Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 07.10.2016, Page 12

Fréttatíminn - 07.10.2016, Page 12
dvöl til styttri eða lengri tíma en fyr- ir aðra var heimilið þeirra endastöð. Sú sem lengst bjó á Blesastöðum, lést 104 ára í vor, en hún hafði þá dvalið á heimilinu í 13 ár. Heitasta ósk Ingibjargar var að sveitarfélagið tæki við rekstrinum en það varð ekki. „Um árabil hefur verið leitað til sveitarfélagsins varðandi aðkomu að rekstrinum en almennt áhugaleysi gagnvart því hefur verið í gegnum tíðina,“ segir Hildur. „Heppilegt væri ef sveitarfélagið eða læknishéraðið hefðu viljað koma að rekstrinum, þó ekki væri nema næstu ár þar sem nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi á að taka til starfa árið 2019. Ánægð- ir vistmenn úr hreppunum sem hér dvöldu hefðu getað fært sig á Selfoss í stað þess að fara lengri vegalengd- ir.“ Rekstrarumhverfið þungt „Það var ekki létt ákvörðun að loka heimilinu en rekstrarumhverfið var þungt og erfitt að fá starfsfólk,“ segir Hildur. „Fólk fer veikara að heiman en áður og við höfum bara 5 hjúkr- unarrými af 11 plássum alls. Síðast- liðin ár höfum við ekki náð að nýta nema 4 af 6 plássum í dvalarrými. Ég bý í næsta húsi við heimilið og hef því verið í aðstöðu til að hlaupa yfir, eins og sagt er, þegar eitthvað hefur komið upp á. Nálægðin get- ur verið kostur en hefur það líka í för með sér að vaktirnar renna oft saman í eitt og ég hef verið vakin og sofin yfir starfinu hér síðustu 25 ár. En ég er afar þakklát því góða starfs- fólki sem hér hefur verið gegnum árin, og læknunum í Laugarási sem hafa reynst heimilinu ómetanlegir. Þetta var sárt Hildur segir óráðið hvað tekur við. „Kannski verður hér gistiheimili þar sem þessi rúmlega 30 ára saga dvalarheimilisins verður sýnileg gestum í máli og myndum. Það hef- ur mikið vatn runnið til sjávar varð- andi aðbúnað og reglugerð í öldr- unarmálum á Íslandi síðan mamma stofnaði heimilið. Stærri stofnanir hafa nú leyst lítil heimili af hólmi í auknum mæli. En ég er sannfærð um að lítil heimilisleg elliheimili, nærri heimahögum fólks, eiga full- an rétt á sér.“ Hún dregur enga dul á að það var erfitt að hætta. „Þetta var ekki gott fyrir neinn, hvorki mig né þá sem þurfa að flytja,“ segir Hildur. „Þetta var sárt en fólkið tók þessu af æðru- leysi. „Ég er núna fyrst að átta mig á því að þetta sé búið. Það er skrítið að ganga hér um heimilið, sem er enn fullbúið húsgögnum, þegar allir eru farnir.“ 12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016 Elliheimili lokar – verður kannski gistiheimili „Árið 1983 flutti mamma inn á elliheimilið með gamalli þroskaheftri konu sem hafði verið búsett hjá henni á Blesa- stöðum, meðan hún var með búskap. Mamma var 65 ára. Hún fékk formlegt rekstrarleyfi skömmu síðar og smám saman fylltist elliheimilið af gömlu fólki.“ Dvalarheimilið á Blesastöðum á sér staka sögu því móðir Hild- ar, Ingibjörg Sæunn Jóhannsdótt- ir, röggsöm og áræðin bóndakona úr sveitinni og fyrrum ljósmóðir í héraðinu, lét byggja það árið 1983 þegar hún brá búi. Fé til byggingar- innar fékk hún með því að selja hluta úr jörðinni en tiltækið vakti mikla athygli á sínum tíma. Fé til byggingarinnar fékk Ingi- björg með því að selja stærsta hluta jarðarinnar. „Mamma var frum- kvöðull og áræðin en þetta var mikið hugsjónastarf,“ segir Hildur Hermannsdóttir, yngsta dóttir Ingi- bjargar, sem kom inn í reksturinn með móður sinni árið 1991 og hefur starfað þar óslitið þar til heimilinu var lokað þann fyrsta október. „Það fannst öllum óskapleg fjar- stæða til að byrja með, að einstæð 65 ára kona færi að reka elliheimili á bújörð uppi í sveit, en annað kom á daginn. Árið 1983 flutti mamma inn á elliheimilið með gamalli þroskaheftri konu sem hafði ver- ið búsett hjá henni á Blesastöðum, meðan hún var með búskap. Hún fékk svo formlegt rekstrarleyfi skömmu síðar og smám saman fyllt- ist heimilið af gömlu fólki.“ Rekstur elliheimilis átti því vel við Ingibjörgu sem hafði mikinn stuðning af fjölskyldu sinni og sam- félaginu í kring. Hún lést á heimilinu árið 2007, þá 89 ára gömul. Á þeim þrjátíu og þremur árum sem liðin eru hafa á þriðja hundrað einstak- lingar átt heimili að Blesastöðum. Margir komu þar við og áttu hvíldar- „Það opnast einar dyr þegar aðrar lokast,“ segir Hildur Hermannsdóttir en hún og fjölskylda hennar hafa rekið dvalarheimilið á Blesastöðum á Skeiðum í 30 ár. Því var lokað þann fyrsta október og íbúarnir fluttir á aðra staði. Elliheimilið var stofnað af móður Hildar, röggsamri, duglegri bónda- konu sem hafði unga dreymt um að verða hjúkrunarkona, en þurft að gefa þann draum upp á bátinn. Óráðið er hvað tekur við en til greina kemur að reka gistiheimili í húsinu. Erfitt er að fá starfsfólk í umönnunarstörf þar sem eftirspurnin í ferðaþjónustu er mikil og það gerir rekstur slíkra heimila erfiðari. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Hildur Hermannsdóttir segist sann- færð um að lítil heimilisleg elliheimili eigi fullan rétt á sér. Myndir | Rut Ég vonaði fram á síðustu stundu „Maður bara trúði því ekki að þetta færi svona,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, starfskona á heimilinu á Blesa- stöðum. Hún hafði unnið þar í átján ár þegar heimilinu var lokað fyrsta október. „Ég er varla búin að átta mig á þessu ennþá,“ segir Sigrún: „Ég vonaði fram á síðustu stundu að það myndi gerast eitthvað gott.“ Hún segir að Blesastaðir hafi verið heimili fyrir gamla fólkið, þar sem það gat fengið að taka þátt í daglegum störfum, svo sem elda mat, þvo þvott, hengja út á snúru og kaupa inn. „Þetta var engin stofnun og hér borð- aði fólk ekki mat úr bökkum, annars staðar frá. Hér var hollur og góður heimilismatur á boðstólum.“ Hún segir að gamla fólkið, sem þurfti að flytja, hafi ekki kvartað eða vorkennt sér. „Þetta gamla fólk talar nú ekki af sér, en því leið ákaflega vel hérna og það trúði því enginn fyrr en í fulla hnefana að þetta væri að gerast. Svo var líka fólk sem var dálítið týnt í höfðinu og áttaði sig ekki nema óljóst á breytingunni.“ Sigrún ætlar að leita sér að annarri vinnu, en hún er 66 ára. „Ég á góða möguleika á því að vinna þar til ég fer á eft- irlaunaaldur og lengur ef ég vil. Ferðamannastraumurinn gerir það að verkum að það fæst varla fólk til að vinna við umönnun en það var nú eitt af því sem gerði reksturinn á Blesastöðum svona erfiðan undir það síðasta.“ Sigrún Guðmundsdóttir segist varla búin að átta sig enn á lokuninni en hún vann á elliheimilinu í átján ár. „Hún gerir sér ekki lengur grein fyrir því hvar hún er,“ segir Birgir Hartmannsson, eiginmaður Láru Bjarnadóttur, sem var síðust til að yfirgefa heimilið. Varð ekki vör við flutningana „Það var ákaf- lega gott fyrir hana að koma hingað á sínum tíma,“ segir Birgir Hartmannsson, eiginmaður Láru Bjarnadóttur, sem er 74 ára og hefur búið á Blesa- stöðum undanfarin ár. Lára er með alsheimer og hefur því lítið orðið vör við flutning- ana. „Hér var ákaflega notalegt og heimilislegt en hún gerir sér ekki lengur grein fyrir hvar hún er,“ segir Birgir. „Stundum þekkir hún mig – stundum þekkir hún mig ekki,“ segir Birgir sem hefur leikið á harmónikku fyrir heimilis- fólkið einu sinni í viku. „Það hafa myndast mikil vinatengsl hérna við staðinn.“ Perla í eymdinni Morgunfundur 12. október Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins hefur í tvígang farið til Afganistan í tengslum við verkefni Alþjóða Rauða krossins í sálrænum stuðningi við hreyfihamlaða einstaklinga á endurhæfinga- og stoðtækjamiðstöðvum í Kabúl. Jóhann mun segja frá verkefninu, miðvikudaginn 12. október, í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Fyrirlesturinn hefst kl. 8.30. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 28 88 Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.