Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 18.11.2016, Side 54

Fréttatíminn - 18.11.2016, Side 54
Auk þess að tryggja örugga skjalaeyðingu sér Efnamóttakan um mót- töku, meðhöndlun og frágang spilliefna, s.s. rafhlaðna, prenthylkja og raftækja og kemur þeim í farveg til viðurkenndra aðila. Í starfseminni er lögð mikil áhersla á endurvinnslu enda er umhverfisvernd eitt af að- alsmerkjum fyrirtækisins. Efnamóttakan var stofnuð árið 1998 af Sorpu og Aflvaka en núverandi eigandi fyrirtækisins er Gámaþjónustan hf. Efnamóttakan býr því að góðum grunni á sínu sviði og hefur öflugan bakhjarl að starfsemi sinni. Hjá Efnamóttökunni hf. starfa að jafnaði 15 manns í fullu starfi. Starfsfólkið hefur flest áralanga reynslu, menntun og þjálfun við spilliefnaeyðingu, förgun og endurnýtingu. Efnamóttakan hf. er eina fyrirtækið á landinu sem sérhæfir sig í spilliefnaþjónustu. Hvað sér Efnamóttakan um? …endurvinnsla kynningar 10 | amk… FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016 Öruggt ferli , „Þegar gögnin eru komin í hús eru þau tætt niður í litlar flögur, 1-2 cm á hvern kant, sem síðan er blásið út í gám. Þegar hann er fullur er pappírinn pressaður og sendur sína leið í endurvinnslu.“ Mynd | Rut Jón H. Steingrímsson , framkvæmdastjóri Efnamóttökunnar „Við tökum á móti trúnaðarskjölum, bókhaldi og öðru því sem fólk vill ekki henda í venjulega tunnu eða óvarið í venjulega pappírssöfnun.“ Mynd | Rut Örugg og viðurkennd skjalaeyðing Efnamóttakan tryggir að viðkvæm skjöl rati ekki í rangar hendur Unnið í samstarfi við Efnamóttökuna. Skjalaeyðing Efnamóttökunn-ar tryggir að viðkvæm skjöl og pappírar frá fyrirtækj-um og stofnunum, sé eytt með öruggum hætti. „Við tökum á móti trúnaðarskjölum, bókhaldi og öðru því sem fólk vill ekki henda í venjulega tunnu eða óvarið í venju- lega pappírssöfnun,“ segir Jón H. Steingrímsson, framkvæmdastjóri Efnamóttökunnar. „Við bjóðum upp á allan feril- inn, læst ílát til söfnunar, öruggan flutning í bíl með þjófavörn, örugga eyðingu og endurvinnslu.“ Við flytjum gögnin til okkar þar sem þau fara í sérstaka aðstöðu sem er afmörkuð frá öllu öðru og er að- gangsstýrð, þangað komast ekki aðrir en þeir sem eiga erindi. Ör- yggismyndavélar eru til staðar og viðskiptavinurinn getur fylgst með eyðingunni ef hann kýs það,“ segir Jón. Þegar gögnin eru komin í hús eru þau tætt niður í litlar flögur, 1-2 cm á hvern kant, sem síðan er blás- ið út í gám. Þegar hann er fullur er pappírinn pressaður og sendur sína leið í endurvinnslu. Efnamóttakan leggur sig fram við að veita faglega þjónustu eftir ítrustu og ströngustu kröfum. „Við vinnum eftir sérstökum skjala- eyðingastaðli og höfum fengið út- tekt hjá viðurkenndum aðila um við séum að fylgja honum,“ segir Jón.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.