Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 29.10.2016, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 29.10.2016, Qupperneq 56
alla föstudaga og laugardaga Ekki gleyma að kjósa Hægt er að finna upplýsingar um kjörstaði og fleira inni á kosning.is Matthews og Middleton í hnappelduna í maí Biðin senn á enda. Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is 50% afsláttur af völdum vörum HAUST ÚTSALA Legugreining Rúmgott Komdu og fáðu fría legugreiningu og faglega ráðgjöf við val á þínu rúmi Heimsbyggðin - í það minnsta þau sem hafa áhuga á málefnum bresku konungsfjölskyldunnar - heldur niðri í sér andanum yfir brúðkaupi Pippu Middleton, systur Katrínar hertogaynju. Hún trú- lofaðist James Matthews í sumar en fram að því hafði henni verið spyrnt saman við mann og annan að ósekju, meðal annars Harry prins, mág sinn en engar sannan- ir eru fyrir því að þau hafi nokkru sinni átt neitt saman að sælda. Nú hefur það komið upp úr kafinu að brúðkaup Middleton og Matthews verður í maí á næsta ári og búast má við að það verði allt hið glæsi- legasta, ekki síst brúðurin sem þykir með huggulegri konum. Að- dáendur bíða með öndinni í háls- inum eftir því hvernig brúðarkjóll- inn mun líta út enda brúðarkjólar sérlegt áhugamál margra. Hönnuð- ur brúðarkjóls Díönu prinsessu heitinnar, David Emanuel, lét hafa eftir sér að hann myndi vilja sjá hana í mjúkum kjól, ef til vill úr siffoni - að sjálfsögðu með löngu slöri. Slíkt kemur reyndar ekki á óvart úr þeirri átt; slóðinn á kjól Díönu var tugir metra að lengd. Enginn vafi er á því að það verður slegist um að hanna brúðarkjól Middleton og því spennandi að sjá hver verður fyrir valinu. Gárungar velta því einnig fyrir sér hvort Kata systir verði aðalbrúðarmærin og Georg litli prins hringaberi. Þetta kemur allt í ljós innan skamms. Pippa Middleton Aðdáendur bíða með öndina í hálsinum eftir brúðkaupi hennar og James Matthews. Seldi 200 bækur á einu kvöldi Hér heima er jólabókaflóðið nú komið á fullt og íslenskar sögur streyma í bókabúðir. Ein af þeim bókum sem mun eflaust njóta mikilla vinsælda þessi jólin er Nóttin sem öllu breytti, saga Sóleyjar Eiríksdóttur sem lifði af snjóflóðið á Flateyri 1995, fólks hennar og þorpsins. Sóley skrifar bókina í félagi við Helgu Guðrúnu Johnson. Útgáfuhóf var haldið á Kex Hostel á fimmtudagskvöld og var þröng á þingi í Gym & tonik-salnum. Um 200 eintök seldust af bókinni og þurfti að kalla eftir aukasendingu á staðinn til að allir sem vildu fengju eintak. Bók Auðar Jóns seld til Þýskalands og Ungverjalands Fjölmargir Íslendingar úr bókmenntaheiminum sóttu Bókamessuna í Frankfurt á dögunum. Þangað fara útgefend- ur bæði til að kynna ís- lenskar bókmenntir og til að tryggja sér útgáfurétt að vænlegum erlendum bókum. Mikill áhugi var á íslenskum skáldsögum á sýningunni og strax á fyrsta degi handsöluðu fulltrúar Forlagsins samning við Random House í Þýskalandi um útgáfu Stóra skjálfta eftir Auði Jóns- dóttur og við S.Fischer Verlag um Svartalogn eftir Kristínu Marju Baldursdóttir. Stóri skjálfti Auðar var sömuleiðis seldur til forlags- ins Gondolat í Ungverjalandi. Þetta voru ekki einu íslensku skáldsögurnar sem erlendir útgef- endur keyptu í Frankfurt. Daginn fyrir sýninguna keypti breska forlagið Orenda útgáfuréttinn að Gildrunni og Netinu eftir Lilju Sigurðardóttur með svokölluðu „preempt“ tilboði. Einnig voru bækur Árna Þórarinssonar, 13 dagar, og Lilju Sigurðardóttur, Netið, seldar til Frakklands. Bæk- ur Arnaldar Indriðasonar njóta vitaskuld áframhaldandi vinsælda og gengið var frá fjórum samning- um á sýningunni sjálfri.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.