Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016
Heimilisjógúrt með mangóbragði
MANGÓ, MANGÓ, MANGÓ!
NÝTT BRAGÐ
Ég var skíthræddur við hann
Nokkru eftir að dómurinn féll sneri
maðurinn heim eins og ekkert hefði
í skorist. Systir hans var þá flutt að
heiman og móðir hans ein eftir í
húsinu. „Hann var stór og luraleg-
ur, alltaf í leðurjakka. Hann var
búin að fá sér stóran sjefferhund
sem hann hafði alltaf með sér. Ég
varð hrædd og forðaði mér ef ég
sá honum bregða fyrir. Mér fannst
hann ógeðslegur.
Fjölskyldurnar töluðust aldrei við
aftur,“ segir Anna María.
„Hann hafði engin afskipti af okk-
ur,“ segir faðir telpunnar. „Ég var
skíthræddur við hann og hann var
sjálfsagt sama sinnis. Hann gætti
þess að verða ekki á vegi mínum.
Fólk var sárhneykslað eftir að hann
kom aftur með þennan hunddjöf-
ul. Hann hefur sjálfsagt fundið
það. Hann var allavega ekki lengi
hérna.“
Hann segir að samfélagið hafi
verið mjög slegið yfir málinu eftir
að það kom upp því auðvitað hafi
það spurst út þótt ekki væri um það
fjallað. „En fólk vissi auðvitað ekki
hvað þetta var hrottalegt og hvað
áverkarnir voru miklir.“
Hann segir að systur mannsins
hafi heimsótt þau nokkrum dögum
eftir atburðinn og talað um hvað
þeim þætti þetta sárt. „Þær virtust
ekki efast um að bróðir þeirra væri
sekur.“
Sárhneyksluð á vægum dómi
Fjölskylda telpunnar hittist í gær og
las dóminn yfir í fyrsta sinn, rúm-
um þrjátíu árum eftir að brotið var
framið. „Dómurinn er handskrifað-
ur af Sigurði Briem og við þurftum
að stauta okkur í gegnum þetta,“
segir faðirinn. Hann segir að það
hafi komið mest á óvart að maður-
inn hafi játað að hafa brotið gegn
telpunni og þá hafi hann einnig ját-
að á sig aðrar afbrigðilegar hneigðir
í fortíðinni, því það var þeim aldrei
sagt. Þá séu þau sárhneyksluð á því
hversu vægan fangelsisdóm maður-
inn fékk fyrir svo hrottafengið brot
gagnvart varnarlausu barni, þótt
hann hafi verið metinn sakhæfur.
Anna María bendir á að málið
hafi verið afar vandasamt í samfé-
lagi þar sem allir þekki alla. Það sé
rannsakað og dæmt heima í héraði
og það sé ekki heppilegt í svona litlu
samfélagi.
„Þetta var auðvitað þöggun á
vissan hátt,“ segir Anna María og
bendir á að þetta hafi orðið til þess
að foreldrar og börn vissu ekki að
þetta gæti verið hættulegur maður.
„Fólk vissi ekki heldur að hann
hefði fengið annan fangelsisdóm
fyrir að níðast á börnum síðar meir.
Samfélagið hér var hálflamað eftir
að greinin birtist í Fréttatímanum í
síðustu viku. Fjöldi fólks hefur haft
samband og allir segja sömu sögu.
Þeir vissu að eitthvað hefði komið
fyrir, en höfðu mjög óljósar upplýs-
ingar. Það kom algerlega flatt upp á
fólk hversu hrottalegt brotið hefði
verið og að maðurinn hefði játað
það á sig.“
Eins og gerst hefði í gær
Anna María hefur sjálf rannsakað
kynferðisbrot gagnvart fólki með
þroskahömlun og skrifaði um það
lokaritgerð í námi sínu. Hún segist
ætla að fá sér lögfræðing og fá að sjá
rannsóknargögnin í málinu. Hún
segir að stóra spurningin sé hvort
málið hafi fengið aðra meðhöndlun
í kerfinu vegna þess að systir henn-
ar var þroskahömluð og hvort það
hafi haft áhrif á dóminn. Hún tel-
ur alls ekki útilokað að svo sé, því
miður.
„Hann fékk náttúrulega alltof
stuttan dóm og auðvitað getur það
spilað inn í,“ segir faðir telpunnar.
„En það er helvíti hart ef svo er.
Þetta er sama brotið hvort sem telp-
an var þroskaskert eða ekki.“
Anna María Þórðardóttir segir
að systir sín hafi lokað á atburðinn
og lítið vilja ræða um hann. Hún
hafi því miður lent í öðru mis-
notkunarmáli eftir að hún varð
fullorðin en þá átti þroskaskertur
maður á Húsavík í hlut. Úr því máli
var unnið án atbeina dómstóla.
„Eftir það ræddi hún ofbeldið úr
bernskunni, sem hafði greinilega
verið mun verra fyrir sálina. Það
var augljóst að það sat mjög djúpt
í henni og olli henni mikilli vanlíð-
an að rifja það upp. Samt stóð allt
svo ljóslifandi fyrir henni, hún gat
lýst húsinu, Sveini Ríkarðssyni og
svefnherberginu þar sem brotið var
framið, eins og þetta hefði gerst í
gær,“ segir Anna María.
Fórnarlambið og systur hennar tvær um það leyti sem brotið var framið.
Nokkru eftir að dómurinn
féll sneri maðurinn heim
eins og ekkert hefði í
skorist. Systir hans var þá
flutt að heiman og móðir
hans ein eftir í húsinu.
„Hann var stór og lura-
legur, alltaf í leðurjakka.
Hann var búin að fá sér
stóran sjefferhund sem
hann hafði alltaf með sér,“
segir Anna María.