Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.09.2016, Page 30

Fréttatíminn - 24.09.2016, Page 30
Johnny Depp selur ævintýralegt heimili Stórleikarinn Johnny Depp er að selja „pent- house“ íbúð sína í Los Angeles. Þetta er íbúð- in þar sem hjónaband hans og Amber Heard sprakk í loft upp í maí á þessu ári, eins og svo margir muna eflaust. Íbúðin er í Art Deco stíl og vill Johnny fá um 13 milljónir dollara fyrir hana. Hún er mjög litrík og litir eins og rauð- ur, fjólublár, svartur og himinblár eru allsráð- andi. Það eru 9 svefnherbergi í íbúðinni og margt við íbúðina er mjög sérstakt. Þar má til dæmis nefna flísar sem eru eins og taflborð og dramatískar ljósakrónur. Hvert herbergi er eins og að vera staddur inni í listaverki. Lindsay Lohan óttaðist um líf sitt Leikkonan Lindsay Lohan hætti nýlega með millj- ónamæringnum Egor Tarabasov og það eru engar líkur á að þau muni nokkurntímann taka saman aftur. Lindsay var í viðtali hjá Channel One, sem er rússnesk sjónvarpsstöð. Þar sagði hún frá því að hún hefði slitið trúlofuninni við Egor vegna þess að hún var farin að óttast um líf sitt. Fram hafa komið myndbrot þar sem Egor sést tuska Lindsay til og frá og samkvæmt Lindsay var þetta alls ekki eina skiptið sem þetta gerðist. Hann braust inn heima hjá henni, tók hana háls- taki og Lindsay segist hafa verið mjög óttaslegin. Þegar hún hringdi á lögregluna og öskraði af öllum kröftum: „Hann er að reyna að drepa mig, hringið á lögregluna!“ Fékk góm í 45 ára afmælisgjöf Leikkona Jada Pinkett Smith, sem er eig- inkona Will Smith og móðir Jaden Smith, varð 45 ára á dögunum. Jaden, sem er 18 ára, kom mömmu sinni skemmtilega á óvart með mjög óvenjulegri gjöf. Hann gaf henni góm sem er gulllitaður og rammar inn hverja einustu framtönn í neðri gómi. Jada Pinkett hafði greinilega alveg húmor fyrir þessu og hikaði ekki við að setja inn mynd af sér á Twitter þar sem hún skart- aði gómnum. Við myndina skrifaði hún: „Þegar sonur manns gefur manni nýtt stell á 45 ára afmælinu þínu.“ Jaden var ánægður með mömmu sína og tvítaði myndinni líka á vegginn sinn. Greinilega gott mæðginasamband þarna á ferð. Þegar leikkonan Emily Blunt var við tökur á myndinni The Girl on the train, þar sem hún leikur alkó- hólista í mjög miklu tilfinninga- legu ójafnvægi, héldu samstarfs- félagar hennar að hún væri að lifa sig aðeins of mikið inn í hlutverk- ið. „Ég var alltaf þreytt og oft mjög utan við mig þannig fólk hélt að ég væri farin að drekka ótæpilega til að ná betri tengslum við karakter- inn. Ég held að ég hafi aldrei leikið manneskju sem var á svona slæm- um stað í lífinu,“ segir Blunt í við- tali við Daily Mail. En það var ekki hlutverkið sem var að hafa þessi áhrif á hana, heldur hafði hún nýlega komist að því að hún væri ólétt að öðru barni sínu. „Ég ákvað að segja ekki frá því. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég notaði það sem afsökun.“ Sá eini á tökustaðnum sem vissi um ástand Blunt var leikar- inn Justin Theroux, sem leikur fyrrverandi eiginmann hennar í myndinni, en þau eru gamlir vinir. „Hann giskaði á þetta. Hann hafði tekið eftir því að mér þóttu sumar senurnar óþægilegar og erfiðar, sem er mjög ólíkt mér, enda hef ég leikið í mjög erfiðum senum og ekki þótt það neitt mál. Þá spurði hann mig hvað væri að, hvort ég væri ófrísk eða eitthvað.“ Blunt ját- aði það fyrir honum en bað hann um að segja ekki frá. Það kom þó að því að hún varð að segja leik- stjóranum, Tate Taylor, frá stöð- unni þegar til stóð að mynda hana nakta í baði. Þá þurfti að breyta sjónarhorninu svo það sæist ekki að hún væri þunguð, en hún var gengin 20 vikur þegar tökum á myndinni lauk. Dótturina Violet eignaðist Blunt svo í lok júní. Allir héldu að hún væri dottin í það Ekki full Samstarfs­ félagar Blunt töldu að hún væri að lifa sig aðeins og mikið inn í hlutverk sitt sem alkóhólisti í tilfinn­ ingaójafnvægi. Emily Blunt reyndi að fela það fyrir samstarfsfélögum sínum að hún væri ólétt. Við erum búin að vera inni í hugmynda-herberginu síðan í október í fyrra. Hand-ritsskrifin byrjuðu nú í vor eftir að vorum búin að þróa konseptið og hugmyndina,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um nýja sjónvarpsþáttaröð sem hann er að skrifa ásamt Andra Óttarssyni. Þættirnir bera vinnuheitið The Trip og fjalla um það þegar barni ungs íslensks pars er rænt á er- lendri grundu. Stefnt er að því að þeir verði 10-13 talsins og að frum- sýning verði eftir 2-3 ár. Sjónvarp Símans hefur þegar tryggt sér sýn- ingarréttinn. Baldvin skrifar þættina ásamt áð- urnefndum Andra Óttarssyni, sem getið hefur sér gott orð fyrir hand- ritsskrif í sjónvarpsþáttunum Rétti. Þeir tveir hafa stofnað nýtt fyrir- tæki um gerð þáttanna ásamt Undirbúa þrjár þáttaraðir um rán á íslensku barni Baldvin, Andri og Arnbjörg hafa stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki, Glassriver, um gerð þáttanna The Trip sem fjalla um rán á barni íslensks pars í útlöndum. Stefnt er að frumsýningu eftir 2­3 ár. Stórt verkefni Andri Óttarsson, Baldvin Z. og Arnbjörg Hafliðadóttir hafa stofnað fyrirtækið Glassriver um framleiðslu sjónvarpsþáttanna The Trip. Mynd | Rut Baldvin Z. Baldvin Z, eða Baldvin Zophaníasson eins og hann heitir réttu nafni, er frá Akureyri og vakti fyrst athygli í kringum aldamótin sem trommari rokkhljómsveitarinnar Toy Machine. Hann sneri sér síðar að kvikmyndagerð, fyrst myndböndum og aug- lýsingagerð en síðar stærri verkefnum. Fyrsta mynd hans var Órói sem frumsýnd var árið 2010 en árið 2014 var Vonarstræti frumsýnd en hún festi Baldvin í sessi sem einn af kunnari leikstjórum landsins. Eftir það hefur Baldvin leikstýrt þremur þáttum af Ófærð og níu þáttum af Rétti. Á afrekalistanum eru líka handritsskrif fyrir sjónvarpsþættina Hæ gosa og áramótaskaupið 2011. Auk The Trip, sem hér er til umfjöllunar, vinnur Baldvin nú að heimildarmynd um Reyni Örn Le- ósson, Reyni sterka. Þá hefur hann skrifað handrit að nýrri kvikmynd í félagi við Birgi Örn Steinarsson, Bigga í Maus, sem einmitt skrifaði Vonarstræti með honum. Sú mynd kallast Kontalgínbörnin. Þá er á teikni- borðinu barnamyndin Víti í Vestmannaeyjum, eftir sam- nefndri bók Gunnars Helgasonar. Fjölbreyttur ferill Baldvin Z. hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. framleiðandanum, Arnbjörgu Haf- liðadóttur, sem er sjóuð í bransan- um og hefur framleitt á annan tug bíómynda og sjónvarpsþáttaraða fyrir Sagafilm. Fyrirtækið kallast Glassriver og sækir nafn sitt til Gler- ár sem rennur í gegnum Akureyri, heimabæ Baldvins. Baldvin og Andri eru þessa dag- ana á kafi í handritsskrifum. Leik- stjórinn er spar á yfirlýsingar þó augljóst sé að um mjög stórt ver- kefni sé að ræða. „Jú, þetta er mjög umfangsmikið verkefni enda gerist serían á fleiri stöð- um en Íslandi. Þetta er stór saga og planið er að gera þrjár þáttaraðir af þessu. Í fyrstu þáttaröðinni verða 10-13 þættir, kannski tíu þætt- ir með löngum fyrsta þætti og löngum loka- þætti. En við tökum þessu öllu mjög ró- lega, það er langur vegur framundan.“ | hdm …fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2016 majubud.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.