals sem ég heyrði þriggja
ára, sándið var svo frábært.
Hvað gerir þú annað en að æfa
þig? Hlusta á tónlist og pæli í
henni, hún er aðal.
Það besta og versta við sellóið?
Hljómurinn er svo ótrúlega falleg-
ur, en stórt og fyrirferðarmikið.
Uppáhalds tónlistarmenn? Selló-
leikarinn Rostropovich og hljóm-
sveitarstjórinn Karajan.
Spurning fyrir Tsjajkovskíj? Er
ekki örugglega bara allt í lagi með
þig?
Breki Sigurðarson
Túba
Af hverju túban? Ég byrjaði á
alt-horni en var beðinn um að taka
túbuna upp í skólahljóm-
sveit. Vissi ekkert um
hljóðfærið en fílaði það
strax.
Hvað gerir þú ann-
að en að æfa þig? Er í
skólanum, kór og var að
hætta í sundi.
Það besta og versta við túbuna?
Hljómar stórkostlega, en það er
stundum dálítið mikið um að mað-
ur bíði í tónlistinni. Líka of stór,
enda er hún heima.
Uppáhalds tónlistarmenn? Ekki
endilega túbuleikarar. Ég hlusta á
margt, núna er það klassískt rokk,
til dæmis AC/DC.
Spurning fyrir Tsjajkovskíj?
Hvernig byrjaðir þú í tónlist?
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016
Eitt litið húðflúr getur haft
stóra sögu að segja. Listakon-
an Alma Mjöll Ólafsdóttir
ögrar sjálfri sér og reglum
samfélagsins með því að
stimpla sig SEXY.
„Einn besti vinur minn tattúeraði
þetta á mig og fyrst vorum við að
djóka með að ég myndi fá mér sex
en svo fórum við að tala um sexí og
þá fór hjartað mitt að slá hraðar,“
segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, nemi
á sviðshöfundabraut í Listaháskóla
Ísland. Alma fékk sér nýlega húð-
flúrið SEXY á upphandlegginn.
„Ég fór að spá í það hvort ég gæti
raunverulega skrifað á mig sexy
því það er svo stórt. Því konur eru
skammaðar fyrir allt,“ segir Alma
sem er komin með alveg nóg af
tvískinnungnum í samfélaginu
þegar kemur að útliti kvenna. „Það
er kvenlegt að mála sig og það er
ákveðin pressa á konur að mála
sig en svo eru konur skammaðar
ef þær mála sig of mikið því þá eru
þær að reyna að vera of sexí. Það er
svo flókið að vera kona. Það er allt
í lagi að þora að segjast vera sexí.“
Ölmu finnst áhugavert að sjá
hvernig konur, sem hafa í gegnum
tíðina verið drusluskammaðar eru
að ná völdum yfir eigin líkama og
ímynd. Konur sem hafa gert út á
kynþokka sinn og fengið skömm
fyrir. Alma tekur Pamelu Anderson
og Ásdísi Rán sem dæmi. „Pamela
er allt í einu að ná völdum yfir eig-
in ímynd eftir að hafa alltaf verið
drusluskömmuð. Eftir það sem
sumir kalla „fjórðu bylgju femín-
isma“ er verið að nálgast hana á allt
öðrum forsendum, sem manneskju
en ekki sem heimska druslu eða
teiknimyndakarakter.“
„Ég er í raun að ögra sjálfri mér
með þessu tattúi. Ég má vera sexí
ef ég vil. Það gerir mig ekki að
minni listamanni eða vitlausari.
Það er alltaf verið að skipta okkur
konum upp í hópa því ef þú ert sexí
þá getur þú ekki verið klár. Maður
heldur að jafnrétti sé náð en svo
veit maður ekkert hvaða skref má
stíga því allt er svo flókið. „Who the
fuck cares“ hvort þú er máluð eða
ekki!?“| hh
Má vera sexí ef ég vil
Konur eru skammaðar fyrir allt, segir Alma Mjöll Ólafsdóttir. Mynd | Rut
Hraðaspurningar
fyrir Ungsveitina
Þau Breki, Hjörtur, Klara og Ingibjörg eru í stórum hópi ungra og upprennandi
tónlistarmanna sem koma fram á tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar
Íslands á sunnudag. Norðmaðurinn Eivind Aadland stjórnar flutningi. Myndir | Hari
Með 150 nöfn á ísskápnum Ragnheiður Harpa
er með óstjórnlegan áhuga á mannanöfnum
Sagan af nafninu Óvídá heill-
ar Ragnheiði Hörpu. Það
voru þrjár konur sem hétu
allar Óvídá í Þingeyjarsýslu
en fluttu svo allar til Vestur-
heims og þá dó nafnið út.
„Sú staðreynd að ég heiti Ragnheið-
ur Harpa segir þér hvers kyns ég er
og frá hvaða landi ég er. Mamma
og pabbi völdu frekar sterkt ís-
lensk nafn alveg út í loftið, örugg-
lega vegna þess að þau voru í námi
í Englandi þegar ég var nefnd.
Ragnheiður þýðir björt sem goðin
og Harpa er annaðhvort hljóðfærið
eða mánuðurinn.“
Mannfræðingurinn Ragnheiður
Harpa Haraldsdóttir heldur fyrir-
lestur í dag um mannanöfn í Há-
skóla Íslands en hún hefur alltaf
haft óbilandi áhuga á nöfnum. „Ég
stofnaði áhugamannafélag um nöfn
á facebook og við erum þar um tutt-
ugu manns sem deilum þar hug-
myndum okkar um nöfn. Þetta er
í raun mjög fyndið áhugamál því
þú ert að hafa skoðun á einhverju
sem er oftast mjög persónulegt fyr-
ir fólk. Áhugi minn á nöfnum snýst
samt fyrst og fremst um merkingu
þeirra fyrir einstaklinginn. Margir
draga miklar ályktanir um einstak-
linginn og jafnvel foreldra hans
líka út frá nafninu. Sérstaklega ef
foreldrarnir hafa gefið börnunum
sínum óhefðbundið nafn, eins og
Bambi. Fólk á það líka til að sam-
einast yfir nöfnum, t.d. er til félag
kvenna sem heita Ragnheiður,“
segir Ragnheiður sem á erfitt með
að nefna ákveðin nöfn aðspurð
um falleg eða ljót nöfn. Hún viður-
kennir þó að sumar ákvarðanir
mannanafnanefndar hafi komið
sér á óvart.
„Ég á ekki börn sjálf en ef ég
skyldi einhvern tímann eignast
börn þá verður það algjör hausverk-
ur og ég er með 150 nöfn á lista upp
á ísskáp með öllum heimsins falleg-
ustu nöfnum.“ | hh
Rafhitun
Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element),
hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar
og flest annað til rafhitunar.
Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við
kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki
sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.
Rafhitarar fyrir heita potta
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is
íslensk
framleiðsla
í 25 ár
Hiti í bústaðinn