Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016 Samkvæmt skýrslu Rauða krossins um aðstæður þeirra borgar- búa sem talið er að hafi fallið í skuggann með einhverjum hætti, er mest áberandi hve djúpstæð félagsleg vandamál eru í Efra- -Breiðholti. Í hverfinu er um fjórð- ungur íbúa af erlendum uppruna, fleiri fatlaðir íbúar, fleiri ungar einstæðar mæður á fjárhagsstyrk og fleira fólk með geðraskanir en í öðrum hverfum borgarinnar. Þá er fullyrt að menntunarstig sé lægra en í öðrum hverfum, börn sæki minna í frístundaheimili, minnst þátttaka í sumarnámskeið- um barna og unglinga og vaxandi fjöldi eldri borgara á varanlegri framfærslu. Höfundur skýrslunn- ar, Ómar Valdimarsson, segir mik- ið verk að vinna í hverfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur boðað sértækar aðgerðir til að mæta vandanum. Fólkið í Efra-Breiðholti Borgarstjórinn í Reykjavík boðar sértækar aðgerðir til að bregðast við fátækt og félagslegum vandamálum í Efra-Breiðholti. Eins og fram kom í nýrri skýrslu Rauða krossins, um hagi lakast settu borgarbúanna, eru vandamálin djúpstæðari í Efra-Breiðholti en í öðrum hverfum borgarinnar. Undanfarið ár hefur Fréttatíminn rætt við fjölmarga sem þekkja málið af eigin raun. Hér eru brot úr sögum þeirra. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Egill Andri Gíslason hafði búið á götunni í eitt og hálft ár þegar hann ræddi við Fréttatímann í apríl. Þá dvaldi hann hjá Rósu, sem er öryrki og býr í Kríuhólum. Egill Andri glímir við þunglyndi og kvíða en hafði verið lyfjalaus og án meðferðarúrræða síðan BUGL sleppti af honum hendinni á 18 ára afmælisdeginum í fyrra. Hann hafði verið á vergangi í langan tíma og ekki átt neinn fastan samastað. Vanlíðanin hafði áhrif á líf hans frá því hann var unglingur og gerði það verkum að hann átti erfitt með að sækja skóla og vinnu. Fjölskyldu- aðstæður hans voru líka þannig að hann gat ekki búið heima. „Við f luttum úr Engihjalla í Smárahverfið þegar ég var tíu ára. Þá var mamma búin að kynn- ast manni sem flutti inn til okkar. Upp frá því fór mér að líða alveg ömurlega. Ég kláraði samt grunn- skóla en með lélegum einkunnum. Ég átti mjög erfitt með einbeitingu í skóla og allan lestur, en það var aldrei athugað hvort að ég væri les- blindur. Ég hélt samt áfram í skóla og kláraði tvær annir í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Planið var að klára bif- vélavirkjun. Þar gekk mér vel með verklega þáttinn en ömurlega með bóklega námið. En í framhaldsskóla var ég orðinn mjög veikur. Ég vildi helst ekki fara út og gat ekki verið meðal fólks.“ Rósa tók Egil Andra inn á heimili sitt en hún er öryrki og býr með tvo drengi á tvítugsaldri í Kríuhólum. Annar þeirra er Markús, besti vinur Egils. Rósa bjó um Egil í kompuher- berginu í íbúðinni þeirra sem hún er reyndar búin að setja á sölu af því hún hefur ekki efni á því að búa í Reykjavík. Hún benti honum á Féló þar sem hann fékk styrk á meðan hann beið eftir svari um hvort hann kæmist að hjá VIRK endurhæfingu. „Þegar maður er þunglyndur þá dettur manni ekkert í hug sem er gott í lífinu. En mig langar í eigið húsnæði eða stað þar sem ég get búið og mig langar að læra bifvéla- virkjun og vinna við það,“ sagði Eg- ill. Á vergangi eftir geðdeild Egill Andri Gíslason bjó hjá Rósu, sem er öryrki, í Kríuhólum. Mynd | Alda Lóa Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.