Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.10.2016, Page 48

Fréttatíminn - 29.10.2016, Page 48
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is V iðbrögðin hafa verið rosalega góð. En ég var alveg pínu smeyk, ég verð að viður-kenna það, þetta er mikill heiður og ábyrgð og þessu vill maður ekki klúðra,“ segir Sig- yn Blöndal, nýr umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún tók við keflinu í haust en þá hafði verið ákveðið að gera þær breytingar að hætta með leikið efni í þættinum og leyfa börnunum að njóta sín meira. Stoppuð í sundi Fimmti þátturinn af nýju Stund- inni fer í loftið á sunnudaginn þannig smá reynsla er komin hug- myndina og virðist hún leggjast vel bæði í börn og fullorðna. Sig- yn hefur meira að segja nú þegar verið stoppuð í sundi á Selfossi af nokkrum krökkum sem vildu að- eins ræða þáttinn við hana. „Það var alveg gott korter sem fór í að ræða ýmis málefni Stundarinnar okkar við hóp af tíu ára krökkum. Það var mjög skemmtilegt. Þau hafa svo miklar skoðanir og það er gaman að geta brugðist við því sem þau segja og tekið mið af því í þáttunum.“ Þrátt fyrir að þættirnir séu stíl- aðir inn á börn á aldrinum sex til tólf ára, þá veit Sigyn til þess að heilu fjölskyldurnar setjist fyrir framan sjónvarpið og horfi saman á Stundina, allt niður í tveggja ára börn og upp í fullorðið fólk, sem henni finnst alveg frábært. Þó hún hafi lítið spáð í annað en þann áhorfendahóp sem stílað er inn á. Sagt að allt myndi breytast Í gegnum tíðina hefur sú mýta reyndar verið lífseig að pabbarnir séu duglegri að setjast niður með börnum sínum og horfa á Stund- ina okkar þegar umsjónarmaður- inn er kvenkyns. Á sú mýta á lík- lega rætur sínar að rekja nokkra áratugi aftur í tímann þegar færri tækifæri gáfust fyrir karlmenn til að horfa á fallegar konur í sjón- varpi. Hvort þetta er raunin skal látið liggja á milli hluta. En er þetta eitthvað sem Sigyn hefur leitt hugann að? „Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki eitthvað sem ég spáði í sjálf, en ein samstarfskona mín benti mér á að nú myndi allt breytast. Ég fer ekki einu sinni þangað í huganum,“ segir Sigyn og hlær. Henni finnst þetta aug- ljóslega spaugileg umræða. „Mér finnst eiginlega mikil- vægara að það sem ég segi komist til skila heldur en eitthvað annað, og ég hugsa meira um það. Svo klæði ég mig bara eins og mér finnst þægilegast að klæða mig, í Skreið út um glugga til að reyna að vera kúl Sigyn Blöndal er nýr umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún viðurkennir að hafa verið pínu smeyk yfir því hvernig viðbrögðin við þættinum yrðu, enda vill hún alls ekki klúðra þessu verkefni. Hún var tíu ára þegar hún stýrði fræðslu­ þætti fyrir börn á Stöð 2 og tók starfið þá líka mjög alvarlega. Neitaði sér jafnvel um að horfa á Simpson til að undirbúa sig fyrir vinnuna. Áskorun Sigyn segist vissulega vera að ögra sjálfri sér með því að sjá um Stundina okkar, en verkefnið sé líka alveg ótrúlega skemmtilegt. Mynd | Hari strigaskó, gallabuxur og bol. Ég er bara ég í þáttunum.“ Ögrar sjálfri sér Sigyn var fyrst ráðin inn á RÚV fyrir ári síðan og var þá bæði að vinna í barnaefni og efni fyrir Víð- sjá. Fljótlega fór hún líka að starfa við KrakkaRÚV og því lá beinast við að hún tæki bara við Stundinni okkar þegar starfið losnaði. „Þetta þróaðist allavega þannig að ég var beðin um að taka við. Ég sagði auðvitað strax já en fór svo að hugsa hvort þetta væri örugglega eitthvað sem ég gæti gert. En það er um að gera að ögra sjálfum sér og þetta gerir það svo sannarlega,“ segir hún og hlær. „Þetta er samt alveg rosalega skemmtilegt og ég fæ tækifæri til að taka mig ekki of alvarlega. En lang skemmtilegast er að fá að vinna efnið með krökkunum. Ég er sjálf danskennari og var með dansskóla á Akureyri í níu ár, þannig þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er að vinna með börnum. Þetta er auðvitað annað platform en svipuð vinna. Það er margt sem ég lærði þegar ég var með dansskólann sem nýtist mér í Stundinni. En það rosalega gef- andi að vinna með börnum, núm- er eitt, tvö og þrjú.“ Sigyn er reyndar ekki alveg hætt í útvarpinu því hún er líka með Útvarps-stundina á Rás 1 á fimmtudögum, þar sem einn grunnskólabekkur sér um dag- skrárgerð hvers þáttar. Sá um sjónvarpsþátt 10 ára Sigyn er fædd á Akureyri og bjó þar fyrstu níu árin. Þá flutti hún suður til Reykjavíkur. Hún snéri hins vegar aftur til Akureyrar þegar hún var 22 ára og kom þá á fót áðurnefndum dansskóla. „Ég kláraði Kvennaskólann og fór í Háskóla Íslands, svo Háskólann á Akureyri, en fann mig ekki. Þess vegna ákvað ég að kýla á þetta með dansskólann. En svo fluttum við fjölskyldan til Englands árið 2012 þar sem ég fór í háskólanám 29 ára gömul.“ Námið sem varð fyrir valinu heitir „media pract- ice“ og þar lærði hún framleiðslu á efni, með áherslu á útvarp. „Ég er því eiginlega með BA gráðu í því að framleiða efni fyrir út- varp, podcast, og svona. Það er því mjög óvænt að eftir eitt ár í útvarpi sé ég komin í eitthvert allt annað. En svona er lífið.“ Sigyn var þó ekki alveg óreynd í sjónvarpi þegar hún tók við Stundinni okkar. Hún var nefni- lega með sjónvarpsþáttinn Kýr- hausinn á Stöð 2 þegar hún var tíu ára, ásamt Gunnari Helgasyni leikara og Benedikti Einarssyni. En um var að ræða fræðsluþátt fyrir börn. „Kannski var fræinu sáð þar. Það að vinna barnaefni með börn- um hefur alltaf verið svolítið bak við eyrað á mér.“ Missti af Simpsons út af vinnu Sigyn sá einfaldlega skjáauglýs- ingu þar sem auglýst var eftir börnum til að vera með sjón- varpsþátt og hún tilkynnti móður sinni það hátíðlega að hún ætlaði að sækja um. „Þetta var algjörlega geggjað, ótrúlega skemmtilegt. Við fengum alltaf handritið heim og þurftum að læra það utan að. Þannig að þetta var töluverð- ur undirbúningur. Svo var heill tökudagur á viku. Við fengum meira að segja ágætlega borgað fyrir þetta og það var vel hugsað um okkur,“ segir Sigyn sem tók starf sitt sem sjónvarpskona mjög alvarlega þó að hún væri ung að árum. Mamma hennar passaði líka upp á að hún sinnti vinnunni af fullum hug þegar eitthvað ann- að spennandi var innan seilingar. „Það situr enn í mér að eitt mið- vikudagskvöldið þá mátti ég ekki horfa á Simpsons-þáttinn eins og allir í bekknum af því ég þurfti að vinna. Ég þurfti að undirbúa mig heima. Það er eitt af því sem mamma hefur kennt mér, að mæta ekki óundirbúin í vinnuna. Línurnar voru lagðar þarna,“ seg- ir hún kímin. Skreið út um gluggann Aðspurð hvernig barn og ungling- ur hún sjálf hafi verið segist hún telja að hún hafi verið nokkuð þægileg. Þó að hún hafi stundum …viðtal 4 | amk… LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 „Það situr enn í mér að eitt miðvikudagskvöldið þá mátti ég ekki horfa á Simpsons-þáttinn eins og allir í bekknum af því ég þurfti að vinna. Ég þurfti að undir- búa mig heima.“ Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.