Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 8

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Marta Sigríður Pétursdóttir ritstjorn@frettatiminn.is 5. júlí árið 1948 var breska heil- brigðiskerfið eða NHS, National Health Service, stofnað af þáver- andi heilbrigðismálaráðherra lands- ins, hinum velska Aneurin „Nye“ Bevan, sem tilheyrði umbótastjórn Verkamannaflokksins sem var tók við völdum undir lok stríðsins, árið 1945. Eins og stendur á heimasíðu NHS, þar sem saga þess er reifuð, þá eru grundvallarforsendur heil- brigðiskerfisins skýrar; „heilbrigðis- þjónusta á að vera fyrir alla og fyrir hana skal greitt með skattpening- um. Það þýðir að þegnarnir borga fyrir þjónustuna miðað við eigin efnahag.“ Þetta hefur verið mik- il bylting í landi þar sem enn rík- ir rótgróin stéttaskipting. Það er engin tilviljun að sama ár og NHS var komið á laggirnar var einnig mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skrifuð. Heimurinn var í sárum eftir hildarleik bæði fyrri og seinni heimsstyrjaldarinnar. Í þeim aðstæðum, tímabili endur- uppbyggingar og endurskoðunar, varð til einstakt heilbrigðiskerfi sem enn í dag er ókeypis fyrir alla í Bret- landi, gesti jafnt sem íbúa. Það þýð- ir engin komugjöld og allir borga sama fasta verðið fyrir lyf. Svona varð heilbrigðis- þjónustan ókeypis í Bretlandi Í Bretlandi kostar ekkert að fara til læknis. Nánast öll almenn heilbrigðisþjónusta er ókeypis fyrir íbúa og gesti í landinu. Hvernig stendur á því að í einu stéttskiptasta landi heims hafi slík þjónusta komist á? Hvaða grunngildi voru höfð til hliðsjónar þegar NHS var stofnsett? Stríðið sem breytti öllu Upplifun samfélagsins af stríðsá- tökum seinni heimsstyrjaldarinn- ar, þar sem um 60 milljónir manna létu lífið, skapaði jarðveginn fyr- ir róttækar samfélagsbreytingar. Jafnvel þó að mannfallið í Bretlandi hefði verið í minna lagi miðað við aðrar þjóðir, en aðeins um hálf milljón Breta tapaði lífinu, þá hafði stríðið slík áhrif á líf allra að sam- félagið varð aldrei samt. Svo virðist sem aðeins þegar samfélag stendur frammi fyrir hörmungum á borð við stríð eða náttúruhamfarir, komi bersýnilega í ljós að grunnur- inn að samfélagi mannanna sé að við þurfum að hjálpast að. Réttur- inn til heilbrigðisþjónustu, óháð stétt, stöðu, fjárhag og þjóðerni á að vera allra. Sögulegt augnablik Í grein The Guardian, um sögulega tilurð NHS, minnist Sylvia Diggory, sem var fyrsti sjúklingur NHS, þá 13 ára gömul, þess þegar Nye Bev- an kom til hennar á sjúkrabeðin- um: „Herra Bevan spurði mig hvort ég gerði mér grein fyrir því hversu stór þessi áfangi væri. Að þetta væri stærsta skrefið sem nokkur siðmenntuð þjóð hefði tekið. Ég hafði heyrt útundan mér á tali full- orðinna að stórkostlegar breytingar væru í vændum og fæstir trúðu því að þetta væri að gerast.“ Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að á árunum fyrir stríð var heil- brigðisþjónusta í Bretlandi í hönd- um líknarsamtaka og kirkjunnar og aðeins þeir sem höfðu ráð á, gátu fengið fyrirtaks læknisþjón- ustu eða læknaþjónustu yfir höf- uð. Það var því eitt af megingildum nýstofnaðs NHS að heilbrigðisþjón- usta ætti ekki að vera undir tilvilj- anakenndri líknarstarfsemi kom- in. Fyrri heimsstyrjöldin hafði ýtt undir hugmyndir um að það væri hægt að koma á laggirnar og halda utan um stórt skipulagt heilbrigð- iskerfi. Neyðarástandið sem skap- aðist á stríðstímum sýndi fólkinu fram á að með samstilltu átaki tókst að mynda neyðarheilbrigðisþjón- ustu sem gat sinnt fjöldanum undir miklu álagi. Pólitísk átök og fjármögnun Það gefur auga leið að mótun NHS var gríðarlega metnaðar- fullt hugsjónaverkefni Nye Bevan og samferðafólks, en kerfið hefur í raun verið pólitískt bitbein síð- an. Verkamannaflokkurinn kom því naumlega í gegn eftir að hafa hlotið kosningu árið 1945 að allir spítalar landsins voru á endanum þjóðnýttir og fóru því úr höndum einkareksturs. Eftir því sem lækna- vísindum og tækni hefur f leygt fram, hafa lífslíkur fólks aukist og fólksfjölgunin vaxið ört. Heil- brigðiskerfi á borð við NHS er því gríðarlega dýrt í rekstri. Í raun hafa staðið pólitísk átök um fjármögn- un þess frá stofnun. Það reyndist til að mynda strax í upphafi erfitt að framfylgja hinni metnaðarfullu sýn Bevan um alhliða hágæða, frítt heilbrigðiskerfi. Nye Bevan sá sig tilneyddan til þess að segja af sér árið 1951 þegar það var ljóst að það varð að rukka fyrir gleraugu, tann- læknaþjónustu og lyf, þó svo að verðinu á þessari þjónustu hafi æ síðan verið haldið í lágmarki. 24 stundir til að bjarga NHS Þrátt fyrir erfiðleikana við fjár- mögnun hefur NHS meira og minna haldið velli til dagsins í dag. Ein stærsta breytingin sem gerð hef- ur verið á kerfinu, var árið 1991 þegar þáverandi heilbrigðismála- ráðherra Thatcher íhaldsstjórnar- innar, Kenneth Clarke, innleiddi einskonar markaðsvæðingu fyrir heilbrigðiskerfið. Þá var því breytt þannig að í stað þess að spítalarnir væru reknir af yfirvöldum, keyptu yfirvöld þjónustuna af spítölun- um. Var þessi stefna rekin í anda nýfrjálshyggju Thatcher þar sem einkavæða átti alla innviði sam- félagsins. Á árunum sem fylgdu hrakaði allri þjónustu NHS. Því var svo komið árið 1997 að NHS varð stærsta mál kosninganna. Verka- mannaflokkurinn komst aftur til valda með Tony Blair við stjórnvöl- inn, en í aðdraganda kosning- Breska heilbrigðiskerfið, eða NHS, National Health Service, var stofnað af þáverandi heilbrigðismálaráðherra landsins, hinum velska Aneurin Bev- an, sem tilheyrði umbótastjórn Verka- mannaflokksins undir lok stríðsins árið 1945. Myndir | Getty Boris Johnson og félagar sem börðust fyrir Brexit, fullyrtu að þær 350 milljónir punda sem færu á hverri viku til Evrópusambandsins, myndu renna til beint til NHS ef Bretland gengi úr sambandinu. Loforðin reyndust orðin tóm. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að á árunum fyrir stríð var heilbrigðisþjónusta í Bret- landi í höndum líknar- samtaka og kirkjunnar og aðeins þeir sem höfðu ráð á, gátu fengið fyrir- taks læknisþjónustu eða læknaþjónustu yfir höfuð. þann 16. desember Blaðauki um jólagjafir auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.