Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 11.11.2016, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 11.11.2016, Qupperneq 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016 Samkvæmt skýrslu Rauða krossins um aðstæður þeirra borgar- búa sem talið er að hafi fallið í skuggann með einhverjum hætti, er mest áberandi hve djúpstæð félagsleg vandamál eru í Efra- -Breiðholti. Í hverfinu er um fjórð- ungur íbúa af erlendum uppruna, fleiri fatlaðir íbúar, fleiri ungar einstæðar mæður á fjárhagsstyrk og fleira fólk með geðraskanir en í öðrum hverfum borgarinnar. Þá er fullyrt að menntunarstig sé lægra en í öðrum hverfum, börn sæki minna í frístundaheimili, minnst þátttaka í sumarnámskeið- um barna og unglinga og vaxandi fjöldi eldri borgara á varanlegri framfærslu. Höfundur skýrslunn- ar, Ómar Valdimarsson, segir mik- ið verk að vinna í hverfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur boðað sértækar aðgerðir til að mæta vandanum. Fólkið í Efra-Breiðholti Borgarstjórinn í Reykjavík boðar sértækar aðgerðir til að bregðast við fátækt og félagslegum vandamálum í Efra-Breiðholti. Eins og fram kom í nýrri skýrslu Rauða krossins, um hagi lakast settu borgarbúanna, eru vandamálin djúpstæðari í Efra-Breiðholti en í öðrum hverfum borgarinnar. Undanfarið ár hefur Fréttatíminn rætt við fjölmarga sem þekkja málið af eigin raun. Hér eru brot úr sögum þeirra. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Egill Andri Gíslason hafði búið á götunni í eitt og hálft ár þegar hann ræddi við Fréttatímann í apríl. Þá dvaldi hann hjá Rósu, sem er öryrki og býr í Kríuhólum. Egill Andri glímir við þunglyndi og kvíða en hafði verið lyfjalaus og án meðferðarúrræða síðan BUGL sleppti af honum hendinni á 18 ára afmælisdeginum í fyrra. Hann hafði verið á vergangi í langan tíma og ekki átt neinn fastan samastað. Vanlíðanin hafði áhrif á líf hans frá því hann var unglingur og gerði það verkum að hann átti erfitt með að sækja skóla og vinnu. Fjölskyldu- aðstæður hans voru líka þannig að hann gat ekki búið heima. „Við f luttum úr Engihjalla í Smárahverfið þegar ég var tíu ára. Þá var mamma búin að kynn- ast manni sem flutti inn til okkar. Upp frá því fór mér að líða alveg ömurlega. Ég kláraði samt grunn- skóla en með lélegum einkunnum. Ég átti mjög erfitt með einbeitingu í skóla og allan lestur, en það var aldrei athugað hvort að ég væri les- blindur. Ég hélt samt áfram í skóla og kláraði tvær annir í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Planið var að klára bif- vélavirkjun. Þar gekk mér vel með verklega þáttinn en ömurlega með bóklega námið. En í framhaldsskóla var ég orðinn mjög veikur. Ég vildi helst ekki fara út og gat ekki verið meðal fólks.“ Rósa tók Egil Andra inn á heimili sitt en hún er öryrki og býr með tvo drengi á tvítugsaldri í Kríuhólum. Annar þeirra er Markús, besti vinur Egils. Rósa bjó um Egil í kompuher- berginu í íbúðinni þeirra sem hún er reyndar búin að setja á sölu af því hún hefur ekki efni á því að búa í Reykjavík. Hún benti honum á Féló þar sem hann fékk styrk á meðan hann beið eftir svari um hvort hann kæmist að hjá VIRK endurhæfingu. „Þegar maður er þunglyndur þá dettur manni ekkert í hug sem er gott í lífinu. En mig langar í eigið húsnæði eða stað þar sem ég get búið og mig langar að læra bifvéla- virkjun og vinna við það,“ sagði Eg- ill. Á vergangi eftir geðdeild Egill Andri Gíslason bjó hjá Rósu, sem er öryrki, í Kríuhólum. Mynd | Alda Lóa Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.